Vikan


Vikan - 05.06.1947, Síða 7

Vikan - 05.06.1947, Síða 7
VIKAN, nr. 23, 1947 7 Einskonar jarðarför Framhald af blaðsí'ðu 3. Hann stanzaði þarna, og kastaði mæð- inni. Hann horfði út yfir dalinn, og augu hans staðnæmdust við kirkjuna og kirkju- garðinn með hvítu krossunum. Þarna stóðu grænar bjarkir, og limagirðing í kringum garðinn. Augu hans leituðu varlega. Þarna sá hann það. Þarna lá mamma, undir einni björkinni, sem var dálítið bogin út yfir leiðið, hann þekkti hana svo vel frá hinum björkunum. Hann varð rólegri, þegar hann hafði fundið hana. I andvaranum fannst honum hann finna angan grafarblómanna, sem var ólík og af öðrum blómum, og þótt þau væru lifandi og fersk á leiðinu, fannst honum þau lykta eins og þurrkuð blóm á hvítri kistu, og í hug hans skaut upp minn- ingu um margt svartklætt fólk, sem allt vildi vera gott við hann. Birgir hætti að horfa á kirkjugarðinn, og hljóp á stað aftur, því nú mundi hann eftir hvert hann ætlaði. Ólöf var sjálfsagt komin niður að tjörn- inni, hún mátti alltaf leika sér þar. Þetta hafði hann oft sagt fröken Ingunni, en hún hafði svarað því, að það gerði víst ekki mikið til þótt dóttir hjáleigubóndans drukknaði, úr því að henni var leyft að vera þarna. En Ólöf var engin smábóndastelpa, það gat fröken Ingunn reitt sig á. Ólöf hafði stór og falleg brúðuaugu, og gult, hrokkið hár. Svona voru nú augun í Ólöfu, en ekki í fröken Ingunni, því hennar augu voru gul og ljót, og þótt Ólöf væri bara telpa, var hún dugleg að lesa og skrifa fyrir það. Hann hafði kennt henni það, því Ólöf var alls ekki farin að ganga í skóla. Næsta skipti þegar fröken Ingunn færi á bæna- samkomu, þá skyldi hann fá Ölöfu heim með sér, og sýna henni allt, sem hann þurfti að læra, fyrir utan það að kenna henni, og mundi hún sjá hversu mikið hann hefði að gera. Birgir tók sprettinn yfir að tjörninni. ,,Hæ, hæ, Ólöf,“ hrópaðihann, þegarhann sá hana þar, en aldrei þessu vant svaraði hún ekki, heldur óð berfætt út í vatnið og hélt með báðum höndum utan um eitt- hvað, sem leit út fyrir að vera ákaflega dýrmætt. ,,Hvað ertu með, Ólöf ?“ kallaði Birgir og hljóp til hennar. „Það er fiðrildi, Birgir. Það flaug beint í vatnið og ég er svo hrædd um að það hafi drukknað.“ „Er það þá dautt?“ „Nei, jú — é-g veit það ekki.“ Birgir kom til hennar, og horfði í lófa hennar. Það komu drættir í kring um munninn á honum, eins og hann sæi eitt- hvað viðbjóðslegt. „Hentu þessu, Ólöf. Sérðu ekki gulu kringlóttu blettina á vængjunum. Svei, þetta er andstyggilegt." Hann horfði með viðbjóði á brúna samanbrotna vængina, með gulu deplunum. Ólöf starði líka á fiðrildið. „Heldurðu að það lifni ekki við? Hvers vegna þurfti það að fljúga svona nálægt vatninu. Vissi það ekki að það gat verið hættulegt ? Augu hennar voru full af tárum. „Jú, það vissi það vel, það ætlaði bara að sýna, hvað það gæti. Fröken Ingunn lætur svona alltaf.