Vikan


Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 5
 5 VIKAN, nr. 13, 1948 ------. Framhaldssaga: ■ m m ■ •m m m Grunsamlegar persónur 9 •n m m 1----------------------------------- Sakamálasaga eftir Ðorothy L. Sayers Minnoch — að minnsta kosti um veiðitímann. Ég býst ekki við — „Og hvernig vitið þér, má ég spyrja, að slysið vildi til upp við Minnoch?“ Jock Graham leit á andlit lögregluþjónsins, sem Iýsti miklum ákafa. „Hvernig ég veit það? Það er nú langt mál að skýra frá því. En þessi forvitni um ferðir mínar og brotna hauskúpan á Campbell — ber að skilja það svo, lögregluþjónn, að ég sé grun- aður um að hafa barið manntetrið og fleygt honum í ána eins og útlendi riddarinn í sagna- ljóðinu?" „Ekki beinlinis, herra, en fyrir formssakir —." „Já, einmitt." „Ha!“ hrópaði gestgjafinn eins og skyndilega hefði runnið upp fyrir honum ljós. „Eruð þér að gefa í skyn, að maðurinn hafi verið myrtur?" „Það er eftir því hvemig á það er litið," sagði lögregluþjónninn. „Það er það, sem hann meinar,“ sagði .praham. „Ég sé það á svipnum í augunum á honum. Þetta er mikil tilbreyting í fámennri sveit.“ . „Það er hræðilegt," sagði gestgjafinn. „Heyrðu nú, Jock," sagði Wimsey. „Dragðu okkur ekki á þessu lengur. Þú sérð, að forvitnin er alveg að gera út af við okkur. Hvernig gaztu vitað, að Campbell var upp við Minnoch?" „Það var hugsanaflutningur," sagði Graham og brosti. „Ég horfi í huga ykkar og myndin birtist mér — stórgrýttur hylur — brött graníturð — tré, sem slúta fram yfir hylinn — og ég segi við sjálfan mig: Það er auðvitað Minnoch! Þetta er ósköp einfalt mál, Wimsey." „Ég vissi ekki, að þú værir huglesari." „Það er grunsamlegt, finnst þér ekki? Ef satt skal segja, þá er ég ekki huglesari. Ég vissi, að Campbell yrði upp við Minoch í gær því að hann sagði mér það.“ „Sagði hann þér það?“ „Já, hann sagði mér það. Er það nokkuð undar- legt? Ég talaði stundum við Campbell án þess að kasta í hann grjóti. Hann sagði mér á mánu- daginn, að hann ætlaði daginn eftir upp að Minn- och til að mála brúna. Hann dró upp skissu fyrir mig — tautandi eins og hann var vanur." Graham dró kritarmola upp úr vasa sínum og byrjaði að teikna á afgreiðsluborðið og hermdi eftir svip og kækjum Campbells. Teikningin tók óðfluga á sig lögun — hylurinn, trén, brúin og hvítir skýjabólstrar -r- hún var svo nauðalík mál- verkinu, sem Wimsey hafði séð á málaragrind- inni, að hann hrökk við. „Þú ættir að geta lifað góðu lífi á að gera eftirlíkingar, Jock." „Það er einmitt gallinn á mér. Ég er of fjöl- hæfur. Ég get málað í stil hvaða málara sem er, nema mínum eigin. Það fellur ekki í kramið hjá gagnrýnendunum. „Graham er enn að leita að persónulegum stíl," segja þeir. En mér finnst gaman að því. Sko til, svona málar Gowan.“ Hann þurrkaði út teikninguna og gerði í snap- kasti lifandi eftirlíkingu af einu málverki Gowans. Og svo stældi hann málarana einn á fætur öðr- um: Ferguson, Farren, Waters og fleiri. Hann hellti bjór á borðið og þurrkaði kritina af með crminni. „Allir hafa þeir einn eiginleika, sem mig skortir: einlægni — en það gerir muninn. Ég skal segja þér, Wimsey, helmingurinn af þessum mannamyndum, sem fólk borgar mér fyrir, eru skopteikningar — en fólkið veit það ekki. Ef það vissi það, mundi það fyrr deyja en skrifa undir ávisanimar." Wimsey hló. Ef Graham var að draga timann, þá fór hann sniðuglega að þvi. Ef hann var að reyna að beina athyglinni frá hinni varasömu eftirlíkingargáfu sinni, þá gat hin kæruleysislega hreinskilni í svipnum ekki verið meira sannfær- andi. Og skýring hans var í alla staði góð og gild — hvi skyldi Campbell ekki hafa getað minnst á ferðir sinar við Graham, eins og hvem annan ? Það mátti greinilega sjá, að lögregluþjónninn var orðinn órólegur. „Það er aðeins formsatriði," tautaði hann. „ó,“ sagði Graham. „Hann er sauðþrár, þessi drengur." „Það er auðséð," sagði Wimsey. „Hann ætlar sér að fá svar.“ „Manngreyið," sagði Graham. „Neyðin hlýtur að vera húsbóndi hans eins og hjúkrunarkonan sagði í gamla daga áður en noltkur vissi um Montessori. Ég var ekki upp við Minnoch. En hvar ég var kemur engum nema mér við.“ „Jæja, herra," sagði lögregluþjónninn vand- ræðalegur. Hann átti auðsjáanlega í harðri bar- áttu við sjálfan sig. Hann átti erfitt með að trúa nokkm misjöfnu um Graham, en á hinn bóginn vildi hann ógjama láta gott tækifæri ganga sér úr greipum. „Svona, góði, nú skuluð þér fara,“ sagði Gra- ham vingjarnlega. „Þér eyðið tímanum til ein- skis. Þér þurfið ekki nema að lita á mig til þess að sjá, að ég mimi aldrei gera flugu mein. Og hver veit nema morðin^inn sleppi á meðan við sitjum hér og röbbum saman yfir ölglasi." „Mér skilst," sagði lögregluþjónninn, „að þér neitið afdráttarlaust að skýra frá, hvar þér vor- uð á mánudagsnóttina." „Loksins skildi hann það!