Vikan


Vikan - 30.09.1948, Qupperneq 12

Vikan - 30.09.1948, Qupperneq 12
12 VIKAN, nr. 40, 1948 var kominn í skjól af veggnum vinstra megin. Lögreglubíllinn nam staðar á miðjum veginum. „Hvað nú?“ spurði Macpherson. Wimsey kveikti og gægðist varlega undir teppið. „Eruð þér enn lifandi, Sir Maxwell ?“ „Svo á að heita.“ „Jæja, ég held, að yður sé nú óhætt að koma út úr og teygja úr yður. Við þurfum ekki á yður að halda fyrr en klukkan níu. Setjist hjá sak- sóknaranum og fáið yður sígarettu og látið fara vel um yður.“ „Og hvað eiga hinir að gera?“ ,Þeir fara aftur með mér gangandi til Gate- house,“ sagði Wimsey glottandi. „Megum við ekki fara í bílnum ?“ spurði Macpherson raunamæddur. „Þú mátt það, ef þú vilt það heldur, en það væri drengilegra .að spjalla við mig mér til af- þreyingar. Ég verð að fá að tala!“ Það varð úr, að Macpherson færi gangandi með Wimsey, en Dalziel kæmi i bílnum á eftir, ef áætlunarbíllinn skyldi reynast yfirfullur. Wimsey bað saksóknarann að gæta þess, að líkið hagaði sér skikkanlega, veifaði glaðlega til þeirra í kveðjuskyni og arkaði af stað við hlið Macphersons i áttina til Gatehouse, 10 km leið. Síðasti spottinn var verstur, því að umferðin var farin að aukast, og þeir urðu stöðugt að vera að skjótast í felur bak við veggi eða inn í runna. Á síðustu stundu lá við að blaðasöludreng- urinn kæmi auga á þá. Þeim vannst rétt tími til að skjótast inn i þyrnirunna áður en hann kom í Ijós á veginum, blístrandi. „Bannsettur blaðsölustrákurinn," sagði Wimsey. „Ferguson hefur auðvitað reiknað með honum. Annars er sennilegt, að hann hafi verið á ferð- inni, en ég vildi ekki halda likinu úti alla nótt- ina. Klukkuna vantar fimmtán minútur í átta. Okkur hefur gengið vel, og nú skulum við skjótast síðasta spottann." PSÍT hlupu upp stíginn, opnuðu dyrnar á húsi iCampbíslls, földu lykilinn, létust taka inn mjólk- ina og hella hluta af henni í vaskinn, tóku inn blrjð og bréf og rifu þau upp og flýttu sér síðan yfir í hús Fergusons, sauð egg og bjó te og settist síðan að snæðingi. Klukkan átta sáu þeir frú Green ganga niður stíginn. Wimsey leit út um gluggann og veifaði vingjarnlega til hennar. „Það er betra að aðvara hana, Macpherson,“ sagði hann. „Hún er vis að fá slag, þegar hún sér, hvernig umhorfs er hjá Campbell." Macpherson flýtti sér út og sást hverfa inn í húsið til Green. Vonbráðar kom hann út aftur, brosandi út undir eyru. „Allt í lagi,“ sagði hann, „hún segir að allt líti nákvæmlega út eins og morguninn, sem Campbells var saknað.“ „Gott sagði Wimsey. Hann lauk við morgun- verðinn, lét rykfrakkann í ferðatöskuna og fór eftirlitsferð um húsið til að fullvissa sig um, að allt væri eins og það átti að vera. Hann fór út, mætti frú Green fyrir utan, talaði við hana nokkur orð, gat þess, að hann ætlaði að ná strætisvagninum til járnbrautarstöðvarinnar og lagði svo af stað niður stíginn. Rétt eftir klukkan hálfníu heyrðist strætis- vagninn koma. Wimsey gaf honum merki og komst inn. Lögreglubíllinn kom á eftir, farþeg- unum til mikillar undrunar. Klukkan níu óku strætisvagninn og lögreglu- bíllinn inn á stöðina. Wimsey steig út og gekk að b'ílnum. „Ég vil að þú komir með mér að lestinni, Macpherson. Þegar lestin er farin, ferðu aftur til Dalziels, og svo farið þið út á veginn og takið hinn bílinn.