Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 13

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 13
VEKAN, nr. 32, 1947 13 Gamli eirketillinn Barnasaga. „Sjáðu hvað hann ljómar!“ sagði eirsmiðurinn, lyfti nýja katlinum og setti hann á borðið. „En hvað hann er fallegur!” sagði konan hans og néri skinandi eirinn með dulu til að ná fingraförunum af katlinum. „Það er næstum hægt að spegla sig í honum, gamla mín!“ sagði smiðurinn hlæjandi og tók um mitti konu sinnar. „Vertu nú ekki svo hégómagjörn að þú verðir alltaf að spegla þig, þegar þessi dásamlegi hlutur verður kominn á eldavélina hjá þér.“ „Þegar ég fæ. . . ? Ó, Pétur er það satt að ég eigi að fá þennan yndis- lega ketil," hrópaði kona eirsmiðs- ins. „Ég hélt að þú ætlaðir að selja hann — hann er svo fallegur. Þetta er allt of dýrt handa okkur!" „Hvaða vitleysa! Þar sem þú ert gift eirsmiði er ekki nema sjálfsagt að þú eigir falleg eldhúsáhöld." Já, hún átti líka falleg eldhúsáhöld — ljómandi katla og könnur, föt og skálar, mortil og pönnur — allt úr rauðgylltum kopar. Hún fægði þetta dót allt þar til það ljómaði og þessu hélt hún áfram fram á gamals aldur. „Hvernig nennir þú, mamma, þessu umstangi!“ sagði dóttir hennar þegar hún gifti sig. „Ég vil ekki hafa kop- ardót í eldhúsinu mínu — líttu á þessi snotru „emileruðu" eldhús- áhöld, það er svo þægilegt að hreinsa þau.“ „En þau ljóma ekki!“ sagði móðir hennar. „Þau endurvarpa ekki sólar- geislunum þegar sólin skín á þau eða glampanum frá loganum i eldavél- inni.“ „Við notum gas, mamma!" svaraði dóttirin. „En mig langar til að fá eitthvað af þessu kopardóti til að hengja það upp í borðstofunni." Kona koparsmiðsins gaf dóttur sinni það, sem hana langði til að fá og þar á meðal fallega eirketilinn. Allt þetta var látið standa inni í borðstofunni, fægt öðru hverju, en aldrei notað. Kona eirsmiðsins dó nú eins og maður hennar og dóttirin var ekki lengur ung — en fínu borðstofuna með öllu kopardótinu hafði hún enn- þá og nú átti dóttir hennar að giftast. „Það verður fínt hjá mér, mamma!" sagði hún. „Ég fæ rafmagn i eldhúsið — losna við alla fyrirhöfnina við gasið og olíuvélina og allir pottar, pönnur og katlar verða úr stáli, sem ekki ryðgar. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það verður snoturt og þægilegt." „Viltu ekki fá neitt af fallega kopardótinu mínu i borðstofunni?" spurði mamma hennar. „Nei, ég þakka þér fyrir — ég ætla mér ekki að þræla mér út á því, ég hefi fengið kappnóg af að fægja hér heima! Ég vil ekki sjá annað en stál, brenndan leir og gler." ÞRAUT 4 A, 10, 3, 2 y A, G, 10, 4 4 A, 7, 3 * G, 8 4 D, 9, 8, 6 ý 8, 6 4 10, 8, 6, 4, 2 4, 9, 3- N. V. A. S. ♦ V ♦ * G, 7 K, D, 9, 7, 3 D, G, 9 D, 7, 5 4 K, 5, 4 ý 5, 2 ♦ K, 5 4 A, K, 10, 6, 4, 2 Suður spilar 6 lauf. Vestur lætur út hjarta 8. Sjá lausn í nœsta blaði. Dag nokkum dó dóttir eirsmiðs- ins frá borðstofunni sinni með öllu kopardótinu. Flest af því var sett á uppboð og hafnaði eirketillinn í kjall- ara hjá jámvörukaupmanni og þar !á hann lengi. Ketilhnn dalaðist og rispaðist, lokið, sem hafði verið með svo stórum og fallegum eirhnúð, týndist. Að lokum var katlinum hent og vallt hann inn undir runna. „Af er það sem áður var!