Vikan


Vikan - 11.12.1947, Síða 10

Vikan - 11.12.1947, Síða 10
10 VTKAN, nr. 50, 1947 HEIMILIÐ Heimagerðir hlutir. E Jólabakstur. Laufabrauð. 1 kg. hveiti, 1 Yz teskeið lyfti- duft, 1 teskeið salt, 5—6 dl. mjólk. Fita til að sjóða í. Mjólkin er soðin. Hveitið er sett á borð, þar í er blandað salti og lyftidufti, og nú er mjólkinni, sem er sjóðandi heit, hrært L Hrært þar tii þetta er alveg jafnt, en á þó að vera vel þykkt. Þá er deigið hnoðað, þar til það er gljáandi, hart og sprungulaust, en það má ekki fest- ast við borðið. Það á að vera seigt og hart. Mótað í lengjur, sem skorn- ar eru í jafnstóra bita. Bitarnir hnoðaðir milli handanna í jafnar kök- ur, sem eru breiddar svo þunnt út, sem mögulegt er. Þá er kakan tekin undan diski og skorin út í alls kon- ar laufaskurði. Kökumar eru soðn- ar í feiti við mikinn hita og eiga að vera Ijósbrúnar. Smjörhringir. 200 gr. smjör. 200 gr. hveiti, % egg, 2 matsk. sykur, 50 gr. möndlur. Smjörið er mulið í hveitið, svo það verði jafnt, og því hnoðað saman, en það verður að taka laust á því, ann- ars verður það feitt. Látið á kaldan stað um stund. Heitt vatn er sett á möndlurnar og þær saxaðar gróft og blandað saman við sykurinn. Eggið hrært saman við. Deiginu skipt í fjóra parta og hnoðaðar kökur, sem breidd- ar eru út. Það á að vera mjög þykkt. Tekið undan glasi og innan úr hverri köku er tekið með stórri fingurbjörg svo að myndast hringir, sem smurðir eru með eggi og dýft ofan í sykur með möndlum og sett á kalda plötu. Bakað ljósbrúnt við mikinn hita. Marengskaka. 3 eggjahvítur, 9 matskeiðar sykur (sléttfullar), 200 gr þeytt- ur rjómi, 1—2 epli, dálítil vanilla Eggjahvltumar em stífþeyttar, sykrinum blandað saman við og allt þeytt um stund. Slðan er froðan smurð I tvö kringlótt kökuform. Bakað við mjög hægan hita þar til kökurnar eru orðnar þurrar. Kök- umar em geymdar í blikkkassa, þar til þær em notaðar. Einum klukku- tíma áður en kakan er borin fram, er þeytti rjóminn, blandaður með eplamauki og vanillu, smurður á milli. „Beizli“ handa barninu. tJr leðuról eða nokkrum striga- ræmum er hægt að búa til snoturt „beizli" handa barninu, til að hjálpa því við að taka fyrstu sporin. Ólarn- ar er hægt að fá saumaðar saman hjá skósmið eða gera það sjálfur I vél. Framan á „beizlið" eru saum- aðar myndir. Geymsla loðskinna. Þið megið ekki geyma refinn ykkar öðruvisi en að leggja hann yfir papparúllu, sem saumað er utan um með mjúku efni. Rúllan er búin vír til að hengja hana upp á (sjá myndina). Loðskinn þarf að geyma á góðum stöðum og ekki má láta liggja ofan á þeim, þvi að þá bælast á þeim hárin. öðru hverju þarf að hengja þau út, viðra og bursta vand- lega. TIZKUMYND Einfaldur kjóll úr rósóttu silki. ^jjilllllMiiMMMiiiiMMiMMMMMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiMimMiimmmmmmmiimmmiimimmmiMmmiiimmmmmmmimmimiMmmmmmmmmmimmmmimimimiimmmiimMMmmMiimmmiiimiMmimmmmimmmmMi I PÉTUR HAUKUR I Jólabók allra drengja Bláu bækurnar eru uppáhaldsbækur allra drengja og unglinga. Bláa jólabókin í ár heitir Pétur Hauk- ur. Sagan af Pétri Hauk er skemmtileg, spennandi og heilbigð. Pétur Haukur lendir í mörgum hættum og ævintýrum. Ræningjar ráðast á hann, hann berst við villidýr, sigrár á íþróttamóti og hefnir að lokum föður síns. Pétur Haukur er piltur að skapi íslenzkra drengja, og því mun sagan af Pétri Hauk verða þeim kærkomin jólagjöf. Bokf ellsútgáf an

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.