Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 46, 1947
9
Fré tta myn dir
Mynd þessi er tekin í símastöð þinghússins í
Washington í Bandaríkjunum meðan á verk-
falli simastúlkna hjá hinum stóru símafélög-
um landsins stóð. Þessar stúlkur eru opinberir
starfsmenn og gerðu því ekki verkfall. Og
hafa þær hengt upp í salnum áletrunina „Busi-
ness as usual" (opið eins og venjulega).
Mynd þessi er af amerískri konu með 18 mánaða barn sitt. Barnið er það
sem kallað er „blátt barn", þ. e. það þjáist af vissri tegund hjartasjúk-
dóma, sem veldur bláleitum hörundslit. Mæðgurnar voru nýlega á ferð í
flugvél milli tveggja stórborga í Bandaríkjunum, þegar barnið varð
skyndilega alvarlega veikt. Flugvélin settist þegar á næsta flugvöll og
farið var í skyndi með barnið á sjúkrahús. Sem betur fór leið kastið hjá,
og er myndin tekin eftir að mæðgurnar komu heim til sín.
Mynd þessi er tekin, þegar Andrei A. Gromyko,
fuUtrúi Rússa á þingi Sameinuðu þjóðanna,
er að halda ræðu í öryggisráðinu. Hann ér
að tala um hjálp Bandaríkjanna til handa
Grikkjum og Tyrkjum.
Truman forseti og nokkrir háttsettir opinberir starfsmenn horfa á hersveitir gagna niður Constit-
ution Ave (Stjórnarskrástræti) fyrir framan þinghúsið í Washington á hátíðisdegi hersins. A efri
myndinni sjást, með forsetanum, frá vinstri: Harriman verzlunarmálaráðherra, Leahy flotaforingi
Clinton Anderson landbúnaðarráðherra, Robert Patterson, hermálaráðherra og John Snyder fiár-
málaráðherra. Hergangan stóð yfir 4 einá klukkustund og tóku 7000 hermenn þátt í henni.