Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 4
4
VTKAN, nr. 13, 1948
HROSS í HACA.
Þau stóðu í höm undir hestaskjólinu,
sem eitt sinn hafði verið hróflað upp þama
á miðjum mýrarflákanum; um annað af-
drep var ekki að ræða hér á láglendinu.
Byrgi þetta var ekki stærra en svo, að
aðeins tíu til tólf hross gátu haft var und-
ir því, ef þau stóðu í þéttum hnapp.
Það er hryssingskaldi, hregg og storm-
ur, og jörðin hulin snjó og klaka. Haust-
veðráttan hefir sett mark sitt á hrossin.
Þau eru orðin úfin og dyrgjuleg. Folar,
sem í sumar höfðu hlaupið um hagana
stroknir og gljáandi, em nú lubbalegir og
leggjadigrir. Ungar hryssur, sem ekki hafa
ennþá íílotið þá lífsreynslu, að eignast af-
kvæmi og eru af þeirri ástæðu jafnaðar-
legast mjóslegnar og rennilegar, em nú
vambsíðar, og ellilegar til augnanna. Það
er eins og bólgulopi hafi sigið fram á snopp-
ur hrossanna, og ennistopparnir eru vaxn-
ir niður fyrir augu þeirra.
Flest hrossin standa hreyfingarlaus og
hengja hausana, með hálflokuð augun, og
neðrivararflipinn virðist óeðlilega þungur;
hann slapir niður og gerir ólundarsvip á
munn þeirra, eins og þau séu í fýldu skapi
eða ætli að fara að beygja af og gráta.
Bleikur, þrevetur foli, sem yztur stend-
ur undir byrginu annars vegar, er ókyrr
og reynir að mjaka sér betur í skjólið.
Hann glefsar í hnén á grárri hryssu, sem
næst honum stendur, eins og hann vilji
með því fá hana til að hliðra ofurlítið
til fyrir sér.
Jarpur klár, sem stendur 1 miðjum hópn-
| VEIZTU —?
1. Ur á að draga upp á morgnana áður
en eigandinn tekur til starfa. Hvers
vegna?
2. Hver var Pietro d’Abano og hvenær
var hann uppi?
3. Hve há er íbúatala Belgíu?
4. Hvað heitir myntin ,í Ástralíu ?
5. Hver er stærð Evrópu?
6. Hvað heitir höfuðborg Kanada?
7. Hvenær ferðuðust Jón skólameistari
Þorláksson og Ludvig Harboe um Is-
land til þess að athuga menntunar-
ástandið ?
8. Á hverju lifir moldvarpan aðallega?
9. Hver er Riccardo Bacchelli og hvenær
er hann fæddur?
10. Hvenær sögðu Englendingar og Frakk-
ar Þjóðverjum stríð á hendur í síðustu
heimsstyrjöld ?
Sjá svör á bls. 14.
Saga sú, sem hér fer á eítir. er úr smá-
sagnasafninu „Eldspýtur og títuprjónar",
eftir Ingólf blaðamann Kristjánsson, frá
Hausthúsum í Hnappadalssýsiu. Eru þetta
tólf stuttar sögur, sem Isafoldarprentsmiðja
gaf út rétt fyrir jó)in, en 1941 komu æsku-
ljóð Ingólfs út og nefndi hann þá bók „Dag-
mál“. Smásagnasafnið hefir fengið ágæta
dóma, efnisvalið er fjölbreytt og víða góð
tök á efni og formi.
um, bítur heiftarlega í lendina á leirljósu,
veturgömlu tryppi, sem fyrir framan hann
stendur. Tryppið hafði ekki átt sér neins
ills von og var í mesta sakleysi að nasa
niður í nýfallið hestatað, rétt eins og það
vildi efnagreina, hve mikið magn af græn-
gresi hefði farið um þarma þess, er hlass-
ið hafði látið eftir sig. — Nú kipptist það
við og hrökklaðist úr skjólinu. Það koni
engum vörnum við svona leiftursókn.
Ekki hafði það hug til að slá aftur
undan sér, eins og það hafði þó oft séð
hin hrossin gera undir svipuðum kringum-
stæðum.
Var líka nokkur von til þess, að það,
svona lítið og vesalt, þyrði að styggja
skapsmuni þessa stóra fullorðna, jarpa
hests, sem í þessum hópi var þekktur að
geðofsa og hrottaskap?
