Vikan


Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 13, 1948 11 nnniiniuiiiiniMiniii Framhaldssaga: ÁST LEIKKONIUNNAR 20 uimMiMinnfiiiiiMfdiiiiiiiniuimNMii Eftir FAITH BALD WIN tak. Anthony starði á konu stna og það lá við að honum sortnaði fyrir augum og fengi uppköst þegar hann forðaði sér úr ilmvatnsþrungnu and- rúmsloftinu i herberginu, út um gluggann, sömu leiðina og hann hafði komið. Það var drepið á dýr á herbergi Cherry og rödd Pete sagði: „Guð minn góður, Cherry, hvað hefir komið fyrir? Ertu veik?“ Og rödd Lolly var engu síður áhyggjufull, þegar hún sagði: ^XÍherry, hleyptu pkkur inn.“ „Það er ekkert að,“ svaraði Cherry skjálf- rödduð, „ég fór bara fram úr og þegar ég fór fram hjá snyrtiborðinu var ég svo óheppin að setja niður ilmvatnsflösku — það er nú allt og sumt. Mér þykir þetta leitt, en verið svo góð að fara bara aftur í rúmið." Allir gestimir voru nú komnir i einum hóp —- í alls konar fötum — fyrir framan hurðina hjá Cherry. Cherry kallaði aftur í gegnum hurðina að ekkert væri að og af hverju hávaðinn hefði stafað. „Lofaðu mér að koma inn, ég verð að sjá með eigin augum, hvort þessu er svona varið!“ Cherry opnaði nauðug hurðina. Lolly og hitt fólkið gægðist inn, en sneri óðara aftur. Það var enginn vafi á því að Cherry hafði sagt satt. „Ég er líklega að verða taugaveikluð!" sagði Lolly andvarpandi. Hún benti hinu fólkinu áð fara, fór sjálf inn til Cherry, en tók andköf. „Þetta er hræðilega sterkt!" „Það var einhver, sem gaf mér þessa ilmvatns- flösku," sagði Cherry og reyndi af fremsta megni að hafa vald á sjálfri sér. Lolly hló, en sagði svo: „Það var lán, að Antliony Amberton skyldi ekki heyra hávaðann og skunda hingað til hjálpar. Hann sefur sannarlega vært — þú vaktir alla aðra en hann. Pat sagði mér annars dálítið hlægi- legt um hann. Það virðist svo sem hann þoli ekki ilmvatnslykt — hann verður veikur þegar hann finnur hana og fær ógleði. Á skipinu, sem hann kom með um daginn varð harrn að hætta í miðj- um dansi við einhverja konu. Hefir þú ekki veitt því athygli að Sophie er alveg hætt að nota sterkt ilmvatn, sem hún annars gerði svo mjög? Hún tók þátt í samtalinu, þegar Pat sagði mér frá þessu — en hefi ég ekki annars sagt þér þetta áður? Ég varaði allar konumar við þessu um leið og mér var sagt það." „Nei," svaraði Cherry veikum rómi, „það hefir þú ekki gert." Þegar Lolly var farin varð Cherry þungt hugsi. Þetta var þá satt — veslingurinn. Hún ætlaði að gera iðrun og yfirbót — strax snemma í fyrramálið. Þá ætlaði hún að segja við hann: „Já, ég var afbrýðisöm, — ég trúði öllu illu um þig. — Ég iðrast þess svo núna. Segjum öllum héma, hvernig sambandi okkar er háttað og för- um svo héðan — við tvö, — heldur þú að Simp- sonhjónin muni vilja taka okkur aftur? Ég skal sjálf fást við ömmu, ég sendi Boycie og Sylvíu símskeyti, — mér stendur alveg á sama um kvikmyndasamning minn. Amma mun vafalaust fyrirgefa mér — þegar tímar líða — — Skömmu seinna sofnaði hún, úrvinda eftir alla geðshræringuna. Hún hafði enga hugmynd um að Anthony Amberton eyddi því sem eftir var næturinnar