Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 14

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 46, 1947 einmitt þetta tímabil,“ hélt Mason áfram hinn rólegasti. „Því að á milli klukkan 10 og 10% var ofurstinn — myrtur“ „Myrtur!“ „Já, myrtur, Collins!“ „Það — það getið þér ekki sannað.“ „Jú, með hjálp manns að nafn Isaac Newton. Hann dó raunar fyrir nokkrum öldum, en sannar þó mál mitt. Sjáið þér til, Collins, ég hefi eytt öllum deginum við að komast að raun um, hve langan tíma sama vatnsmagn og ofurstinn notaði til að baða sig í, er lengi að kólna í kerinu. Merritt keypti fyrir mig hitamæli og blöð, og hér er svo árangurinn." Mason rétti fram stórt blað, en á það var teiknað hitalínurit og tölur. „Vinur okkar hann Newton uppgötvaði að efni kólna með jöfnum hraða 'við óbreyttar aðstæður. Þetta línurit sýnir hversu fljótt baðvatn ofurstans var að kólna í morgun.“ „Hvað kemur mér þetta við?“ spurði Collins. „Það snertir yður ekki svo lítið. Klukk- an 12,15 var baðvatn ofurstans 33° heitt. Og það var of heitt. Ef það gat verið svona heitt á þessum tíma, þá hlaut það að hafa verið 56°, þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í níu. Enginn mannlegur líkami getur þolað svo heitt bað. Það undarleg- asta af öllu, Collins, er, að ef baðkerið er fyllt af 40° heitu vatni á milli kl. 10 og 10% væri það kólnað niður í 33° klukkan 12,15!“ „Það skil ég ekki.“ „Einhver, sem ekki getur gert grein fyrir sér á þeim tíma, Collins, hefir komið inn í íbúðina lamið ofurstann í höfuðið, fyllt kerið heitu vatni og komið ofurstan- um fyrir í því. Það er hægur vandi að rjóða blóði á ofnbrúnina. Það getur vel verið að ofurstinn hafi farið í fyrra bað sitt þegar klukkuna vantaði 20 mín. í níu. Sennilega hefir hann einnig borðað morgunverð sinn — það er hægur vandi að leggja á borðið aftur. En þessum, sem þetta framdi, sást yfir eitt. Hann gleymdi að baðvatn, sem er heitt klukkan 15 mín fyrir 9 á að vera kaldara kl. 12,15 en vatn, sem er heitt klukkan 10. Hann hefði ekki átt að hafa baðvatn ofurstans svona heitt.“ Collins reis á fætur. Hann var náfölur í framan og andstuttur af skelfingu. „Þér getið ekki — sakað mig um þetta! Það hefir ekki verið til betri húsbóndi en ofurstinn —“ „Hver hefði getað þekkt venjur ofurst- ans betur en þér —?“ Collins reikaði, en allt í einu stökk hann sem æðisgenginn að dyrunum. „Grípið hann, Merritt!" Merritt hélt Collins föstum. „Jæja — það var ég. Hann komst að því að ég dró undan peninga og hann ætlaði að reka mig. Eftir fimmtán ára þjónustu og þess vegna —“ „Ég vil vekja athygli yðar á, Collins," 400. krossgáta Vikunnar Lárétt skýring:: 1. Þyngdareining. — 3. gata í Rvík. — 13. knúði. — 15. mót. — 16. hvíldir. — 17. þíða. — 18. bandvitlausan. — 20. hýði. — 21. sundurþykk- is. — 24. fálætis. — 27. íhugar. — 29. hvatn- ing. -— 31. hás. — 32. klukkna. — 33. hreinn góðmálmur. — 35. skurð- artæki. — 36. sk. st. 38. íorfaðir. — 39. gæfa. — 40. sk. st. — 41. sting. — 42. saur. — 44. harðn- eskjuleg. — 47. tákn. 48. mörg. — 49. sopa.'