Nei, það bar ekki við að hefna harma
sinna, leirljósa tryppið litla, það sletti að-
eins til taglinu í auðinykt og ráfaði út
á mýrina niður undan hestaskjólinu. Þar
krafsaði það niður í sinuþembuna og leit-
aði eftir grænum stráum undir ísskurn-
inni.
Við þetta atvik er eins og kvik komist
á hin hrossin. Þau lyfta fótunum á víxl
og berja hófunum niður í freðna jörðina.
Þeim er orðið kalt að standa svona hreyf-
ingarlaus.
Brúnt hestfolald heimtar rétt sinn af
móðurinní og fer að sjúga. Það er látið
óáreitt af öllum hrossunum og er í uppá-
haldi hjá þeim. Hross geta verið „barn-
góð“v
Svo virðist, sem jarpi hesturinn, sem
bitið hafði leirljósa tryppið og hrakið það
úr skjólinu, sé eitthvað ekki alls kostar
ánægður ennþá, hafði ekki fullnægt þrá
sinni til að meiða.
Og nú verður fyrir honum fullorðinn,
rauður hestur. Hann nær kjaftfylli í makk-
ann, en Rauður reynir strax að snúa sig
af honum. Jarpi fanturinn heldur sem fast-
ast, og leikurinn berst út á mýrina norð-
ur undan byrginu. Þar tekst Rauð að losa
sig, og hann skvettir um leið upp aftur-
hlutanum með þeim árangri, að hann hitt-
ir með afturfótunum undir kverk Jarps,
svo að það bylur í kjálkunum.
Orustan er á enda, og klárarnir fara
að bíta í mesta bróðerni í móunum''og
krafsa knálega í þúfnakollana.
Nú er eins og Jarpur sé orðinn sáttur
við sjálfan sig og aðra, eftir þessa ágætu
kjaftfylli, sem honum hafði tekizt að ná
í Rauð.
Loks tínast hrossin hvert eftir annað
út á mýrina, snúa lendinni í veðrið og fara
að bíta.
Þegar líður nær kvöldinu, kólnar ennþá
meir, og hryssingurinn vex.
Það er ömurleg tilhugsun, að eiga að
hafast við hér á mýrarflákanum í alla
nótt, eða standa undir þessum byrgis-
garmi. Mikill munur væri nú að mega
standa við stallinn, jafnvel þótt ekkert
væri í honum annað en moð og rekjur.
Húsaskjólið var þó alltaf mikils virði.
Og fullorðnu hrossin, sem húsvön eru,
leggja af stað upp mýrma í humátt heim
að bænum. Folaldsmerin hefir tekið for-
ustuna, og hin hrossin lesta sig í slóð
hennar. Tryppin ganga síðust; þau vilja
fylgjast með hinum eldri og treysta for-
sjá þeirra.
Nú eru engin ærsl í þessu fóthvata ung-
viði, sem á sumrin á það til að hendast
langa vegu með rassaköstum og þöndum
nösum, af eintómri léttúð; kannske ein-
mitt þegar erf iðisvinnuhestarnir eru í hönd-
um mannanna, kófsveittir að streitastundir
þungum heyböggum. Nú eru það hins veg-
ar tömdu hrossín, sem eitthvað líf virðist
vera í. Klárarnir bregða á leik á leiðinni
upp mýrina, en gæta sín þó að skrika ekki
á svellunum. Þeir minnast þess, að þeir
eru ekki járnaðir, og vita, að það dugir
enginn glannaskapur fyrir óskaflajárnuð
hross á freðinni jörð.
Á þessum tíma árs eru öll hlið opin á
girðingunni kringum túnið; þessum bann-
aða reit í gróandanum á vorin og yfir hey-
annatímann á sumrin. Og hrossin ganga
án minnstu lotningar yfir harðar flatirn-
ar og staðnæmast undir heystæðinu við
fjárhúsin. Þar er ágætt skjól, bæði af hús-
unum og heystæðinu, og auðvelt er að ná
í tuggu og tuggu úr garðinum.
Fjármaðurinn hefir lokið við að hýsa
féð og er að gefa því velorðið engjahey
og síldarmél. Hann gælir við skepnurnar,
og ánægjusvipur hins góða hirðis skín úr
andliti hans.
Framh. á bls. 14.