“ Ólöf svaraði ekki, og Birgir sagði gremjulega: „Kastaðu því, hvers vegna ertu að halda því lengur í lófanum?“ „Já, en ef það er nú ekki dautt?“ „Jú, það er dautt, og ef við látum það í vatnið, þá erum við viss um það.“ Birgir ætlaði að taka fiðrildið af henni, en Ólöf vildi ekki sleppa því. „Nei, Birgir, ég ætla að verma það í sólskininu, ég hefi gert það áður.“ „Nei, komdu heldur 'að kasta steinum, og við skulum sjá, hvort okkar kastar lengra.“ . „Nei, ég verð fyrst að biðja guð fyrir fiðrildið, mamma segir að við eigum alltaf að gera það.“ Ólöf kraup á kné á tjarnar- bakkanum og bað. „Góði guð, láttu fiðrildið lifna aftur, og komast heim til pabba síns og mömmu, annars verða þau svo afskap- lega sorgbitin. Amen.“ Því næst lagði hún fiðrildið varlega á stein, svo sólin gæti skinið á það. Síðan beið hún alvarleg á svip, eftir því að undrið gerðist. Loks kallaði hún til Birgis. „Það er áreiðanlega dautt.“ Birgir kom hlaupandi, og augun ljóm- uðu sigri hrósandi. „Ég sagði þér þetta, þarna geturðu séð.“ Ólöf andvarpaði. „Við verðum að jarða það Birgir, við getum gróðursett lyng á leiðið, það getur orðið snoturt.“ Birgir tók gröfina, og Ólöf lagði fiðrild- ið gætilega niður í hana. „Við verðum að hafa leiðið stórt, Ólöf,“ hann benti með hendinni, hve stórt það skyldi vera. „Nei, við skulum hafa litla mold ofan á því, svo fiðrildið geti andað,“ bað Ólöf. „Já, en það er dautt, og þá þarf það líklega ekki að anda. Heldurðu að nokkuð sem er reglulega dautt andi?“ Birgir var alvarlega gramur. „Við verðum að hafa leiðið nógu stórt, því fröken Ingunn hefir svo langa fætur.“ Birgir notaði hellublað til að grafa með, en Ólöf sléttaði á eftir með hendinni. „Nú skulum við svei mér grafa hana svo djúpt, að hún komi aldrei upp aftur,“ sagði Birgir. „Já, en hvernig veiztu, að það hét fröken Ingunn?“ spuði Ólöf. „Það veit ég vel, ég ætti líklega að vita, að það er fröken Ingunn, þegar ég er að jarða hana sjálfur,“ sagði Birgir. „Er þá fröken Ingunn dauð?“ „Auðvitað er hún það, við verðum bara að lengja leiðið, því hún er svo löng.“ Birgir hélt nú áfram og lengdi leiðið. „Nú verðum við að syngja,“ sagði hann. „Þegar mamma var jörðuð, stóðum við í kringum gröfina og sungum.“ „Hvað eigum við þá að syngja?“ spurði hún. „Það veit ég ekki.“ „Getum við ekki sungið „Gamli Nói“?“ „Ertu vitlaus, heldurðu að það sé sálm- ui;, hefir þú aldrei verið við jarðarför ? Við verðum að syngja sálm.“ „Hvað er sálmur, Birgir?“ „Það veit ég ekki, það er eitthvað um guð og Jesús.“ „Þá kann ég einn sálm, ég kann: Ó, Jesús bróðir bezti, en þá verður þú að spenna greipar, Birgir. Mamma segir, að maður eigi alltaf að gera það, þegar talað er um guð og Jesús.“ Ólöf spennti greipar, og kinkaði kolli til Birgis, alvarleg á svipinn. „Nei, það vil ég ekki,“ Birgir leit á hana móðgaður. „Þú ert berfætt, heldurðu að nokkur sé berfættur við jarðarför?“ Ólöf leit niður á fætur sér. Þessu hafði hún alveg gleymt. Hún flýtti sér að fara í sokkana. „Nú er ég tilbúin, til að vera við jarðar- förina, Birgír.