Vikan


Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 3

Vikan - 13.11.1947, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 46, 1947 Jóit Stefánsson listmálari Framhald ¦af forsíðu. íslenzk myndlist á sér ekki langa sögu. Fyrir síðustu aldamót höfðu aðeins tveir Islendingar getið sér orð sem listmálarar, þeir Sigurður Guðmundsson, sem lézt árið 1874, og Þórarinn B. Þor- láksson, dáinn 1924. En upp úr aldamótunum koma nýir málarar fram á sjónarsviðið hver á fætur öðrum. Aldamótaárið hefur Ás- grímur Jónsson nám sitt við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Sama ár kemur Jón Stefánsson til Danmerkur og fjórum árum síðar byrjar hann nám sitt við málaraskóla Zahrtmanns. Sjö ár- um seinna hefur Kristín Jónsdóttir nám við Listaháskólann, og um það bil sem hún er að ljúka þar námi, byrjar Jóhannes Kjar- val námsferil sinn við sama skóla. Um svipað leyti eru einnig við listnám í Kaupmannahöfn Guðmundur Thorsteinsson og Júlíana Sveinsdóttir. A eftir þessari fyrstu málarakynslóð koma þeir svo hver af öðrum: Gunnlaugur Blöndal, Jón Þorleif sson, Finnur Jóns- son, Guðmundur Einarsson, Gunnlaugur Scheving, Þorvaldur Skúlason og margir enn yngri, sem ekki verða taldir hér. sumars, þá nýlega fædda, þeim fannst of fyrirhafnarmikið að hafa hana með heim, og ætluðu að taka hana næst, þegar þeir kæmu — en þeir komu aldrei aftur. Móðir Jóns var Ólöf Hall- grímsdóttir, í ætt við Jónas Hallgrímsson. Jón fékk snemma mjög ríkan áhuga á myndum og byrjaði ungur að teikna. Myndirnar, sem hann hafði aðgang að, voru einkum í dönskum myndablöð- um. Móðir hans hvatti hann til að teikna, af því að hún hafði gaman af því, en ekki af því að hún ætlaðist til að hann yrði listmálari. Þrettán ára gamall varð hann fyrir því slysi að handleggsbrotna á hægri hand- legg. Berklar komust í brotið qg varð hann að ganga með höndina í fatla í mörg ár. Gat hann þá ekkert fengizt við teikningu á méðan. Árið 1900 lauk Jón stúdents- prófi við Latínuskólann í Reykjavík og sigldi um haustið til Kaupmannahafnar í því skyni að stunda verkfræðinám. Jón listmálari Stefánsson. Það sem hér fer á eftir um æfiferil Jóns Stefánssonar er að mestu tekið úr bókinni „Mal- eren Jón Stefánsson" eftir Poul Uttenreitter, en hún kom út í Kaupmannahöfn 1936. Jón er fæddur á Sauðárkróki 22. febrúar 1881. Faðir hans var Stefán Jónsson verzlunarstjóri, sonur Jóns Hallsonar prófasts. Móðuramma föðurmóður Jóns var hollenzk. Hollenzkir sjó- menn létu hana á land síðla Kona á Islenzkum búningi (Ljósm.: Kaldal) En námið átti ekki við hann og hætti hann því eftir stuttan tíma. Áður en Jón fór til Dan- merkur hafði móðir hans lagt ríkt á við hann, að hann skyldi læra að teikna. Það var eitt af því síðasta, sem hún lagði hon- um á hjarta, því að þegar hann kom heim tveim árum síðar var hún dáin. Veturinn 1903—04 var hann í „Teknisk Skole," en árið eftir fór hann í málaraskóla Zahrt- manns. Þetta ár og næsta á eftir bjuggu þeir saman Jóhann Sigurjónsson og hann og tókst með þeim góð vinátta. Þeir höfðu einnig verið saman í Latínuskólanum, en Jóhann einum bekk á undan. I skóla Zahrtmanns var Jón þangað til 1908. Það sumar fór Nhann til Noregs með norska málaranum Henrik Sörensen og dvaldi sumarlangt í Lille- hammer meðal sænskra og norskra málara. Um haustið fór hann til Parísar' til að sækja um inngöngu í málaraskóla Henri Matisse, hins kunna, franska málara. Faðir Jóns hafði öll þessi ár kostað nám hans, þó að hann hefði sennilega kosið að Jón hefði valið sér troðnari slóðir. En þegar Jón vildi fara til framhaldnáms í París, sendi Pramhald á bls. 7. Strokuhesturinn (Ljósm.: Kaldal) Viltir svanir. Málverk þetta var gefið Friðrik Danakonungi, er hann var krónprins. (Ljósm.: Kaldal).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.