Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 13, 1948
13
SLÆM SAMVIZKA
Barnasaga
Eva kom þjótandi heim úr skól-
anum.
„Húrra, við höfum fengið frí!“
hrópaði hún glöð. „Helmingurinn úr
bekknum mínum liggur í mislingum
og við eigum ekki að koma í skól-
ann fyrst um sinn. Eg er svo glöð.“
„Hvað er að heyra þetta, Eva,"
sagði móðir hennar. „Svona máttu
ekki tala. Það er leiðinlegt að bekkj-
arsystkini þín skuli liggja veik.“
„O, mislingar eru ekki hættulegir."
„Mislingar geta verið það,“ svar-
aði mamma hennar. „Það er hægt
að fá lungnabólgu eða eymabólgu
upp úr þeim. Lofaðu mér því, að
koma ekki til veiku barnanna, svo
að þú eða litli bróðir þinn fái eltki
veikina. Hann er ennþá svo lasinn
eftir flensuna um daginn, að það
gæti orðið hættulegt fyrir hann að
taka mislingana.
Eva hét þessu, en þegar hún kom
upp i herbergi sitt, rakst hún á bók,
sem nágrannastúlka hennar og bezta
vinkona hafði lánað henni.
,,Ó,“ hugsaði hún, „ég hefi gleymt
að skila henni. Lísa hefir sjálf ekki
ennþá lesið hana. Og nú liggur hún
i mislinguni og lætur sér leiðast. Ég
verð að fara og skila henni bókinni."
Hún tók bókina og hljóp yfir í
næsta hús. Útihurðin var opin og
þar sem Eva var þama heimavön,
fór hún rakleitt inn. Hún bjóst við
Eva var á báðum áttum, en löng-
unin til að sjá vinkonuna varð yfir-
sterkari, og áður en hún vissi af,
sat hún við rúm Lísu og rabbaði við
hana. Hún var þó ekki lengi, kvaddi
Lísu fljótt og hraðaði sér heim. Hafði
hún slæma samvizku út af að hafa
svikið loforðið, sem hún hafði gefið
mömmu sinni. Sama kvöld veiktist
litli bróðir hennar.
,,Ég( ar hrædd um að hann hafi
að hitta mömmu Lísu í eldhúsinu,
en þar var þá enginn.
„Halló!“ hrópaði hún hátt.
„Ert þúo þú, Eva,“ heyrðist Lísa
kalla úr svefnherberginu. „Mamma
þurfti að skreppa út. Komdu bara
inn, mér líður svo ágætlega.“
Biblíumyndir
smitazt," sagði mamma áhyggjufull,
„þetta eru sennilega mislingar.“
Eva blóðroðnaði. Það hlaut þá að
vera hún, sem hafði smitað litla
bróður við heimsóknina til Lísu. Hún
var því i mjög daufu skapi, og enn
daprari varð hún þegar læknirinn
kom og staðfesti, að þetta væru misl-
ingar. S*
„Þú ert eirrnig lasleg," sagði
mamma hennar. „Það er bezt, að
þú farir að hátta.“
Eva háttaði, en gat ekki sofnað.
Þetta var hræðilegt. Ef litli bróðir
dæi, þá átti hún sök á því! Hún
þoldi ekki þá tilhugsun! Hún varð
að minnsta kosti að játa það, sem
hún hafði brotið af sér. Það gat
vel hugsazt, að mamma hennar fyrir-
gæfi henni. Hún stóð hægt upp úr
rúminu og læddist inn til mömmu
sinnar, sem sat við rúm litla bróður.
„Hvað viltu ?“ spurði mamma henn-
ar undrandi. „Farðu strax út. Þvt
að annars getur litli bróðir smit-
að þig.“
„Nei,“ kjökraði Eva, „því að það
er ég, sem smitaði hann! Ég lít
aldrei framar glaðan dag, ef hann
deyr.“‘
Grátandi sagði hún frá heimsókn
sinni til Lísu. Mamma tók hana í
faðm sinn.
„Þetta var mjög illa gert af þér
og heimskulegt," sagði hún blíðlega,
„en litla bróður hefir þú ekki smit-
að, telpa mín. Fólk veikist ekki af
mislingum fyrr en hálfum mánuði
eftir að það fær sóttkveikjuna í sig,
svo að litli bróðir hlýtur að hafa
smitazt af einhverjum öðrum en þér.
Það eru líka mislingar um allan
bæinn.“
Eva starði. Mamma hafði velt stór-
um steini af hjarta hennar.
„Það er þá ekki mér að kenna,"
sagði hún fegin, „Ó, mér hefir liðið
svo illa.“
„Já, það er illt að hafa slæma
samvizku," sagði mamma. „Það var
lika illt, að þú skyldir brjóta loforð-
ið við mig, því að nú færðu áreið-
anlega sjálf mislinga."
„Það gerir ekkert til, svo framar-
lega sem litli bróðir lifir."
Eva tók líka mislingana og bæði
hún og litli bróðir hresstust fljótt af
þeim. En upp frá þessu hlýddi Eva
ætíð boði og banni móður sinnar. Hún
gleymdi aldrei þeim sálarkvölum, sem
hún leið fyrir óhlýðni sína, þegar
hún hélt sig hafa smitað bróður sinn.
Veiztu þetta
1. Far þú til maursins, letingi!
skoða háttu hans og ver hygginn.
Þótt hann hafi engan höfðingja, eng-
an yfirboðara eða valdsherra, þá afl-
ar hann sér samt vista á sumrin og
dregur saman fæðu sína um upp-
skerutimann.
2. Mér varð gengið fram hjá akri
letingja nokkurs og fram hjá vin-
garði óviturs manns. Og sjá, hann
var allur vaxinn klungrum, liann var
alþakinn netlum, og steingarðurinn
umhverfis hann var hruninn.
3. Letinginn segir: Óargadýr er
á veginum, ljón á götunum. Hurðin
snýst á hjörunum og letinginn í hvílu
sinni.
4. Haf nákvæmar gætur á útliti
sauða þinna og veit hjörðunum at-
hygli þína. Því að auður varir ekki
eilíflega, nó heldur kóróna frá kyni
til kyns.
Að ofan t. v. I Brookdaleveitingahúsinu í Californíu rann árstraumur I
gegnum borðsalinn! Að neðan t. v. Hrútur myndi jafnvel ráðast á naut ef
hann væri reittur til reiði. Að ofan t. h. Hinir fomu Aztecav, frumbyggjar
Mexico, greiddu hár sitt og klæddust líkt og menn gera nú á dögum. Að
neðan t. h. Fallhlífarmaður nálgast jörðina með 14 mílna hraða á klst.