Vikan


Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 6
VIKAN, nr. 13, 1943 6 „Var þaO? Hvernig vitiB þér það?“ Bunter hóstaði. „Eftir samtal mitt við unga manninn í bús- áhaldaverzluninni, skrapp ég anöggvast inn í McClellan Arms krána. Meðan ég var þar, heyrði ég af tilviljun, að einhverjir minntust á það.“ „Hverjir?" „Menn í grófum fötum. Ég geri ráð fyrir, að þeir séu fiskimenn." „Sögðu þeir ekkert annað?“ „Nei, herra. Svo óheppilega vildi til, að annar þeirra kom auga á mig, og eftir það minntust þeir ekki frekar á Graham.“ „Veiztu, hverjir það voru?“ „Ég reyndi að komast að þvi hjá gestgjafan- um, en hann sagði ekki annað en að þeir væru neðan frá höfninni." „Sástu þá greinilega?" „Aðeins þann, sem leit til mín, og ekki nema í svip. Hinir sneru baki að mér, þegar ég fór út, og ég vildi ekki gerast of nærgöngull." „Nei. Creetown er á leiðinni til Newton-Stew- art, en það er langt frá Minnoch. Minntust þeir nokkuð á, hvenær þeir hefðu séð Graham?" „Nei, en af orðum þeirra um það, hve mikið hann hefði drukkið, ræð ég, að það hafi verið fyrir lokunartíma." „Einmitt,“ sagði Wimsey. „Það væri kannske hægt að komast að því í kránum í Creetown. Jæja, Bunter. Ég held ég hafi gott af því að skreppa út á golfvöll. Það skerpir hugann. Og ég vil fá smásteik og steiktar kartöflur klukk- an hálf átta." „Sjálfsagt, herra.“ Wimsey spilaði einn hring við Provost, en hafði af því litla aðra ánægju en þá, að vinna hann. Hann ályktaði af sigri sínum, að Provost væri eitthvað utan við sig, en honum mistókst alger- lega að fá hann til að tala um Campbellmálið. Það var „leiðinda-siys", og Provost áleit, að „það gæti liðið langur tími áður en þeir kæmust til botns í því“. Og síðar sríeri hann samtalinu að golfkeppninni í Gatehouse, kappsiglingunum í Kirckcudbrlght, tregðunni í laxveiðinni o. fl. Klukkan hálf tíu, þegar Wimsey hafði lokið við að borða, settist hann við að lesa í gömlum blöðum. Hann hrökk upp úr lestrinum við fóta- tak úti á steinlagðri götunni. Hann var í þann veginn að standa upp til að horfa út um glugg- ann, þegar barið var á dymar hjá honum og glaðleg kvenmannsrödd sagði: „Má ég koma inn?“ Ungfrú Selby og ungfrú Cochran bjuggn í sam- hliða húsum og voru næstum óaðskiljanlegar. Ungfrú Selby var há vexti, dökkhærð, grann- holda og blátt áfram, en þó frekar lagleg, og málaði ekki ósnotrar módelstúdíur með olíulitum. Ungfrú Cochran var búlduleit, glaðleg og svo- lítið farin að grána fyrir hærum. Hún teiknaði myndir i sögutímarit. Wimsey féll vel við þær báðar, því að þær voru lausar við allan tepru- skap, og þeim geðjaðist vel að honum af sömu ástæðu, og einnig af því að þeim þótti ákaflega gaman að Bunter. Bunter tók nærri sér að sjá þær matreiða handa sér sjálfar og setja sjálfar upp gluggatjöldin. Hann var þá vanur að bregða við, taka af þeim hamarinn og naglana og segja með ásökunarrómi: „Lofið mér, ungfrú," og hann bauðst til að líta eftir eldamennsku þeirra á meðan þær voru fjarverandi. Þær launuðu hon- um með því að gefa honum grænmeti og blóm úr garðinum sinum. Og Bunter sagði hátíðlega: „Þakka yður fyrir, ungfrú. Lávarðurinn mun verða yður mjög þakklátur fyrir þetta." Á með- an Wimsey Var að heilsa gestunum, kom Bunter inn hljóðlega, og þegar hlé varð á samræðun- um, spurði hann, hvort ungfrúmar vildu ekki