Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 13, 1948
15
PÓSTURINN.
Framh. af bls. 2.
að læra. Hvað vlð þurfum að vera
gamlar og hvað við fáum í kaup.
Með fyrir fram þökk fyrir svarið.
Tvær tilvonandi
Hjúknmarkonur.
Svar: 1 reglugerð skólans segir:
í>ær, sem lokið hafa héraðaskóla-,
gagnfræða-, eða kvennaskólaprófi
með viðunandi vitnisburði, skulu að
jöfnu ganga fyrir öðrum umsækj-
endum, sem jafna mega vera við því
búnar að sanna við sérstakt inntöku-
próf, að þeir hafi kunnáttu I betra
lagi i islenzku, skrift og reikningi,
miðað við kröfu fræðslulaganna. —
Aldurslágmark er tuttugu ár, aldurs-
hámark þrítugt. — Eiginhandarum-
sókn sendist skólastjóra fyrir 1. marz
ár hvert. — Byrjunarlaun aðstoðar-
hjúkrunarkonu (að loknu 3ja ára
námi) eru samkvæmt launalögunum
4800 krónur, auk dýrtíðaruppbótar.
Kæra Vika!
Getur þú gefið mér upplýsingar
um eftirfarandi:
Hvaöa menntunar er krafizt af
þeim, sem leggja vilja stund á veð-
urfræði ?
Er hægt að verða veðurfræðing-
ur hér á landi?
Hvað er veðurfræðinám langt?
Er ekki nokkur hluti þess náms
starf á veðurstofu ?
Þinn einlægur — Þ.
Svar: Við höfum átt tal við veð-
urstofustjóra og fengið hjá honum
nokkrar upplýsingar. Til veðurfræði-
náms er krafizt stúdentsprófs frá
stærðfræðideild. Fullkomnu veður-
fræðinámi er ekki hægt að ljúka hér
á landi. Til þess þarf háskólanám, en
veðurfræðideild hefir ekki enn verið
stofnuð hér við háskólann. En all-
margir stúdentar hafa hafið verklegt
nám hér á veðurstofunni, vinna þeir
fyrir kaupi og geta að loknu þessu
námi orðið starfsmenn hjá veður-
þjónustunni. Eiruiig auðveldar þetta
verklega nám framhaldsnám við há-
skóla erlendis. Fullkomið veðurfræði-
nám við háskóla tekur 4—6 ár, en
allmikið hefir verið um skyndifram-
leiðslu á veðufræðlngum undanfarin
ár vegna mikil3 skorts á þeim. Til
dæmis hefír háskólinn í Stokkhólmi
tveggja ára veðurfræðinámskeið sem
stendur, og munu einhverjir Islend-
ingar vera þar. Allmargir Islendingar
leggja nú stund á veðurfræði, en þörf-
in er mikil og mun fara vaxandi,
einkum ef alþjóðlegur vara-flugvöll-
ur fyrir millilandaflug verður gerður
í Eyjafirði, eins og I ráði mun vera.
Svar til Olivers:
Þetta er mikið vandaniál fyrir 17
ára ungling. Hr því að þú veizt ekki
sjálfur, hvort þú átt að segja já
eða nei, er hið eina rétta að segja
stúlkunni, að þú viljir bíða með að
ákveða nokkuð í tvö, þrjú eða fjögur
ár, þú sért svo ungur, að nógur tími
sé til að ákveða slikt. Ekki er vafi
á, að afstaða ykkar hvors til annars
skýrist þegar frá líður. En jafnframt
ber þér skylda til að sækjast ekki
of mikið eftir að vera með stúlkunni.
Hún þarf, og raunar þið bæði, að fá
tækifæri til að kynnast og umgangast
aðra jafnaldra, en það er mest undir
þér komið; úr því að hún elskar þig
(eins og þú segir), munt þú eiga
auðvelt með að fá hana til að vera
með þér hvenær sem þú vilt, en það
máttu ekki nota þér, á meðan þú
veizt ekki sjálfur, hvað þú villt. —
Hugmynd þín, að það sé hlutverk
karlmannsins að bera fram bónorðið
er hvergi nærri alltaf í samræmi við
reynsluna. Stúlkumar ganga kannske
ekki jafnhreint til verks, en þær hafa
ýms ráð með að koma ár sinni fyrir
borð. Þú þarft því ekkert að láta
það særa karlmannlegt stolt þitt, þó
að hún hafi orðið fyrri til að vekja
máls á þessu.
Ibúar eyjarinnar Sark í Ermar-
sundi em 400, og samþykktu þeir
nýlega að hafna boði um raflýsingu
húsa sinna. Þeir vilja heldur nota
olíuljós áfram.
Hókaverziun ísafoidar
Sagan hans
Hjalta litla
Eftir Stefán Jónsson
Skemmtilegasta unglingasagan, sem
lesin hefir verið í íslenzka útvarpiö.
Engin útvarpssaga hefir hlotið meiri vinsældir en Sagan
hans Hjalta litla, eftir Stefán Jónsson. Dag eftir dag og
viku eftir viku biðu menn fullir óþreyju eftir lestri sögunn-
ar. Og það voru ekki aðeins unglingar, heldur fólk á öllum
aldri, því sagan er fyrir alla.
Nú er sagan af Hjalta litla komin út. Og mun hljóta ekki
minni vinsældir en lestur sögunnar, og veldur þar hvorttveggja,
að margir misstu mcira og minna úr lestrinum, og svo hitt,
að bókin mun vekja ánægju á hverju heimili svo oft sem
hún er lesin. Halldór Pétursson hefir teiknað í bókina margar
ágætar myndir.
Kaupiö bókina í dag.
Lesið hana sjálf
°g gefið hana unglingum
og börnum.
útiisúin, Laugavegi 12, Leifsgöfu 4.