— 50. verðmæti. — 52. hnupl- aði. — 53. víkur. — 55. hljóðláta. — 57. klínd í brauðefni. — 59. hrós. —• 61. hringferðin. — 62. jafni. — 63. vaggi. — 64. draslarapiltinn sk. st. 65. Lóðrétt skýring: 1. gálgatimbrið. — 2. endi. — 4. fiskafeiti. — 5. nið. -— 6. dúkur. — 7. forsetning. — 8. tímabil. — 9. úrræði. — 10. sængurefni. — 11. málmur. — 12. ending. — 14. lúin hönd. — 18. lítið dýpi við land ef. — 19. rugli. — 22. hljóðstafir. — 23. býli í Þingeyjarsýslu. 25. syndakvittun. — 26. flýtir. — 28. sönglag. —• 30. orðvond. — 34. ómarga. — 35. ávöxtur. — 37. egg. — 40. fagur- lega gerður (dúkur). — 43. tilkoma. — 44. ljótt. — 45. tangi. — 46. taflmeistari. — 48. klaufsk. — 51. titill. — 54. þessleg. •—• 56. fljótsendi. — 57. teygði. — 58. straumur. — 60. stólpi. — 61. hæð. — 62. sjór. Lausn á 399. krossgátu Vikunnar. Lárétt: — 1. hól. — 3. hark. — 7. guggin. — 12. óartarangar. — 15. fegra. — 17. kom. ■— 18. grasa. — 20. flugur. — 22. sal. — 24. mun. — 25. öln. — 26. kaus. — 28. ólatir. — 31. ri. — 32. ósum. — 33. snör. —- 34. la. — 35. sem. — 37. frækin. — 39. elg. — 40. ætist. — 42. ári. — 43. dáðin. — 45. syn. — 46. vaðals. •— 49. man. — 50. kr. — 51. sæla. — 52. dára. — 54. gá. — 56. akstri. — 58. sili. — 59. eir. — 60. Una. — 61. nót. — 63. aflinn. — 65. hraun. — 67. laf. — 69. fórna. — 70. trafakeflið. — 73. fataða. — 74. átti. — 75. uni. Lóðrétt: 1. hafför. — 2. lógun. — 3. hrauks. 4. at. — 5. rak. — 6. kross. — 7. gn. — 8. ugg. ■— 9. garmar. — 10. grant — 11. nóa. — 13. arg. — 14. ama. — 16. ellistyrkur. — 19. snillinginn. — 21. rauf. —- 23. lóni. — 27. umráða. — 29. lönd. •—• 30. ragn. — 32. óms. — 33. skiídi. — 36. ein. — 38. æra. — 39. eða. — 40. æska. — 41. tvær. — 44. áma. — 47. alin. — 48. sála. — 51. staura. ■—• 53. riffli. — 55. ámaði. — 57. snatt. — 58. staka. — 59. eirðu. — 62. óla. — 64. lói. — 65. háf. — 66. nað. — 68. fet. — 71. fa. — 72. ft. Felumynd Hvar er strákurinn, sem maðurinn ætlar að f lengja ? greip Mason fram í, „að allt sem þér segið hér verður notað í ákærunni seinna.“ En Collins heyrði ekki til hans. Það var liðið yfir hann. Merritt löregluþjónn brosti biturt. „Nú er röðin komin að honum að fara í heita vatnið — og það vatn kólnar ekki.“ Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Á Akropolis-hæðinrii í Aþenu í Grikklandi. 2. 6144. 3. 95 km. 4. Leonardo da Vinci, árið 1480. 5. 0,0309 rúmmetrar. 6. 1530 (á Celcius). 7. Með bókstöfunum Cu. 8. 11.506.000. 9. Prægur fiðluieikari og tónskáld, uppi 1784— 1859. 10. 2—5 vetur. Guð skapaði heiminn á sex dögum og hvíldi sig siðan. Þvínæst skapaði hann manninn og hvíldi sig aftur. Loks skapaði hann konuna, en síðan hefir hvorki maðurinn, konan, né nokkuð annað getað hvílt sig. Billinn stanzaði og ungi maðurinn skreið und- ir bílinn til að gera við það sem bilað hafði. Hann var svo lengi að stúlkan varð óþolinmóð og sagði: „Óskaplegan tíma ertu að þessu Georg ég skal koma og hjálpa þér!“ Síðan skreið hún líka undir bílinn. Nokkru síðar kom lögregluþjónn til þeirra og sagði: „Afsakið, en einhver hefir stolið bílnum yðar“. Það er bjartsýnismaður sem ætlar sér að reka bílastöð í Fenyjum!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.