Vikan


Vikan - 30.09.1948, Síða 9

Vikan - 30.09.1948, Síða 9
VIKAN, nr. 40, 1948 9 FRÉTTAMYNDIR Brezkur sjómaður, Coxswain John Watters frá Fowey í Cornwall, sem hertogafrúin af Kent afhenti nýlega heiðurspening fyrir hetjulega björgun úr sjávarháska. Hann bjargaði sjö mönnum af mótorskipinu „Empire Contamar'1 í fárviðri, eftir að björg- unarbátur skipsins hafði laskast. Maðurinn í bjarghringnum var að dorga á bryggju í San Pedro í Kaliforníu, þegar hann festi fing- urinn á öngli og datt í sjóinn. Til vinstri sést maður vera að bjarga honum, en til hægri er búið að sveipa hann teppi og verið að fara með hann á sjúkrahús til að ná önglinum úr fingrinum á honum og gera að sári, sem hann fékk á höfuðið í fallinu. Italskir kommúnistar í kröfugöngu í Rómaborg. Jersey Joe Walcott (í miðju) fór fram á að dómurinn um keppni hans við Joe Lewis um heimsmeistaratitilinn í hnefaleik yrði gerður ógildur. Þeirri kröfu hans var hafnað, en formaður hnefaleikanefndar- innar í New York, Eddie Eagan (til vinstri) sagði, að nefndarmenn- irnir „gerðu ráð fyrir", að séð yrði til þess, að hann fengi að keppa aftur við Lewis. Til hægri við Walcott er mnbjóðandi hans, Joe Webster. Þann 15. ágúst héldu Indverjar hátíðlegt eins árs fullveldis- afmæli sitt. 1 tilefni þess voru gefin út ný frimerki með mynd af Gandhi. Á frímerkinu stendur „Bapu“ (faðir), og 2. okt. 1869 —30. jan. 1948, en það eru fæð- ingar- og dánardagar hins mikla leiðtoga.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.