Vikan


Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 7

Vikan - 07.08.1947, Blaðsíða 7
VTKAN, nr. 32, 1947 7 Ofan t. v. Frances Winter vann oftast matreiðslukeppni allra kvenna í Madrid. Hún dó þó úr hægðatregðu. T. h. Þótt apar og slöngur hafi verið erkióvinir frá upphafi vega eru þó Billy chimpansinn í dýragarð- inum í Los Angeles og ein pythonslangan þar, mestu mátar. Það er talið afar sjaldgæft fyrirbrigði. Að neðan t. h. Margir Indíánar í N-Ameríku eru svo frumstæðir að þeir hafa ekki enn lært að nota járnverkfæri. Að n. t. v. I Þýzkalandi var hægt að losna úr hjónabandi um ákveðinn tíma. Það voru nokkurskonar bráðabirgðaskilnaðir. Veiztu þetta — 3» Jfeíd# Falsaðir peningar Framh. af hls. Jf. fyrir verzlunina, og það gat ég ekki stað- izt. Jæja, ef „Spurrehögen“ er ekki til sölu, þá hjálpið þér mér að finna aðra fleytu við tækifæri.. „Með stærstu ánægju!“ „Mér þætti gaman að fá að sjá vélamar í „Spurvehögen...“ „Þér getið séð allt, sem yður langar til. Þér eruð allstaðar velkominn." „Er það ekki skrítið? Sjómönntnn — bæði hásetum og vélamönnum — er það mjög á móti skapi, að venjulegir land- krabbar — eins og ég séu að snuðra í kringum þá og litast um.. “ „Þetta er mitt skip. Þér eruð gestur minn og getið farið hvert sem þér viljið hér um borð.“ „Þúsund þakkir! Þér emð mjög gest- risinn, Rinda!" „Það er mér meðfætt!“ Daginn eftir kom Ahab Smith aftur, og þegar þeir tóku sér hvíld við spilamensk- una, fór hann að skoða vélamar. „Hann hefir vit á vélum,“ sagði véla- meistarinn við Leon Rinda. „Það þori ég að ábyrgast, og hann hafði nefið niðri í öllu. Hann heyrði hávaðann frá Ander- son...“ „Hver f jandinn ...“, hrópaði Leon æst- ur. „Verið rólegir. Ég sagði, að það væri vatnsdælan í gangi...“ „Og hvað sagði hann?“ „Að það væri hægt að telja honum trú um allt.“ Þegar Ahab Smith kom heim á hótelið þetta sama kvöld, sagði hann við manninn, sem beið eftir honum: „Taktu vel eftir, Twenge! Það er mjög áríðandi, að báðir skipstjórarnir séu af þeim útvöldu, og að þeim takist vel áreksturinn. Einnig verða allir um borð að vera fyrsta flokks sund- menn, sem geta látið skipsbrotið líta sem eðlilegast út. Hinir tveir bátamir verða að halda sig 1 hæfilegri fjarlægð, þangað til hið rétta augnablik kemur. Munið að merki mitt er: sundurrifnir pappírsmiðar, sem ég kasta fyrir borð — og siglið eins og elding." „Ég skal sjá um að þessu verði fram- fylgt, Sugars,“ svaraði Twenge, sem virt- ist alveg gleyma því, að maðurinn er hann talaði við, héti Smith. Ahab Smith borðaði daginn eftir morg- unverð um borð í „Spurvehögen." Hann vildi endilega kaupa skipið, og hagaði sér eins og skóladrengur, sem hefir eignast nýtt leikfang. Leon Rinda hafði sýnt hon- um skipið — hátt og lágt — en smám saman þreyttist Leon á þessu. Till allrar hamingju var Smith ekki í þeirra manna tölu, sem fyrtast, þegar þeir em látnir vera einir. Leon hneig niður í einn af stólimum á þilfarinu til þess að hvíla sig. Smith var af tilviljun í vélarklefanum, þegar hann leit út um kýraugað og sá, að tveir móturbátar sigldu fram hjá til þess að finna góðan stað, þar sem þeir gætu haldið kyrru fyrir og horft á kappsigling- una, sem innan skamms átti að fara fram. „Nú á að halda nýja kappsiglingu," sagði hann við vélameistarann. „Já, það er svo sem nóg af þeim,“ svar- aði hinn súr á svip. Smith stakk hugsandi hendinni í vas- ann og tók upp nokkur blöð. „Gamlir reikningar,“ tautaði hann um leið og hann reif þau sundur í smásnepla. „Bara að þeir séu greiddir," muldraði vélameistarinn aðeins til að segja eitt- hvað. „Hvað sögðuð þér,“ spurði Smith og virtist vakna af dvala. „Mér heyrðist, að þér væmð að tala um gamla reikninga." „Nú-nú,“ svaraði Smith og kastaði blað- sneplumnn út um kýraugað. „Já, það er gagnslaust að geyma slíkt. Meistari, þér lofuðuð að sýna mér nýja olíukyndarann." „Gjörið þér svo vel, hann er héma,“ svaraði vélameistarinn þurrlega. Hann langaði helzt til að slá þennan Smith í rot, en Leon Rinda hafði gefið stranga skipun um, að honum væri sýnd fyllsta kurteisi. 1 gegnum kýraugað heyrðu þeir brak, og í sömu svipan öskmðu vélamennimir: „Halló, meistari! Tveir mótorbátar hafa rekizt á, annar þeirra er í þann veginn að sökkva.“ Vélameistarinn varð fyrstur manna upp Framhald á bls. 14. „Þetta er ág-ætt; ég kæri mig ekki um að verða svo falleg, að ég geti ekki losnað við hann, þegar ég er búin að ná í hann.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.