Vikan


Vikan - 22.01.1948, Side 11

Vikan - 22.01.1948, Side 11
VIKAN, rir. 4, 1948 11 — Framhaldssaga: —--------------------------- Hver var afbrotamaðurSnn? 25 Sakamálasaga eftir Agatha Christie Frederick Bosner var ungxir, þegai' hann gekk að eiga Lovísu sína og hann bar til hennar á- stríðufulla ást, sem einungis kona eins og frú Leidner getur vakið. Hún svíkur hann — og hann er dæmdur til dauða. Hann kemst undan, en lendir í járnbrautarslysi, og þar tekst honum að komast yfir vegabréf og önnur skjöl, sem til- heyra ungum, sænskum fomleifafræðingi, að nafni Eric Leidner. Hann lætur skjöl sín og skírteini í vasa þessa manns í staðinn, og þar eð lík hans er svo skaddað, að það er óþekkjanlegt, eru allar líkur til þess, að hknn verði grafinn sem Frederick Bosner. Hver er nú hugur þessa nýja Eric Leidners gagnvart konunni, sem sveik hann ? Fyrst og fremst má geta þess, að hann elskar hana enn. Hann ásetur sér að byrja nýtt líf, leggur stund á fornleifafræði óg veitist það létt, því maðurinn er miklum gáfum gæddur. Hann heldur uppi fyrirspumum um konu sína sem var, og hann er fastráðinn i því, að hún skuli aldrei tilheyra neinum öðrum en honum. Þegar hann telur nauð- syn til bera, þá sendir hann henni hótunarbréf. Hann reynir að stæla rithönd hennar sjálfrar, ef svo færi, að hún afhenti lögreglunni bréfin til rannsóknar. Það kemur mjög oft fyrir, að konur taka upp á því að skrifa sjálfum sér nafn- laus hótunarbréf, og það er því líklegt, að lög- reglan telji þessi bréf þannig til komin, þegar hún athugar skriftina á þeim og ber hana sam- an við rithönd kærandans. Hann forðast allt í bréfum þessum, sem gefið gæti beinlínis til kynna að Frederick Bosner sé á lífi, svo frú Leidner veit ekki með vissu, hvort hann skrifar bréfin sjálfur, eða einhver annar, hvort hann er lifs eða liðinn. Mörgum árum seinna álítur hann loksins að honum sé óhætt að nálgast hana að nýju. Allt gengur vel. Konuna hans gmnar alls ekki hver hann er. Hann er orðinn þekktur maður, mið- aldra og hefur látið sér vaxa skegg. Þau giftast á nýjan leik, og þá Iiemur ekkert hótunarbréf. En hvemig á þá að skýra það, að seinna taka bréfin upp á að koma? Ég býst við, að þetta hafi verið varúðarráð- stöfun hjá dr. Leidner. Það var mjög hætt við, að frú Leidner mundi kannast við dr. Leidner sem fyrri eiginmann sinn, ef ekki var gætt allr- ar varúðar. Með þessum seinni bréfum sínum vill dr. Leidner láta líta svo út, að dr. Leidner og Frederick Bosner séu tvær ölíkar persónur. Litlu síðar em hjónin hætt komin vegna gaseitmnar í íbúð þeirra — en það var verk Leidners, eins og gefur að skilja, gert í þeim tilgangi, að leggja áherzlu á hótunina, sem í nafnlausa bréfinu lá. Þegar þessu var lokið, þóttist dr.Xeidner hafa gengið svo frá öllu, sem bezt varð á kosið. Nú þurfti ekki að senda fleiri hótunarbréf. Þau iifðu hamingjusömu lífi um tveggja ára bil. En þá skeður það einkennilega, að hótunar- ^bréfin fara að berast á nýjan leik. Hvemig stóð Ilú á þessu? Bréfritarinn hafði sagt, að frú Leid- ner skyldi aldrei tilheyra neinum öðrum en Fredo- rick Bosner. Þessi hótun bréfritarans hafði aldrei komið að ástæðulausu — og svo var heldur ekki nú. Frú Leidner hafði nefnilega fallið fyrir Ric- hard Carey. Strax og dr. Leidner hafði komizt að þessu, fór hann að undirbúa glæp sinn af mestu ná- kvæmni og með köldu blóði. Ungfrú Leatheran var ráðin hingað. Það var mjög mikilvægt atriði í undirbúningnum. Það var nauðsynlegt að tryggja sér vitni einhvers,-' sem vit hafði á slíku, að frú Leidner hefði verið myrt iyrir klukkutíma, þegar dr. Leidner kom inn í herbergi hennar og að dr. Leidner hefði verið uppi á þaki allan þann tíma og meira til. Utlærð hjúkmnarkona hlaut að geta séð, að dr. Leidner hafði ekki myrt konu sína, þegar hann fór inn í herbergið hennar, ef einhverjum hefði