við það að ganga fram og aftur í garöinum. Sloppur hans ilmaði langar leiðir af ilmvatninu og hann var sjálfur viti sinu fjær af geðillsku. Hann gat ekki komizt aftur inn i húsið. Það voru engar svalir fyrir framan ’herbergi hans og við Cherry vildi hann ekki frekari skipti eiga. Hann var auk þess í vafa um, hvort honum væri fært að klifra aftur upp, í þvi ástandi, sem hann var nú. Honum fannst hann vera fárveikur og að hann myndi aldrei geta losnað við ógleðina. „Lofum henni bara að skilja við mig — því fyrr, því betra. Að minnsta kosti sæki ég þá um skilnað, ef hún gerir það ekki — ég hefi næga skilnaðarsök fram að færa.“ Hann faldi sig fyrir næturverðinum, sem gekk fram hjá, én iðraðist þess óðara. Hefði það ekki verið eðlilegast, að hann hefði farið til mannsins og sagt: „Heyrið þér, maður minn, „ég fór í gönguferð, en komst svo að raun um það, að ég hefi lokað sjálfan mig úti. Gætuð þér ekki hleypt mér inn, án nokk- urs hávaða." Auðvitað mundi maðurinn furða sig á þessu. Það fór hrollur um hann við umhugsunirlft um ilmvatnslyktina, sem angaði af honum. Skömmu seinna gekk han niður að sjónum. Það var heillaráð fyrir hann. Harris-fjölskyldan hafði 'þarna ágætan baðstað útaf fyrir sig, og sundið blasti við honum biksvart, þar sem það bar undir bláan kvöldhimininn. Anthony fór úr sloppnum og náttfötunum og sparkaði af sér inniskónum. Það var hlýtt i veðri þessa nótt og hann ágætur sundmaður. Hann óð út í. Vatnið var blessunarlega svalt fyrir sóttheitan líkama hans. Hann óskaði bara einskis fremur, en að hann hefði handsápustykki. Hann fór aftur i náttfötin og sloppinn. Það liðu nokkrar klukkustundir og hann varð áhorf- andi að óvenju fallegri sólaruppkómu. En hann hafði enga ánægju af þeirri fegurð, sem þama birtist honum. Það var að vísu gott að fá sólar- ilinn. Nóttin hafði verið hlý, en Anthony skalf samt af einhverri vanliðan. Skömmu eftir klukkan sex fór einmanaleg þjón- ustustúlka að sópa svalimar, og varð hún for- viöa, þegar hún sá hinn fræga gest húsbændanna undarlega klæddan og ilmandi af sterkri lykt svona árla dags. Nóra fitjaði upp á nefið, því að henni þótti nóg um þennan kæfandi ilm, og úr augum hennar skein tortryggni. „Já, þér verðið að fyrirgefa," sagði Anthony og brosti til hennar. „Ég fór út skömmu fyrir dögun til ,að fara í bað, og hélt að ég myndi komast aftur óséður til herbergis míns-----------* ég vona, að ég hafi ekki vakið neinn — —.“ Hann fór fram hjá henni og inn um dymar, sem stóðu opnar. Nóra starði á eftir honum og hristi hæruskotinn kollinn. Margra ára vinnu- mennska hjá,öðrum hafði sljófgað huga henn- ar, en ennþá var hún þó svo viti borin, að þessa skýringu tók hun ekki gilda. Hún hafði sjálf opnað hurðina um morguninn! Eða var þessi frægi maður fær um að læsa hurðinni að innanverðu, eftir að hann var kominn út! Anthony fór í bað og lofaði guð fyrir að her- bergi hans skyldi vera afsíðis frá herbergjum hinna gestanna. Hann henti .sloppnum og náttföt- unum í bréfaltörfuna. Siðan tók hann að raka sig. Hönd hans skalf og hann skar sig tvisvar. Útlit hans var ekki