“ Þeir kinkuðu kolli og Wimsey gekk inní stöð- ina með Macpherson á hælunum. Hann talaði við stöðvarstjórann og miðasalann og keypti fyrstafarrýmismiða til Glasgow. Eftir nokkrar mínútur var gefið merki um að lestin væri að koma, og burtförin átti að vera frá pallinum hinum megin. Stöðvarstjórinn fór yfir með stafinn undir hendinni. Farþegarnir úr strætisvagninum streymdu yfir linuna og strætisvagnastjórinn á eftir þeim til að ná í farþega, sem voru að koma. Miðasalinn fór inn i skrifstofu sína og tók upp dagblað. Wimsey og Macpherson fóru yfir linuna með hinum farþegunum. Lestin kom inn á stöðina. Wimsey kvaddi Macpherson með innilegu handabandi, eins og hann væri að fara i langferð, og fór inn í fyrsta- farrýmisvagn, sem brautarvörðurinn hélt opnum FELUMYND Hvar er kóngssonurinn ? fyrir honum. Stöðvarstjórinn skiptist á stöfum og nokkrum orðum við varðmanninn. Kassa með hænsnum var ekið að vöruvagninum. Allt í einu varð Macpherson ljóst að hann hefði átt að fara með Wimsey. Varðmaðurinn veifaði stafnum með flagginu. Brautarvörðurinn skipaði Macpherson að fara frá. Lestin ók af stað. Macpherson horfði eftir brautinni til beggja hliða og sá, að hún var auð. „Skollinn sjálfur!" sagði Macpherson, og sló á lærið á sér. „Inn öðrum megin og út hinum megin. Gamalt og þrautreynt ráð.“ Hann hljóp yfir línuna og til Dalziels. „Bannsettur bragðarefurinn!“ sagði hann með aðdáun. „Hann gerði það! Sástu hann koma yfir ?“ Dalziel hristi höfuðið. „Var það það, sem hann gerði? Stöðvarhúsið er á milli okkar. Það er stígur gegnum garð stöðvarstjórans. Hann hefur komið eftir honum. Við skulum 'koma.“ Þeir fóru út um stöðvardyrnar og út á veginn. Á undan þeim gekk litill, gráklæddur maður, rösklega. Klukkan var þá tíu mínútur yfir níu. I 28. PÉTUR WIMSEY LÁVARÐUR. Líkið var aftur látið inn í bílinn. Wimsey setti á sig hatt Campbells og fór í frakkann hans og vafði hálsklútnum um hökuna svo að sem minnst sæist af andlitinu. Hann ók bílnum aftur á bak út á veginn og ók hægt af stað til Creetown. Vegurinn var grýttur, og Wimsey vissi, að hjólbarðarnir voru slitnir. Það hefði orðið örlagarikt, ef sprungið hefði hjá honum. Hann gætti þess að aka ekki meira en 30 km hraða. Honum datt í hug, að það hefði verið mikil taugaáreynsla fyrir Ferguson að aka svona hægt, þegar tíminn var svona naumur. Það hefur hlotið að vera mikil freisting að aka allt hvað af tók, einkum þegar þess er gætt, að lik var í bílnum. Vegurinn var alveg auður. Einu sinni varð hann að fara út úr til að opna brú og kom aftur í ljós vinstra megin. Sólin hækkaði óðum á lofti. Klukkan tuttugu til tuttugu og fimm mínútui' yfir niu komu þeir fram á brekkubrúnina fyrir utan Creetown, andspænis klukkuturninum. Wimsey beygði til vinstri, inn á aðalveginn og beint í flasið á eiganda Ellangowangistihússins, sem var að tala við bilstjóra við benzinsalann. Andartak starði hann eins og hann hefði séð draug — svo kom hann auga á Macpherson og Dalziel, sem komu á eftir í bílnum með sak- sóknaranum, og veifaði til þeirra brosandi. MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. 1. Raggi: Eva er æst i að fá að vera með í handknattleik karla með okkur! Maggi: Nú vandast málið! 2. Maggi: Hún er bókstaflega í öllum leikum með okkur, ... 3. Maggi: . . . en að hafa stúlku með sér í handknattleik karla . . . það er ómögulegt! 4. Eva: Bæði þið og stelpurnar eruð alltaf að tönnlast á því, að ég sé eins og strákur, hvers- vegna má ég þá ekki vera í handknattleik með strákum ?

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.