Vikan


Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 7
VJKAN, nr. 13, 1948 7 KONA SIGRUÐ Framh. af bls. 3. Rolf svaraði: „Þér er það í lófa lagið. Ebba býst ekki við þér. Og Ib kemur ekki.“ „Ib,“ sagði Elvi undrandi. „Ég skil ekki hvað þú ert að fara.“ Rolf sagði: „Ib er að fara til Svíþjóðar. Hann hefir breytt áætluninni. Hann flýr eins og hundur með skottið á milli afturfótanna. Hann er ekki lengi að snúa snældunni sinni. Svíþjóðar- förin var ákveðin í skyndi.“ Rolf og Elvi gengu inn í veitingasalinn. Hann mælti: „Mér er kunnugt um allt ráðabruggið. Ég hefi lengi vitað, hvað var á seyði. Þú hefir verið dálítið ástfangin í Ib. Ef til vill vegna þess að þér virtist ég leiðin- legur. Og nú átti að láta til skarar skríða. Þið ætluðuð í ferðalag saman. Er það ekki satt? Ég hefi lengi gefið ykkur gætur. Þið álituð ykkur svo hyggin og viss. En — jæja.“ Þau settust til borðs. Elvi mælti: „Ég skil ekki það sem þú segir. Hvers vegna viltu kúga mig?“ Rolf svaraði: „Ég vil ekki sjá þig fleygja þér í faðm annars eins náunga og Ib er. Hann er óábyggilegur og sérgóður." Elvi mælti: „Nei. Og hann elskar mig. Hann ætlaði að giftast mér, þegar er ég hefði fengið skilnað. Það hefir hann sagt. En hann tók svo mikið tillit til þín að hann lét það dragast." Rolf svaraði: „Einmitt það. Því trúi ég ekki. Fyrir rúmlega hálfri klukkustund sagði ég honum, að þú værir frjáls. Ég sagði honum, að ég væri ástfanginn í ann- arri konu, og ætlaði að skilja við þig. Þú hefðir átt að sjá, hve hræddur hann varð af því að geta fengið ósk sína uppfyllta! Hann breytti ferðaáætlun sinni samstund- is.“ Elvi horfði niður fyrir sig. Hún vissi að Rolf sagði satt. Rolf fór aldrei með ósann- indi. Hann var ábyggilegur og heiðarleg- ur og leiðinlegur. Nei. Hann var ekki leiðinlegur. Að minnsta kosti þurfti ímyndunaraf 1 og fram- takssemi til þess að koma þessu í kring. Fara til Ib, segja honum þessa sögu og ná henni aftur. Elvi leit upp. „Rolf,“ sagði hún, „ég var komin á fremsta hlunn með að svíkja þig, fara frá þér.“ „Ég veit það,“' svaraði hann. „Ég á nokkra sök á því. Ég taldi þig of trygga eign mína. Karlmenn ættu aldrei að telja konu algerlega sigraða. Ekki sikraða í eitt skipti fyrir öll. Konu verður að sigra aft- ur og aftur. Og það ætla ég að gera!“ Elvi horfði á Rolf eins og hann væri ókunnur maður, nýr maður. En ekki mað- ur, sem hún hafði verið gift í sex ár. Henni kom til hugar að fara að skæla. En hún hætti við það. Hún mælti: „Rolf! Hefi ég ekki fallið í áliti hjá þér?“ „Nei, Elvi. Ég elska þig. Ég mun gera allt, sem í mínu valdi stend- ur til þess að sigra þig algerlega — eiga þig ævinlega.“ Elvi dró djúpt andann. Hún fann, að Rolf hafði sigrað hana á þessu augnabliki. Og enginn mundi ná henni frá honum framar. Veiztu þetta (JR ALLT I HOIMK Tlr Menntaskólaleiknum 1948, „Allt i hönk“, eftir Noel Coward. Katrin K. Thors sem Júdit Bliss, f. leikkona og Hallberg Hallmundsson sem Richard Greatham, sendifulltrúi. Mynd efst til vinstri: I Þýzkalandi er búin til eggjahvíta úr fiski. — Mynd í miðju: „Mai-bjallan" er dökk á lit, með gula vængi og er á ferli um nætur. Gerir mikinn usla í Bandarkjunum í uppskeru manna. Leggst einkum á kirsuber, plómur og ferskjutré. — Mynd að neðan til vinstri: Skarfurinn í Perú er talinn gagnlegasti fugl í heimi. Drit þeirra á eyjunum við strendur Perú er flutt til allra hluta heims til áburðar. — Mynd til hægri: Stagart greifi notaði 1000 rottur, sem voru æfðar þannig að þær eltu hann um leik- sviðið. S KR ITLU R Sjúklingurlnn: ffig kom hingað fyr- ir tveimur árum, afleitur af gigt. Læknirinn: Eitthvað rámar mig 1 þaö. Sjúklingurinn: Og yður tókst að lækna mig alveg. Læknirinn: Já, og er hún komin aftur, bölvuð? Sjúklingurinn: Nei, en þér sögð- uð mér þá, að ég mætti ekki vökna. Læknirinn: Alveg rétt. Sjúklingurinn: Mig langaði bara til að spyrja yður um, hvort það mundi ekki vera óhætt að ég færi að þvo mér aftur? * Hún: Elskarðu mig eltki afarheitt, elsku vinur? Hann: Óumræðilega mikið, hjarta- gullið mitt. Hún: Mundirðu vilja deyja fyrir mig? Hann: Geturðu ekki fengið ein- hvem annan til þess? Úr ýmsum áttum — Maöur nokkur í Englandl var ný- lega tekinn fastur 1 kirkju, er hann ætlaði að fara að gifta sig. Hann hafði verið ákærður fyrir þjófnað og átti að mæta fyrir rétti þennan sama dag, en kom ekki. Hann játaði og bíður nú dóms. ! ! ! Grannvaxin gömui kona kom að afgreiðsluborðl gjaldkerans í útibúi National City Bank í New York. Hún spurði með óframfærinni og feiminni röddu, hvort hún gæti fengið að leggja inn á nýjan reikning. Já, sagði gjaldkerinn, ef upphæöin næði því lágmarki, sem tilskilið væri. Gamla konan dró þá upp úr vös- um, veski, buddum og innan úr kápu- fóðrinu hvert seðlaknippið á fætur öðru. Eru 11.000.000 dollara (71,5 millj. króna) nægilegt? spurði hún. Bankastjórnin hélt skyndifund, til að samþykkja innlánið, og bannaði starfsliði bankans að láta uppi nafn konunnar. ! i ? Fjármálamenn í New York lesa með nokkrum ugg nýkomnar hag- skýrslur frá borginni Reno, sem fræg er fyrir hjónaskilnaði. Verð á fast- eignum þar hefir fallið um 25%, sala á áfengi hefir minnkað um 22%, sala 1 veitingahúsum um 40% og hjóna- skilnuðum hefir fækkað úr 11.060 ár- ið 194« i 6564 árið 1947. Það er gömul reynsla í Bandarikj- unum, að fækkun hjónaskilnaða sé undanfari almenns kreppuástands í landinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.