Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 3
Þessi mynd er af „Sívalatuminum“ í Windsorkastalanum. Til vinstri er Kapella Þessi mynd er af garðinum innan kastalano Myndastyttan er af Karli hins heilaga Georgs. Byrjað var á byggingu kapellunnar 1475 og henni lokið 1525. konungi II. Fyrir miðri myndinni er bústaður konungs. i , VTKAN, nr. 32, 1947 Windsorkastali (Sjá mynd á bls. 2) Margir af mestu og beztu arkítektum Englendinga á umliðnum öldum hafa lagt sinn skerf til að gera Windsorkastala eins og hann er nú. Eins og allir gamlir kastalar í Englandi var hann upphaflega byggður í hernaðarlegum tilgangi, en hefir síðan smám saman verið breytt til frið- samlegri þarfa. Danskir konungar, sem réðu ríkjum í Englandi á elleftu öld, byggðu virkjahring í kringum London, og eitt af þessum virkjum var Windsorkastali. Hann var þá ekki annað en torfgarðar með stauragirðingum fyrir framan og þar fyrir utan djúp síki, en á næstu öldum var hann stöðugt aukinn og stækkaður, því að hann var hernaðarlega mikilvægur. Á sextándu öld, á dögum Elísabetar drottningar voru fyrstu breytingarnar í þá átt að gera hann að íveruhúsi gerðar. Karl II (1660—1685) hélt þessum breytingum áfram og einnig Georg IV (1820—1830). Kapella kastalans, sem heitir Kapella hins heilaga Georgs, er gimsteinninn í enskri byggingarlist frá 15. og 16. öld. Kóngur kúrekanna Roy berst við skógarbjörn. (framh. úr síðasta bla'ði). Larkin er með hóp manna að leita uppi Svartvæng til að taka hann af lífi án dóms og laga. Roy fer til að aðvara Indíánann. 1. Roy sér bjöminn rísa upp á afturfætuma og taka Svartvæng fangbrögðum. Svartvængur bregður hnífnum, en missir marks, og bjöminn slær hann úr höndum hans og býst til að kremja hann í sundur. Roy kemur hlaupandi. Ef hann skýtur, á hann á hættu að hitta Indíánann! 2. Hann tekur það ráð, að skjóta tveim skot- um upp x loftið til að draga athygli bjamarins að sér. Bjömirm litur við, og þegar hann sér Roy með byssumar á lofti, fleygir hann Svartvæng frá sér og snýst gegn Roy. Roy veit, að tíminn er naum- ur. Reiður bjöm óttast hvorki mann né byssu! 3. Og um leið og bjöminn slær til Roys með hramminum, hleypir hann af skoti. Roy er í bráðri hættu! Ef skotið hittir ekki í hjartað og drepur bjöminn samstundis, getur ekkert stöðvað hann, og þá er Roy bráður bani vís! 4. En Roy er góð skytta, og þegar björninn er fallinn, tekur Svartvængur til máls: ,,Ég ráð- ast á Larkin af því hann drepa bróður minn!“ segir hann. Svartvængur hafði fundið hjá líki hróður sins bréf, sem sannaði mál hans! 5. ,,Þú þarft ekkert að óttast af hendi hvítra manna," segir Roy. „Komdu með mér til Sólset- ursborgar!" Svartvængur fellst á það, en þegar þeir nálgast borgina, mæta þeir Larkin og mönn- um- hans. Það er hópur reiðra manna, sem hyggja á hefndir, og eru undir fomstu hins seka! 6. Þegar þeir nálgast, rniðar Roy byssu sinni á Larkin. „Nemið staðar, menn!" kallar hann. „Þarna er morðinginn!" Roy skýi’ir málið fyrir mönnunum og sýnir þeim bréfið til sönnunar. „Og nú skulum við koma á lögreglustöðina," segir Roy að lokum. „Og munið það, að engir nema heimsk- ingjar taka sér sjálfir í hendur dómsvald!"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.