Vikan - 05.06.1947, Side 10
10
VIKAN, nr. 23, 1947
• HEIIHILIÐ •
UM LESKI BARNA
................ Eftir Garry C. Myers. Ph. D. —
Matseðillinn.
Kálfakarbonaði.
1% kg. kálfskjöt, 1 egg, tvíböku-
mylsna, salt, pipar, smjör eða
smjörliki, til þess að brúna í.
Kjötið er þvegið, allar himnur
teknar burtu, skorið i þunnar sneið-
ar og barið með kjöthamri. Salti og
pipar stráð yfir, difið í egg og velt
upp úr tvibökumylsnu. Smjörið brún-
að vel og stykkin steikt þar í, ca. 5
mínútur á hvorri hlið. Borðað með
soðnum kartöflum.
Nougat-búðingur.
y2 1. þeyttur rjómi (þar af 1%
dl. til þess að skreyta með), 6
blöð matarlím, nougat, 2 egg,
25 gr. melis.
Rjóminn og eggjahvíturnar er stíf-
þeytt, sitt í hvoru lagi. Eggjarauð-
urnar eru hrœrðar með sykrinum,
þar til þær eru hvítar og léttar. Þá
er þessu blandað saman. Matarlímið,
sem áður hefir legið í köldu vatni í
20 mínútur er brætt yfir gufu og því
svo hellt út í, ásamt fínt söxuðu
nougatinu.
Tízkumynd
Kvikmyndadís sýnir tízku Orengír sem leika sér
, aö bruðum.
Kvikmyndadisin Diar.a Lynn í rönd-
óttri taftblússu.
H U B RAÐ
Gagnstætt því sem margir for-
eldrar álíta, er það hentugt að leyfa
drengjum yngri en sex ára að leika
sér að brúðum. Margar mæður
álíta slíka drengi verða „veikgeðja
og stelpulega" í háttum er þeir eld-
ast. En slíkt er misskilningur. • Það
eykur mjög ímyndunarafl drengsins
að leika sér að brúðum.
Margir smádrengir, sem ekki
hafa önnur leiksystkin en telpur, fá
eðlilegan áhuga á þeim leikföngum
sem önnur börn leika sér að, jafnt
brúðum sem öðru. Smádrengurinn
hefir ekkert vit á því hvort það sé
,,stelpulegt“ eða ekki.
En þegar þessir brúðu-drengir
fara að leika sér með drengjum, þá
finna þeir brátt, að þeir vilja ekk-
ert með brúðuna hafa, en kjósa
miklu fremur að ærslast í bolta-
leik eða slíku sem er „karlmann-
legra.“
Greinahöf. bárust tvö bréf frá
mæðrum sem hafa áhyggjur af
þessum brúðuleik drengja sinna.
Sameiginlegt báðum drengjunum er
það að þeir hafa ekki leikið sér við
drengi heldur aðeins telpur. Þeir
hafa því að mestu leikið sér líkt og
telpurnar, en ekki í fótboltaleik eða
bílaleik líkt og drengir.
Svar Dr. Myers:
Það er ekki ráðlegt að banna
dreng að leika sér telpulega eins og
hann hefir gert. En betra er að vekja
áhuga hans á og kenna honum nýja
leiki, sem hann kynni að fá mætur
á. Bezta ráðið er auðvitað að hann
leilci sér sem mest með drengjum.
ef þess er nokkur kostur. Feðurnir
gera og mikið gagn með því að
leika stundum við drengina sína og
kenna þeim ýmsa leiki.
E.&eo.CifSeeN
Þessi búningur er mjög hentugur á
góðviðrisdögum úti í sveit. Efnið er
röndótt bómullarefni, jakkinn sléttur
og hnepptur að framan og nær að-
eins niður í mittið.
niður við ána og leika jafnvel knatt-
spymu.
Afleiðingin af þessu er að hún er
oft laus við að vera „hrein og
snyrtileg" er hún kemur heim.
Hún er annars mjög góð stúlka,
hlýðin og hjálpsöm. Faðir hennar er
hrifinn af þessum drengja leikj-
um hennar, en systir min hefir
áhyggjur út af þessu og telur að
hún verði aldrei „dömuleg," nema
gripið sé þegar í taumana. Ég sjálf
er mjög á báðum áttum og sný mér
því til yðar Dr. Myers, með vanda-
mál mitt. Ég endurtek það að hún
gætir þess ætíð að vera þokkaleg til
fara er hún fer eitthvað að heim-
an, en annars áhyggjulaus um út-
lit sitt heimafyrir. Hvað á ég að
gera?
Svar Dr. Myers.
Ég er manni yðar alveg samniála,
að ekkert sé athugavert við það
þótt hún leiki sér einsog drengur,
leyfi æskufjörinu að fá útrás. Ekk-
ert er að óttast, þar eð hún virðist
bersýnilega gera sér grein fyrir því
að ekki sé annað tilhlýðilegt en að
vera snyrtileg bæði í skólanum og
annarsstaðar utan heimilisins. Látið
ekki systur yðar hindra barnið í
barnslegum og eðlilegum leikjum
sínum. Minnist þess að þér, en ekki
systir yðar er móðir barnsins.
Ef þið ætlið að geyma gulrætur
þá skerið af eins og sýnt er á mynd-
inni.
Skrítlur
í.
Ef þið ætlið að geyma kjöt i
nokkra daga, stingið því þá í skúffu
í ísskápnum og láti'’" bað frjósa.
lim teipu, sem leikur sér
eins og drengur.
„Kæri Dr. Myers ég þakka yður
hinar fróðlegu greinar yðar um
barnameðferð. Mig langar til að
biðja yður að gefa mér gott ráð við
vandræðum mínum. Ég á tíu ára
gamla dóttur sem komin er í barna-
skóla og sækist námið vel.
Hrein og snyrtileg.
Hún gætir þess vandlega að vera
ætíð hrein og snyrtileg er hún fer í
skólann á morgnana. En jafnskjótt
og hún hefir lokið heimaverkefnum
sínum fer hún í vinnuföt og hleypur
út til að leika sér. Hún og leiksyst-
kini hennar, sem bæði eru drengir
og stelpur, leika sér svo fjörlega að
ekki verður beinlínis kallað „dömu-
legt,“ því þau klifra 1 trjánum, veiða
1 „Karlmannahataraklúbbnum":
„Það er ómögulegt að sýna karl-
mönnum fyrirlitningu, ef maður um-
gengst þá ekkert. Ég legg til að við
bjóðum hingað karlmönnum við og
við.“
Ungur maður ritaði blaði nokkru
eftirfarandi bréf: „Kæri ritstjóri, ég
er alveg bálskotinn í stúlku nokkurri.
En svo er önnur, sem bæði er fögur
og rík og vill alveg ólm giftast mér.
Góði ritstjóri hvað í ósköpunum á ég
að gera?“
Svarið var þannig: „Þú skalt
kvænast þeirri sem þú elskar, en
senda blaðinu heimilisfang og nafn
hinnar.