“ hrópaði Graham. „Við emm seinir til, en traustir hér á landi, Wimsey. Það er rétt. Ég neita afdráttarlaust — algerlega — absólút — að segja það. Skrifið það hjá yður svo að þér. gleymið því ekki.“ Lögregluþjónninn skrifaði alvarlegur í vasa- bókina sína. „Jæja," sagði hann. „Ég verð að gefa yfir- völdunum skýrslu um þetta." „Alveg rétt," sagði Graham. „Ég ætla að tala við þau.“ Lögregluþjónninn hristi höfuðið efagjarn og fór með tregðu. „Manngreyið!" sagði Graham. „Það er skömm að vera að stríða honum. Viltu annað glas, Wims- ey?“ Wimsey afþakkaði og Graham stóð skyndilega upp og sagðist þurfa að skreppa niður í málara- vinnustofuna stna. Gestgjafinn fylgdi honum eftlr með augunum. „Hvað er á bak við þetta?" sagði Wimsey kæru- leysislega, „Ó, þetta er eitthvert uppátæki í honum," sagði gestgjafinn. „Graham er gamansamur og kann- ske dálítið vífinn, en hann er stálheiðarlegur." „Einmitt," sagði Wimsey. Svo kvaddi hann og fór. Frú Green, þvottakonan, bjó í litlu húsi skammt frá. Hún var að baka flatbrauð þegar Wimsey kom, en þegar hún var búin að dusta mjölið af höndimum og hafði lagt frá sér flat- brauðið, var hún reiðubúin til að tala um hið sviplega fráfall húsbóndá síns. Hún talaði með breiðum, skozkum hreim og af miklum ákafa, en eftir að Wimsey hafði endur- tekið spurningar sínar tvisvar eða þrisvar, tókst honum að skilja svör hennar. „Borðaði herra Campbell nokkurn mórgunverð áður en hann fór á mánudagsmorguninn ? “ Já, hann hafði gert það. Á borðinu höfðu verið leifar af steiktu fleski og eggjum og notað- ur tepottur og bolli. Það hafði verið borðað af brauðinu og sneiðar höfðu verið skornar af flesk- inu. „Var herra Campbell vanur að borða svona morgunverð?" Já, hann var vanur að borða steikt flesk og egg til morgunverðar. Tvö egg og tvær flesksneiðar, og það hafði hann borðað þennan morgun. Frú Green hafði talið það. „Borðaði herra Ferguson einnig morgunverð sinn þennan morgun?" Já, herra Ferguson hafði fengið sér reykta síld og bolla af tei. Frú Green hafði sjálf fært honum tvær síldar á laugardaginn, og hann hafði borðað aðra á sunnudagsmorguninn og hina á mánudagsmorguninn. I hvorugu húsinu hafði verið neitt athugavert eða óvenjulegt, að því er hún gat bezt séð, og það hafði hún sagt lögreglu- þjóninum, þegar hann kom til hennar. Wimsey velti þessu fyrir sér á leiðinni til Kirkcudbright. Skýrsla læknisins kom ekki heim við eggin tvö og fleskið. Einhver hafði borðað inorgunverð i húsi Campbells, og sá, sem hæg- ast átti með það, var Ferguson. En ef Fergu- son hafði ekki gert það, gat verið, að hann hefði séð, hver gerði það. Það var slæmt, að Ferguson skyldi hafa farið til Glasgow. Hvað Graham viðvék, var bersýnilegt, að hann hafði ekki verið í Glen Trool. Það gátu verið margar ásíæður til þess, að hann var svona þögull. „Vífni" hans var sennilega ástæðan; það væri reynandi — og gæti orðið Graham til góðs — að athuga, hvort hann ætti vinkonu einhvers staðar í nágrenninu. Verið gat líka, að hann hefði fundið einhverja afskekkta á, þar sem mikill silungur var, og sem hann vildi ekki láta uppskátt um. Eða kannske var þetta allt striðni í honum. Það var ómögulegt að segja. En í sveit, þar sem allir þekkja alla, er ómögulegt að leyna ferðum sínum með öllu. Einhver hlaut að hafa séð til Grahams, en annað mál var, hvort sá fengist til að leysa frá skjóðunni. Sveitafólk er þögult. Wimsey fór til Sir Maxwell Jamieson til að ségja honum frá eggjunum og fleskinu, en Sir Maxwell tók frásögninni þurrlega. Engar nýjar • fréttir höfðu komið frá Dalziel, og Wimsey fór heim, en gekk fyrst við hjá Waters til að vita, hvort hann væri kominn. Bunter tók vel á mó'ti honum, en svo virtist, sem honum lægi eitthvað á hjarta. En við eftir- grenslanir kom í ljós, að það var ekki annað en skozkan, sem alltaf var að angra Bunter; hann átti svo erfitt með að skilja hana. Wimsey lét í ljósi samúð sína, og til þess að leiða huga Bunters frá skozkunni, minntist hann á fund sinn við Jack Graliam. „Einmitt, já? Ég vissi, að herra Graham var kominn aftur. Mér skilst, að hann hafi verið í Creetown á mánudagsnóttina."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.