Vikan


Vikan - 30.09.1948, Qupperneq 4

Vikan - 30.09.1948, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 40, 1948 „Rithöfundur - TZ" arl Rolf var í ljómandi skapi. Það átti að gefa út þriðju bókina hans, „Vatna- dísin“, og nú var hann sannfærður um, að hamingjan yrði honum hliðholl. Lizzie átti að verða sú fyrsta, sem fengi að vita fréttirnar, því að það var hún, sem hafði fyllt hann andagift og síðar fylgst með hetjunum, eftir því sem þær urðu til í heila hans, og hún hafði beðið í sömu eftir- væntingu og hann síðan handritið var búið. Karl, sem bjó heima hjá sér var mjög ræðinn við kvöldverðarborðið og kom föður sínum, sem var þögull landslags- málari, í gott skap, en hann gat samt ekki fengið móður sína til að brosa. Minna, einkasystir hans, sem var á þeim aldri, að allt virðist vera í ævintýraljóma, sagði fjörlega. „Hefurðu heyrt það, að Bertha og Alfreð, böm Winthers óðalsbónda koma hingað til borgarinnar og eiga að búa hjá okkur á meðan þau eru að lesa undir stúdentspróf." „Já, það verður ekkert skemmtilegt," stundi frú Rolf, „friðsæla heimilið okkar verður alveg eyðilagt, en tekjurnar eru miklar, við getiun því miður ekki neitað þeim á þessum erfiðu tímum, þegar þau borga vel fyrir sig.“ „Þau eru líka afskaplega rík,“ sagði Minna, „ætli það væri ekki eitthvað fyrir þig,“ sagði hún og sneri sér að bróður sínum. „Þú ættir sannarlega að freista gæfunnar þar, þau virtust vera mjög hrifin af „bróður mínum, rithöfundinum“, þegar við heimsóttum þau síðastliðið sumar.“ „Já, það væri óneitanlega betra, en þetta með ungfrú Möller,“ sagði móðir þeirra, en Karl sagði særður. „Það er ekki hægt að líkja Lizzie við nokkurn hlut og þar að auki á aldrei að reyna að koma fólki saman, ef það elskar ekki hvort annað. Sá, sem giftir sig vegna peninga verður aldrei hamingjusamur.“ Lizzie Möller var nýkomin heim frá vinnu sinni í postulínsverksmiðjunni og var að þurrka hendumar eftir að hafa þvegið þær vel úr sápu í eldhúsinu, þegar dyrabjöllunni var hringt. Systir hennar opnaði og Lizzie, sem hlustaði, gat strax heyrt í málrómnum hver það var og flýtti sér fram. „Lizzie!“ hrópaði Karl Rolf. „Það er búið að taka bókina. „Til hamingju, til hamingju,“ hrópuðu systurnar, um leið og þær drógu hann með sér inn í stofuna og hann hló hamingju- samur. Thyra, eldri systirin, sem var hjúkrunarkona og bjó með systur sinni í tveggja herbergja íbúð og þær skiptu heimilisverkunum á milli sín, sagði vin- gjarnlega um leið og hún hljóp fram í eldhúsið. - húsvöröur." Þýdd smásaga „1 dag á Lizzie frí. Ég skal hugsa um kvöldmatinn.“ „Við giftum okkur Lizzie. Við gerum það,“ hrópaði Karl æstur og þrýsti Lizzie að sér og hún kinkaði kolli hamingjusöm. „Já, það er alveg Ijómandi. Ég fæ 150 kr. á mánuði í verksmiðjunni og af þeim fara 40 kr. í húsaleigu og afgangurinn er nógur fyrir klæðnaði, sköttum og öllu öðru, en þú sérð um matinn, þetta verður alveg ljómandi." „Það var nú ekki ætlunin, að þú héldir áfram að vinna,“ sagði Karl dálítið hnugginn. „Ég á við, að ég eigi að sjá fyrir okkur báðum.