“ hugs- aði ketillinn. „1 æsku var ég eins fallegur og ljómandi og sjálf sólin. Ég var gerður úr góðum, þykkum kopar, tinaður að innan og með sér- staklega sterkan botn. Eigandi minn bjó mig sjálfur til úr koparplötu." „Gerðir þú ekkert gagn,“ sagði snigill nokkur. „Ég held nú það, í meira en tutt- ugu og fimm ár sauð ég allt það vatn, sem kona eirsmiðsins þurfti að nota í kaffi, te og fleira. Ég þynntist dálítið og slitnaði á þeim árum, en alltaf var ég jafnfallegur. SíðaD hafnaði ég í borðstofu dóttur hennar og skipaði þar öndvegissess meðal kopardótsins þar. Þar stóð ég í þrjátíu ár — á hverjum laugardegi var ég fægður og á hverjum degi núinn með þurrum klút, enda var ég þannig að allir gátu speglað sig í mér. Og ég þynntist — koparinn í mér slitnaði, en hnellnum og þrýstn- um vextinum hélt ég óbreyttum. Það þurfti meira en þetta til þess að ég misst lögunina. Það hafði eirsmiður- inn séð um. „Ég trúi því vel,“ jánkaði snigill- inn. „Ó, þegiðu! Þú veizt ekki hvað er að hafna ofan í dimmum og rökxun kjallara — ég ryðgaði allur og varð svartur af óhreinindum og ryki." „Þú hefir orðið fyrir miklum raun- um!“ „Ég vildi bara að ég gæti gert eitt- hvað gagn!“ andvarpaði ketillinn. „En það geturðu svo ósköp vel. Stari, sem ég þekki — þokkaleg og virðingarverð kona með stóran barnahóp — er að leita sér að góðu og öruggu húsnæði. Ég ætla að benda henni á þig, ég er viss um að í þér hefði hún ágætt húsnæði." Og þetta gerði svo snegillinn. Tveimur dögum seina kom Stara- konan með börnin sín, henni leizt vel á ketilinn og settist að í honum. Þarna var hún óhullt fyrir óvinum sínum, en starafjölskyldur eiga nóg af þeim. Ketillinn sagði ævisögu sína, allt frá þeim degi, þegar hann kom út úr eldinum í vinnustofu eirsmiðsins og þá allur logagylltur, og til þess dags, þegar honum svörtum, rispuð- um og holóttum var hent inn undir runnann, þar sem hann lá nú. „Já, fegurðin er horfin, koparinn orðinn þunnur — en ennþá get ég þó gert gagn," sagði ketillinn glaður. BIBLÍUMYNDIR 1. Hann kom þá aftur til Kana í Galíleu ... Og þar var komumaður nokkur, og lá sonur hans sjúkur í Kapernaum. Þegar hann frétti, að Jesús væri kominn frá Júdeu til Galileu, fór hann til hans og bað hann að koma og lækna son sinn, því að hann lægi fyrir dauðanum . . . Jesús segir við hann: Far þú, sonur þinn lifir. 2. En á heimleiðinni mættu honum þjónar hans og sögðu, að drengurinn hans væri lifandi. Þá spurði hann þá að, hve nær honum hefði farið að létta; og þeir sögðu við hann: I gær um sjöundu stund fór sótthitinn úr honum. Þá sá fað- irinn, að það var á þeirri stundu, er Jesús hafði sagt við hann: Sonur þinn lifir. 3. En í Jerúsalem er við sauða- hliðið laug, sem kallast á hebresku Betesda . . . En þar var maður nokk- ur, sem sjúkur hafði verið í þrjátíu og átta ár . . . Jesús segir við hann: Rís upp, tak sæng þína og gakk. Og jafnskjótt varð maðurinn heill, tók upp sængina og gekk. 4. Og hann kallaði hárri röddu: Lazarus, kom þú út! Og ,hinn dáni kom út, vafinn líkblæjum á fótum og höndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.