dottið það í hug, því það mundi ekki leyna sér fyrir þeim, sem vit hefðu á, að frú Leidner hafði dá- ið fyrir um klukkustund. Með því að gera ráð fyrir þessari lausn máls- ins, koma öll atriði heim hvert við annað. Eitt atriðið er til dæmis hið þvingaða andrúmsloft, sem hér ríkti. Flest allri, sem ég spurði um á- stæðima til þess, vildu kenna frú Leidner um þetta, en ég sá strax, að það gat ekki verið ein- göngu henni að kenna. Ámm saman hafði ríkt hér hið bezta samkomulag, og þegar nú þetta breyttist, skelltu allir skuldinni á frú Leidner, sem ekki hafði verið hér fyrr. Að mínu áliti er félagslyndi og samkomulag alltaf komið undir foringjanum. Dr. Leidner var foringinn hér — og hlaut sú breyting, sem á var orðin, að vera honum að kenna, Og þetta hefur líka komið á daginn. Þótt dr. Leidner reyndi að vera vingjam- legur og göfugmannlegur, eins og hann hafði ver- ið áður, þá tókst honum það ekki fyllilega, því undir niðri bjó hann yfir hræðilegri ákvörðun — þeirri, að myrða konu sína, sem enn á ný hafði reynzt honum ótrú. Við skulum þá snúa okkur að síðara morðinu — morðinu á ungfrú Johnson. Þegár hún var að taka til í skrifstofu hans þarna um kvöldið (hún hafði gert þetta óbeðin, til þess að hafa eitthvað fyrir stafni), þá rakst hún á uppkast að nafnlausu bréfi. Þetta hefir komið henni mjög á óvart og bakað henni óberandi sorg. Dr. Leid- ner hafði þá sjálfur verið að hræða konu sína með þessum hótunarbréfum! Hún skilur þetta ekki — hún trúir því varla, að þetta geti verið — en samt sem áður kemst hún í svo mikla geðs- hræringu, að hún brestur í grát. Þá var það, að ungfrú Leatheran kom að, henni að óvörum. Ungfrú Johnson hefir líklega ekki gmnað strax þama um kvöldið, að dr. Leidner hafi myrt konu sína sjálfur, en hún hefir án efa farið að hugsa um, hvað það var skrítið, að þau skyldu nafa heyrt til mín, þegar ég rak upp sársaukaveinið í herbergi séra Lavignys. Hún hefur þá komizt að þeirri niðurstöðu, að ef hún kunni að hafa heyrt í frú Leidner, þegar hún var myrt, þá hljóti glugginn á herbergi hennar að hafa verið opinn, en ekki lokaður, þegar hún fékk höggið. Hún sér, að þetta hlýtur að hafa verið þannig, en hún skil- ur ekki enn, hvernig í öllu liggur. Hún fer að hugsa um þetta — og hefir án efa ymprað á þessu eða nafnlausu bréfunum við bezta trúnaðarmann sinn, dr. Leidner. Hún sér, að honum bregður og henni þykir það einkenni- legt, því auðvitað getur dr. Leidner ekki hafa myrt konu sína, hugsar hún. Hann var uppi á þaki allan tímann! En svo fer hún sjálf upp á þak eitt kvöldið og er að hugsa um þetta allt — og þá sér hún skyndilega fyrir sér, hvernig þetta hefir i raun og vem farið fram. Frú Leidner hefir verið myrt af eiginmanni sínum, enda þótt hann hafi verið allan tímann uppi á þakinu. Ungfrú Leatheran kemur að henni þarna uppi. Ungfrú Johnson reynir að dylja tilfinningar sin- ar, en það tekst ekki, og þá grípur hún til þess, að villa ungfrú Leatheran sýn, horfir fram í garð-. inn og segist hafa komizt að því, hvernig hægt sé að komast inn í húsið, án þess nokkurn gruni neitt. Hún neitar að segja meira, hún verði að ‘hugsa málið’. Veiztu þetta Mynd efst til vinstri: Einu sinni varð sá, er gafst upp í orustu, að láta af hendi hatt sinn, en ekki sverð. — Mynd að ofan í miðju: Lúsategund ein, sem ber með sér skrúfmyndaða bakteríu hitasótt- arinnar „febris recurrens“, getur lifað í fimm ár án næringar. — Mynd efst til hægri: ,,Halinn“ á halastjömunni miklu 1843, er sá sá lengsti, sem getið er um, eða 180,000,000 mílur — tvisvar fjar- lægðin milli jarðar og sólar. — Mynd í miðju að neðan: Einn f jórði hluti af komuppskeru Rúss- lands er af sléttum Ukrainu. — Mynd að neðan til hægri: Kál, laukur og seljurót missa steinefni sín, ef þau eru soðin meir en ann- að grænmeti.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.