kvöldverð eftir ferðina. Ungfrúrnar kváðust vera saddar, en við nánari eftirgrennslun kom í ljós, að þær höfðu ekkert bragðað síðan um nónbil nema eina brauðsneið í lestinni. Wimsey bað þá strax um að eggjakak- an, vínflaskan og það, sem eftir var af rabar- baratertunni væri borið fram, og þegar Bunter var farinn fram til að sækja þetta, sagði hann: „Jæja, þið hafið farið á mis við mikið." „Já, það var okkur sagt á stöðinni," sagði ungfrú Cochran. „Hvað er þetta eiginlega'? Er það satt, að herra Campbell sé dáinn?" „Alveg satt. Hann fannst í ánni —.“ „Og nú segja menn, að hann hafi verið myrt- ur,“ skaut ungfrú Selby inn í. „Jæja, segja menn það? Já, það er líka satt." „Guð minn góður!" sagði ungfrú Selby. „Og hver segja menn að hafi gert það?“ spurði imgfrú Cochran. „Það vita menn ekki ennþá," sagði Wimsey. „En menn hafa grun um, að það hafi verið að yfirlögðu ráði.“ „Ó, og hvers vegna?" spurði ungfrú Cochran. „Af því að ýmiselegt bendir í þá átt, og ekki verður séð, að um rán hafi verið að ræða.“ „Og þér vitið meira en þér teljið hyggilegt að segja okkur. Jæja, það er lán, að við skul- um geta sannað fjarvist okkar, finnst þér það ekki, Margaret? Við höfum verið í Glasgow síðan í gærmorgun. Það skeði á þriðjudaginn, var það ekki?“ „Svo lítur út fyrir," sagði Wimsey, „en til þess að taka af allan vafa, er verið að athuga ferð- ir allra frá þvi á mánudagsnótt." „Hvaða allra?" „Allra, sem þekktu Campbell bezt o. s. frv.“ „Einmitt. Jæja, þér vitið, hvar við vorum á mánudagsnóttina, því að við buðum yður góða nótt, þegar þér lituð inn, og við fórum með lest- inni klukkan 8.45 í gærmorgun, og við höfum næg vitni að því, að við vorum í Glasgow frá þeim tima og þangað til nú, svo að ég býst við, að við séum öruggar. Auk þess hefði þurft sterk- ari menn en okkur Mary til að ráða við herra Campbell. En sá léttir, að við skulum vera hafn- ar yfir allan grun!" „Já, — ég býst við, að þið báðar og Waters séuð' örugg." „Ha? Hvar var herra Waters?" „Var hann ekki með ykkur?“ ,,Með okkur?" Þær litu hvor á aðra. Wimsey baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir þessu. Húsmóðir hans — frú Blessað harniðl Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Blessaður, vinurinn! Pabbi má til að fara að vinna. Mamman: Veifaðu til pabba, kveddu pabba, Lilli! Skrifstofumaður: Þið hefðuð átt að sjá drenginn minn í morgun. Hann hugsar eins og fullorðinn maður. Hann veit alla skapaða hluti. Hann getur í raun og veru spilað á píanó, því að þegar hann situr við það, þá hamrar hann á nótunum. Og hann sækir mest í bækur eftir heimsfræga höfunda! «-o Skrifstofumaður: Stundum er ég hræddur við, hvað hann er gáfaður. Hann grætur aldrei, hann skilur allt, sem maður segir við hann — ég er viss um, að hann er gáfaðasta bam í land- inu eftir aldri .... Annar skrifstofumaður: Ætli það væri ekki rétt að fara að vkina! Skrifstofumaður: Þegar hann er orðínn fjögra ára, þá verðum við að hætta að láta hann leika sér við böm, það þýðir ekki annað en láta hann vera innan um fullorðna. Pabbinn: Þetta þarf ég að athuga! Pabbinn: Halló, ert það þú, elskan. Þú verður að færa Lilla strax í og koma með hann hingað — ég segi þér seinna, hvernig stendur á þessu — þú manst eftir að koma sena fyrst með hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.