“ En Lizzie sagði ákveðin. „Ég get alls ekki hætt við að mála, það hefur verið VEIZTU —? § 1. Sverðfiskar koma úr eggjum, sem § eru ekki stærri en títuprjónshausar, = en á einu ári geta þeir orðið 600 punda | þungir. Til hvers eru þeir veiddir? | 2. Hvenær var þýzka herskipinu „Scharn- \ horst“ sökkt í síðustu heimsstyrjöld ? = : 3. Hvenær voru feðgarnir Jón Jónsson i eldri og yngri á Kirkjubóli í Skutuls- i firði brenndir fyrir galdra? : 4. Hver var Arthur Scnitzler og hvenær i i var hann uppi? | 5. Hvað heitir höfuðborgin í Portugal? f I 6. Hvaðan er orðið „djákni" runnið? [ 7. Eftir hvern er óratoríið „Júdas i : Makkabeus" ? i 8. Hvaða saga hefst á þessum orðum: i „Ölafr var einn konungr yfir Nóregi i eftir andlát Magnúss, bróður sins“? i { 9. Hvenær var Tékkinn Jóhann Húss i ákærður fyrir t>'úarvillu og brenndur i lifandi ? i i 10. Hve há er ibúatala Mexico? Sjá svör á bls. 14. i takmark mitt alveg frá því, að ég var lítil stúlka.“ Karl sagði ekkert, og þegar Thyra f lutti nokkrum mánuðum síðar til vinstúlku sinnar, sem bjó nær sjúkrahúsinu, þar sem þær unnu, giftu þau sig og fluttu með bjartar framtíðarvonir inn í litlu íbúðina. Húsvörðurinn í gagnfræðaskólanum í Hólmbæ kom með mókörfu á bakinu más- andi upp tröppurnar, sem lágu upp í skóla- stofurnar á annari hæð. Hann kastaði körfunni frá sér við ofninn í 5. A og settist stynjandi á borð. Skólinn var á Jótlandi og húsvörðurinn var fyrrver- andi, upprennandi rithöfundur, Karl Rolf. Lizzie, kona hans, sem var að þvo glugga- kisturnar í sömu stofu sagði glaðlega en þó þreytulega. „Veslings gamli maðurinn, en hve þú stynur, maður gæti haldið að þú værir að minnsta kosti 90 ára, en þó ertu ekki meira en 35 ára.“ „Þetta eru andstyggilegar tröppur, eða réttara sagt er það mórinn. Það er mór niður eftir öllu bakinu á mér. Það er annars dæmalaus nízka, að það skuli ekki vera lögð miðstöð hérna í húsið, það er miðstöð í öllum öðrum skólum hérna í bænum.“ „Það væri að sjálfsögðu þægilegra, en við höfum góðan skólastjóra, sem vill okkur vel.“ „Þó það nú væri, eftir allt sem hann heimtar af okkur fyrir þessi smánar laun. Mundu, að ég verð að gera allt, hér hefur ekki verið einn einasti iðnaðarmaður í þau 3 ár, sem við höfum verið hér. Ég kalka veggina, mála, múra og geri alla trévinnu, fyrir utan allar þær rúður, sem ég set í. Hér er aldrei friður frá 7 á morgnana til 6 á kvöldin.“ „Það er satt,“ sagði Lizzie og byrjaði að þvo stóru töfluna. „Þeir hafa sannar- lega húsvörð, sem er listamaður á hvaða sviði sem er. Ég er mjög hreykin af þér,“ sagði hún um leið og hún fleygði klútnum í fötuna, sem stóð við hliðina á henni. Hún fór og settist við hlið manns síns og tók hönd hans. „Við höfum ekki haft heppnina með okkur, Karl,“ sagði hún hrygg, en hann svaraði um leið og hann klappaði henni á kinnina. „Við skulum heldur segja, að við höfum lent á rangri leið. En við höfum samt ástæðu til að vera þakklát yfir, að við fengum stöðuna héma, mundu, að það voru 80 umsækjendur um stöðuna." „Já,“ andvarpaði Lizzie. „Hamingjan er stundum dálítið duttlungarfull. Við verð- um líka að hugsa um börnin. Þau munu fá ókeypis kennslu." „Ég vona, að við verðum komin yfir alla erfiðleika, þegar þar að kemur,“ sagði Karl og síðan hélt hann áfram alvarlega: „Ég er viss um, að þetta er nokkurskonar prófraun, undirbúningur og það verður betra, ef við misstum ekki kjarkinn. Nei, Framhald á bls. 7. imiimiiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiimiitiMiitmmmimiiiimimn^

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.