Vikan


Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 10

Vikan - 25.03.1948, Blaðsíða 10
10 VTKAN, nr. 13, 1948 I • HEIM : : : IELIÐ • I ■ ■ ■ Matseðillinn Steiktur kálfshryggur. 2 kg. kálfshrygg'ur (þræddur með nýju fleski), 2 dl. mjólk, 2 dl. jurtaseyði, 1 dl. rjómi, 20 gr. hveiti. Kálfshryggurinn er brúnaður yfir eidi, síðan er hann látinn I vel heit- an bakarofn. Jurtaseyðið og: mjólkin, sem áður er sjóðhituð, er hellt út á steikina og soðið i % klst. Á meðan steikin sýður, þarf við og við að ausa yfir hana seyðinu. Þegar hrygg- urinn er soðinn, er sósan síuð og jöfnuð með hveitinu og champignons. Þyki sósan of þunn, má láta hveiti og sósulit i hana. Þegar maturinn er framreiddur, er kjötið skorið í sneið- ar og hryggurinn látinn snúa niður á fatinu. Fatið er skreytt með brún- uðum kartöflum og gulrótum. Smjörgrautur. 200 gr. smjör, 1 tesk. salt, 375 gr. hveiti, 2% 1. mjólk. Mjólkin er flóuð. Smjörið látið í kaldan pottinn og látið renna. Hveit- ið er látið út í og bakað vel saman. Þynnt út með mjólkinni smátt og smátt. Grauturinn er saltaður, rétt áður en hann er étinn. HÚSRÁÐ Ef þér viljið ná vín-, kjöt-, egg- eða mjólkurblettum úr fatnaði, sem þolir þvott, þá látið tvær teskeiðar af pepsíndufti (fæst í lyfjabúðum) út í hálfpott af vatni og hrærið í. Berið þesaa upplausn ríflega á blett- inn, og látið hana vera á I nokkrar minútur. Pepsínupplausnin „meltir“ blettinn fljótlega. Hjálpið barninu Eftir dr. <}. C. Myers. öll böm, sem erfiðlega gengur i skóianum í reikningi, eru áhyggju- full og rugluð, þegar þeim er hjálp- að á kvöldin með heimadæmin. Bam- ið heldur að það verði að leysa þau i flýti. Þar sem það á erfitt með. að læra reikning, er það alltaf á eftir hinum börnunum í kennslustund- unum. Auk þess er það alltaf að líta á klukkuna, til að vita hvort það er ekki orðið of seint með dæmin. Það gengur hægt með útreikninginn vegna skekkjanna, sem barnið gerir, og því meira sem það flýtir sér, til að verða ekki of seint, því fleiri skekkjur verða. Það er mikils um vert að kenna þessu bami að fara hægt við reikn- inginn, svo að það geri færri skekkj- ur og æfist í aðferðunum. En það er engin bót — gerir bara illt verra að skipa því að fara sér hægt og verða reið og hafa í hótunum, þeg- ar skekkjur vilja til. Það er sömuleiðis rangt, að setja út á þær kennsluaðferðir, sem barn- ið hefir í skólanum, svo að það sjálft heyri til. Vertu róleg sjálf, talaðu hægt og gætilega og láttu skina í það, að þú sért vongóð um að bam- inu takist að læra þetta. Þegar þú skrifar tölur, skrifaðu þær þá hægt. Jafnvel hreyfingar þínar geta róað bamið. Þegar þú hjáipar baminu að leysa flókið samlagningardæmi, hugsaðu þá upphátt með því. Segðu hvert atriði hátt og sikýrt og staldraðu við. Hafðu útreikninginn greinilegan, svo að bamið geti aftur leitað til hans, ef svipað dæmi kæmi fyrir aftur. Til að kenna höfuðreglumar, á að nota skýr og einföld dæmi. Matarbúðin, Ingólfsstræti 3, hefir daglega á boðstólitm: Svínasteik, Nautasteik, Kálfasteik, Lambasteik, Salöt, AUar teg. af áleggi, Allt á kalt borð, Heita rótti, Ekta ávaxtafromage, Smurt brauð, Snittur. Matarbúðin, Ingólfsstræti 3. Síml 1569. Áður en þú byrjar á erfiðari dæm- um með baminu, láttu það leysa nokkur dæmi upp á eigin spýtur, samskonar og þú varst að enda við að reikna fyrir það og útskýra. Segjum svo, að þú kennir baminu að margfalda saman 49 og 67 og síðar 83 og 76. Þegar það hefir feng- ið góða leikni í þessu, getur þú látið það fá erfiðari tölur að fást við. En þetta tekur meira en eina kvöld- stund og þarf að gefa sér góðan tíma til þess ama. Og þegar bamið lætur i ljósi leiða á einhverri aðferð- inni, skaltu beina því að einhverju skemmtilegra. Byrjunarkennsla í frádrætti þarf sömuléiðis að vera mjög einföld, og notaðu þær aðferðir, sem bamið á að venjast í skólanum; annars getur það mglazt í þeim. Ef bamið gefur í skyn, að það muni ekki einföldustu margföldunar- og deilingaraðferðir, láttu þá ekki neina reiði eða undmn í ljós, held- ur hvettu það til að rifja þær upp og leggja á minnið. Ef bamið á sérlega erfitt með orðadæmin, láttu það þá lesa þau vel yfir, áður en tilraunir til að leysa þau em hafnar. EINKENNILEG TÍZKA ‘ Ein nýjungin í tízkuheiminum er sú, að prenta myndir á kjólefni, slifsi, trefla og jafnvel púða og húsgagna- áklæði. Það er ekki nóg að breyta sífellt um snið kjólanna, sídd og vídd, heldur þarf að finna upp nýtt skraut á þá, eitthvað frumlegt, sem aldrei hefir sézt áður. Það em nokkur ár síðan hafnar voru tilraunri til að prenta myndir á ofin efni og nú em tvær verksmiðjur famar að fram- leiða þetta í stórum stíl í Ameríku. Á kjólefni eru prentaðar rósir og perlufestar og jafnvel andlitsmyndir af eigendum kjólanna. Þetta er ágætt ráð til að vekja á sér athygli, en líklega geta þó fáar stúlkur fellt sig við af skreyta sig með myndum af þeim sjálfum, — eða hvað segið þið um það? En kjólar með prentuð- um rósamyndum geta verið Ijómandi fallegir. Þama sjáið þið einn af þessum prentmynda-kjólum. Karlmennirnir notfæra sér þessa Það er notalegt að halla sér að prentmyndanýjung. Á slifsinu er þessum kodda! Á koddanum er mynd mynd af Chrysler-byggingunni í New af kvikmyndaleikkonunni Hedy La- York, en hún sést einnig í baksýn, marr. við öxl mannsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.