“ „Nei, nú verðum við líka að búa til kross, til að setja á leiðið. Sjáðu hérna Ólöf, er þetta ekki fínn kross, svo skrifa ég nafnið á hann.“ „Já, en hvað hét fiðrildið, Birgir?“ „Fröken Ingunn, nú er hún dauð og kem- ur aldrei aftur.“ „Já, en hefir hún þá verið veik, það var amma áður en hún dó.“ „Já, hún lá í marga daga, og svo dó hún. Nú get ég gert það sem ég vil, og nú er ég orðinn stór. Svo get ég líka gift mig, þeg- ar ég vil, það gerði Anders.“ „Hvað ætlar þú að gera, Ólöf, þegar þú ert orðin stór?“ „Ég á að verða dugleg að búa til mat, svo ég geti matreitt fyrir brúðkaupsveizl- ur og jarðarfarir. Mamma segir líka, að ég geti kannske hjálpað til, þegar fröken Ing- unn giftist pabba þínum.“ „Giftist pabba mínum! Nei, það getur aldrei orðið, því nú er hún dauð og liggur þarna. Það var henni sjálfri að kenna að hún dó svona skyndilega, en ég get gifst þér.“ „Ó, villtu það, þá getum við haft brúð- urnar mínar með, svo við eigum börn.“ Ólöf hoppaði af kæti, og klappaði sam- an lófunum, af tilhlökkun um búskapinn. „Uss nei, við skulum ekkert barn eiga. Þau eru alltaf að öskra á nóttunni. Það gerir litla barnið, sem Anders og Hulda eiga.“ „Já, en mín börn öskra ekki, þau eru svo þæg.“ „Nei, ég vil ekki sjá þau. Hvað á ég að gera við tuskubrúðumar þínar?“ „Tuskubrúður!“ augu Ólafar fylltust tárum, og hún fór að snökta. „Brúðurnar mína eru ekki tuskubrúður.“ Birgir reiddist. „Ef þú ert að væla stelpa, þá vil ég ekki giftast þér, þá getur þú bara átt þig.“ Birgir stóð upp, og var mikilmennskulegur á svipinn. Ólöf stóð líka hægt á fætur. Hún var með fingurinn upp í sér, og barðist við grátinn. Svo hljóp hún hágrátandi niður brekkuna. Nú var Birgir reiður og kallaði á eftir henni: „Hlauptu bara heim og segðu mömmu þinni kjaftasögu, hlauptu bara, væluskjóðan þín,“ og með grátstaf í kverk- unum hljóp hann á eftir henni. „Segðu bara frá því, að við höfum jarðað fröken Ing- unni, segðu það bara.“ Hann grét af reiði og varð fótaskortur og datt, stóð samt strax á fætur og hljóp áfram. „Hæ, Ólöf, þú ert væluskjóða, það ertu.“ Ólöf stanzaði. „Ég er engin væluskjóða, Birgir. Ég ætla ekki að segja mömmu, að fröken Ingunn hafi dáið skyndilega, og að við höfum grafið hana strax.“ Svo bætti hún við móðguð. „Brúðurnar mínar eru ekki neinar tuskubrúður, Birgir, auk þess hefir mamma saumað á þær nýja kjóla.“ „Jæja, þú mátt þá gjarnan hafa þær með, það gerir ekki svo mikið til.“ „Kemurðu þá á morgun, Ólöf?“ „Já,“ kallaði hún, og þaut af stað heim. Birgir labbaði einnig heimleiðis, eftir viðburðaríkan dag. Hann söng og trallaði svo undir tók í skóginum. Yfirvaldið: ,,Það bezta sem þér gerið, er að fara heim og sættast við konuna yðar.“ Eiginmaðurinn: En, hvað er það næst-bezta?“ Hún: ,,Er hann ekki tengdur þér að einhverju leyti?" Hann: „Jú, hann kvæntist kærustunni minni.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.