gott; það sá hann, þegar hann leit í spegilinn. Hann var feginn þvi, að á þessu heimili fóru allir seint á fætur. Morgunverð borðaði fólkið bara þegar því hentaði bezt. Annað hvort var þá hægt að hringja á þjónustustúlku og fá mat- inn í rúmið eða að fara ofan i borðstofuna milli klukkan níu og ellefu. Þetta var ensk venja og þótti mörgum hún þægileg. Nóra og önnur þjónustustúlka var eina fólkið, sem hann hilti, þegár hann kom aftur niður, klæddur til þess að fara til borgarinnar. Hann spurði með sama ástúðlega brosinu sem í fyrra skiptið, hvort hann mætti nota símann. Nóra, sem ennþá var full tortryggni, vísaði honum á lit- inn símaklefa. Hann lokaði sig inni í honum og hringdi til lögfræðings sins. „Halló------heyrið þér til mín, Newton? Þetta er Amberton. Ég ætla að biðja yður að hringja til mín eftir nákvæmlega einn stundarfjórðung og segja þá, að það sé nauðsynlegt, að ég komi tafarlaust til borgarinnar. Nei, auðvitað — mér er vel kunnugt um, að þér eruð ekki í borginni, — það var ég, sem hringdi til yðar." Hann sagði Newton símanúmer Harris-hjónanna. „Eftir stimd- arfjórðung," endurtók hann og lagði símatólið á. Hann sá svo um, að hann var í herbergi sínu, þegar Nóra drap á dyr hjá honum og sagði að það væri síminn til hans. Lolly, sem var vökn- uð, heyrði þegar Nóra barði á dymar og flutti skilaboðin. Hún settist upp i rúminu og starði á sofandi eiginmann sinn, kastaði svo svæfli í höfuð honum, svo að hann vaknaði, og sagði við hann: „Það er siminn til Ambertons!" „Já, hvað viltu að ég geri við þvi?“ mmdi í' Pete, sem aldrei var í góðu skapi, þegar maginn var tómur. Lolly andvarpaði. „Farðu niður, Pete, og vittu hvað er á seiði.“ „Þetta er sennilega einhver vinkona hans,“ sagði Pete, „maðurinn hefir orð fyrir að vera all- kvenhollur." „Pete, — farðu á fætur og gakktu niður. — Það dytti engri í hug að hringja í hann á þess- um tima sólarhrings, nema ef mikið lægi við.“ Pete fró. Hann rakst á Amberton um leið og hann var að koma út úr símaklefanum. Anthony setti strax upp áhyggjusvip. „Vakti ég yður? Mér þykir það leitt. Það var fjárans lögfræðingurinn minn, sem hringdi. Það hefir eitthvað orðið að------— þér vitið, að ég taldi mig hafa séð fyrir öllum fjármálum mín- um í fyrravetur, en svo kom eitthvað nýtt i ljós! Ég neyðist víst, því miður, til að yfirgefa þetta gestrisna heimili yðar, — lögfræðingur minn bið- ur mig að koma tafarlaust. Hvenær fer lestin?" „Ég skal láta aka yðúr til brautarstöðvarinn- ar," sagði Pete, „Gústav getur séð um farang- urinn — „Ég þakka yður fyrir, en farangurinn get ég sjálfur séð um,“ sagði “Anthony. „Jæja, en kaffi verðið þér að fá,“ sagði Pete. „Ég hefi einnig þörf fyrir hressingu. Mér þykir þetta afar leitt, Amberton — — ég vona, að þér komið aftur — það tekur yður ekki meira en nokkrar klukkustundir að ganga frá þessum fjármálum. Bifreiðin getur beðið eftir yður — — og hvers vegna eruð þér að fara mcö far- angurinn ?“ „Þetta er afar vingjamlegt af yður," sagði Anthony, „en ég verð heldur að taka hann með

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.