Vikan


Vikan - 17.07.1947, Page 5

Vikan - 17.07.1947, Page 5
VIKAN, nr. 29, 1947 5 (--------------- Framhaldssaga: --------------—------------- 8P0R FORTÍÐARINMAR -fj \ s l..................... ÁSTASAGA eftir Anne Duffield » ■og- unga fólkið hélt saman, og í þeim hóp hafði Michael lent. Michael var þegar orðinn eftirlæti allra, jafnt kvenna sem karla. Eve Lacy fannst hann afar skemmtilegur, þannig að hún tók engan fram yfir hann nema Kaye, en auðvitað jafnaðist eng- inn á við majórinn i hennar augum. Enda þótt Michael væri ekki eins fallegur og majórinn, var hann mjög fríður. Hann var kátur og vingjarn- legur, augu hans með svörtu, löngu augnhárun- um hlógu alltaf og hann dansaði dásamlega. „Hvernig hefir hann getað átt hana?“ sagði Eve við vinkonur sinar. „Auðvitað hafa það verið peningarnir. Og ég er viss um að þar hefir systir hans einnig haft hönd í bagga — ég trúi þeirri stúlku til alls. Veslings maðurinn, en það er auðséð að hann lætur teyma sig og ekki er hann heill heilsu — hann fékk gaseitrun í stríðinu. Þær hafa báðar hertekið hann — því að auðvitað hefir ungfrú Summers verið þar með í ráðum. Linda og blessunin hún Alberta eru svo sam- rýmdar. Við verðum að sjá um að hann skemmti sér hérna." Og þær sáu sannarlega um að hann skemmti sér. Það gat Alberta, sem sat og talaði við frú Sanders, séð og allir aðrir. „Og það er ég sem á sök á þessu öllu,“ hugsaði Linda og brosti ósjálfrátt. „Ef ég hefði ekki farið að flækjast hingað, hefði Albertu verið hlíft við þessu." En þrátt fyrir meðaumkunina með mágkonu sinni gat hún ekki annað en hlegið. „Að hverju eruð þér að brosa?“ Tony Swering beygði sig yfir stól Lindu. „Góðan daginn, Tony, voruð þér að koma? Var ég að brosa?“ „Já. Ég hafði á réttu að standa, þegar ég sagði að þér væruð hættuleg kona. Voruð þér kannske ekki að brosa að breyskleika okkar?" „Nei, alls ekki,“ svaraði hún. „Ef ég var að brosa, var það af því að ég skemmti mér svo vel.“ „Jæja.“ Hann leit rannsakandi á þennan litla hóp elskulegra, en lítt andríkra, eldri kvenna. Allir karlmennirnir höfðu hópast um ungu stúlkurnar á hinum enda svalanna, við „kokteil“-borðið. „Hefir nokkur fært yður vínstaup?" „Mig langar ekki í neitt. En þér verðið að ná yður í brauð áður en það er allt búið. Það er líka til eitthvað af litlu pylsunum, sem yður þykja svo góðar.“ „Já, ef þér viljið koma með mér.“ „Mig langar ekki í neitt.“ „Þá þarf ég ekkert.“ Hún leit ásakandi á hann — hann hló glaðlega til hennar, en hún sá þrjózkuna, sem skein út úr móleitum augum hans. „Ef ég fer ekki með honum, þá situr hann hérna í allt kvöld.“ Það mátti hún ekki láta hann gera, það myndu allir taka eftir því. Hún stóð því upp og fór með honum að kokteil-borðinu. Sybil og frú Lacy störðu á þau. „Ertu komin Lindy-Lou?“ sagði Michael og togaði hana niður í sætið til sín. „Hvað viljið þér fá að drekka, ungfrú Summ- ers?“ spurðu Kaye. „Þurran „martini," þakka yður fyrir." Svo var farið að tala um stríðið — það um- ræðuefni er alltaf á döfinni, þegar gamlir her- menn lenda í hóp. „Voruð þér ekki i stríðinu, herra Summers ?“ spurði Eve Lacy. „Jú.“ „Þá auðvitað í bandarísku liðsveitunum?“ Eve gaf Lindu hornauga. „Nei,“ svaraði Michael brosandi. „Ég gekk i kanadiska flugherinn.“ „Einmitt það!“ Michael og Sanders ofursti voru óðara niðursokknir í samræður. „Ó, þetta leiðinlega strið,“ sagði Sybil ergileg út af að ofurstinn skyldi hertaka Michael frá henni. „Ég var ekki fædd þegar því lauk.“ „Ég var líka barnung," flýtti Eve sér að segja. „En ég man eftir þvi. Þér munið líklega vel eftir því, ungfrú Summers?" „Já,“ svaraði Linda. Kaye varð litið á hana. Hún var óvenju föl yfirlitum og hann sá smá- gerðar hrukkur í kringum munn hennar og augu. Eftir þeim hafði hann ekki tekið fyrr. „Það hlýtur að vera skrýtið að muna eftir því!“ sagði Sybil barnalega. „Vilduð þér ekki að þér mynduð það ekki, ungfrú Summers?" „Hvers vegna ætti ég að óska þess?“ „Ég á við ■— það sýnir hvað maður er gamall!" „Góða Sybil — þetta var ekki fallega sagt,“ sagði Eve, brosti ásakandi og lagði handlegginn utah um mitt ungu stúlkunnar. Linda brosti. „Ég er einmitt fegin að muna stórkostlegasta stríð, sem mannkynið hefir átt í,“ svaraði hún. Unga stúlkan yppti öxlum. Linda lagði staupið frá sér, sneri sér við til að ganga aftur til Albertu. Gerði hún það til að forðast ertnina í Sybil. Á leiðinni var hún stöðvuð af frú Sanders, sem var að leita að manni sínum og dóttur. „Við verðum að fara,“ sagði hún, „það voruð einmitt þér, sem ég ætlaði að ná í — og þér Kaye majór." Majórinn kom óðara til þeirra. „Ég ætla að hafa matarveizlu og dansleik í næstu viku,“ hélt frú Sanders áfram, „fyrir Aust- uríkismann, sem kemur hingað í embættiserind- um. Hann verður einn eða tvo daga um kyrrt hjá okkur.“ Kaye kinkaði kolli. Sanders ofursti var æðsti embættismaður í Abbou-Abbas. „Ég get ekki boðið öllum — við höfum ekki húsrúm til þess. En ég vildi gjarnan fá yður,. ungfrú Summers og majórinn. Ég sendi boðsbréf þegar ég er búin að ákveða daginn.“ „Okkur er sönn ánægja af að koma,“ svaraði majórinn — og leit aftur á Lindu og þá forviða á svipinn. „Það var ágætt. Ég vil svo gjarnan að þetta verði skemmtilegt — þetta er mjög háttsettur maður.“ Hún brosti og hraðaði sér burtu til að • ná í mann sinn. • „Þetta var fallegt af henni,“ hvíslaði Linda og leit upp, „ég vissi ekki hvað ég átti að segja.“ „Þér gátuð ekki annað en þegið þetta,“ svaraði hann. „Langar yður ekki til að fara?“ „Það var ekki það, sem ég átti við. Frú Sanders er ákaflega góð kona, en dálítið fljótfær. Hún ætlar sér auðsjáanlega ekki að bjóða Sybil.“ „Getið þér hvergi komið án hennar?“ „Það finnst mér varla viðeigandi." „En þér verðið að gera undantekningu í þetta sinn,“ svaraði hann, „við megum ekki láta Bessie Sanders verða fyrir vonbrigðum. Henni er auð- sjáanlega áfram um að þér komið.“ „Já, en ég skil ekki hversvegna," sagði Linda hreinskilnislega. „Ekki það? Ég held að ég fari nærri um það,“| sagði hann vingjarnlega. En þó furðaði hann sig á með sjálfum sér, hvers vegna frú Sanders sótti svona fast að fá ungfrú Summers í veizluna — hana, sem var svo hlédræg og hæversk. Hún myndi ekki varpa ljóma á samkvæmið eða skemmta evrópskum heimsmanni með samræð- um sínum. „Við erum að villast," hrópaði Linda. „Nei, ég rata,“ svaraði Sybil. Hún ók bifreið majórsins frá Abbou-Abbas, þar sem þær Linda höfðu átt erindi í verzlanir. Þær höfðu lagt held- ur seint af stað heim og auk þess var vélin í bifreiðinni ekki í góðu lagi. Sólin var að ganga til viðar og eftir nokkrar minútur yrði dimmt. Kaye myndi verða reiður, ef þær kæmust ekki heim fyrir myrkur. Linda þagði um hrið og horfði hugsandi á landslagið. Hún sá ekkert annað en grasekrur, sundurgrafnar af áveituskurðum og nokkrum beinum vegum, sem lágu út í eyðimörkina. Það var ekki auðvelt að greina veginn í sundur, ekki sizt eftir að orðið var svona dimmt. Það var ekki að furða þótt Sybil villtist, enda voru þær ekki lengur í vafa um að það hafði hún gert. Mjór vegurinn mjókkaði skyndilega ennþá meira og allt í einu varð fyrir þeim stór stein- veggur. Sybil, sem hafði ekki búizt við þessu, hemlaði snöggt. „Hver skollinn, þér höfðuð rétt fyrir yður, ung- frú Summers. Ég hefi villzt, hvar erum við nú?“ Linda skimaði út í myrkrið. „Ég held, að við höfum ekið í hálfhring," sagði hún. „Þetta er áreiðanlega steinveggurinn við hús E1 Bedawi, en við erum hinum megin við það — ekki við þá hlið, sem snýr að „Friðar- limdi“.“ „Jæja, þá ökum við bara aftur sömu leið," sagði Sybil, „ég vona bara að majórinn komi ekki heim á undan okkur." En billinn komst ekki í gang, hvemig sem Sybil reyndi. „Við getum ekki setið héma i alla nótt,“ sagði Linda, „komið Sybil, við verðum að fara út og ganga.“ „Hvert?“ „Við getum gengið meðfram steinveggnum og reynt að finna hlið. Þá förum við heim til Hussein og fáum að hringja í majórinn." „En það er svo dimmt," sagði Sybil. „Og þetta viðbjóðslega, þétta gras — það geta verið slöng- ur i því.“ Hún snarþagnaði og þreif dauðahaldi í Lindu. Margar vemr stóðu í kringum þær — eins og þeim hefði skotið upp úr jörðinni — karlmenn í hvítum skikkjum með kollhúfur á höfði og minntu þeir á vofur í myrkrinu. Þeir spurðu stúlkumar með hásum kokhljóðum en hvomg þeirra skildi neitt. Linda sagði í sem fæstum orðum frá vandræðum þeirra, en þeir skildu þær ékki frekar. Þeir voru auðsjáanlega undrandi yfir að sjá þama enskar stúlkur og nálguðust þær hlæjandi og masandi, en sennilega höfðu þeir samt ekkert illt í huga. En Sybil var nær dauða en lífi af hræðslu við þessi dökku, ruddalegu andlit og hendumar, sem fálmuðu um allan bílinn. Hún þrýsti sér upp að Lindu — mennimir urðu varir við ótta hennar og höfðu gaman af. Einn þeirra beygði sig fast npp að henni og brosti — Sybil rak upp óp. ‘] 1 sama bili bar þar að háan, hvítklæddan mann jjjijheð vefjahött á höfði. \

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.