Vikan


Vikan - 30.09.1948, Page 15

Vikan - 30.09.1948, Page 15
VIKAN, nr. 40, 1948 15 v v © ♦ ►5 ►5 v © V V © V © ►5 v ►5 v í V © © V © 1^1 Happdrætti Háskóla Islands Dregið verður í 10. flokki 11. okt. 602 vinningar — samtals 206.200 kr. Hæsti vinningur 25.000 krónur. Endurnýið strax í dag Tilkynning um dráttarvexti af sköttum og tryggingagjöldum í Keykjavík. Dráttarvextir falla á skatta og tryggingagjöld ársins 1948 hafi gjöld þessi ekki verið greidd að fullu föstudag- inn 8. október næstkomandi. Á það, sem þá verður ógreitt af gjöldunum, reiknast dráttarvextir frá gjalddaga, sem var í janúar s. 1. að því er snertir fyrri helming almenna tryggingarsjóðsgjalds- ins, en önnur gjöld féllu í gjalddaga á manntalsþingi, 31. júlí síðastliðinn. Tollstjóraskrifstofan, Hafnarstræti 5. v V © I | I © K © © © © © Sparisjóðsdeild bankans I I verður framvegis opin kL 5—7 síðdegis alla virka daga nema laugardaga, auk venjulegs afgreiðslutíma. Á þeim tíma verður þar einnig tekið á móti innborgunum í hlaupareikning og reikningslán. Ötvegsbanki ísiands h.f. & & I <«> i « $ f § & Heilög María frá Skarði. Hún er í ártíðaskrá frá 13. öld, í Árnasafni í Kaupmannahöfn. Myndin er í rómönskum stíl. Hún er teiknuð með fjöður og síðan máluð með íslenzkum jurtalitum. Stórmerkilegir fyrirlestrar um íslenzka list Björn Th. Björnsson listfræð- ingur er um þessar mundir að flytja fyrirlestra í Austur- bæjarbíó í Reykjavík um ís- lenzka myndlist á miðöldum. Þeir eru haldnir á vegum Handíða- og myndlistaskólans og verða alls þrír og þeir, sem þegar hafa verið haldnir, er þetta er skrifað, hafa reynzt stórmerkilegir og fróðlegir og flutningurinn skemmtilegur. Mikið af myndum hafa verið sýndar, til skýringar, og þær gert mönnum enn skiljanlegra, hve hér er um athyglisvert efni að ræða. Bjöm Th. Bjömsson er fæddur 1922 í Reykjavík, sonur Baldvins gullsmiðs Björnsson- ar, hins mesta hagleiksmanns. Móðir hans, Martha Clara, er þýzk. Björn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, sigldi á sama ári til Bretlands og nam listsögu þrjú næstu árin í Edinborg og London. Fór hann námsför til Tékkóslóvakíu til að athuga ,,barrokk“-’'ygg/ingalist. Síðan hélt hann til Svíþjóðar og var um skeið við háskólann í Gautaborg, hjá hinum fræga listfræðingi Axel Romdahl. Svo var hann tvo vetur við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Jafn- framt hinu almenna listnámi hefur hann viðað að sér gögnum um íslenzka miðaldalist í lista- og bókasöfnum hinna ýmsu landa, en þó aðallega í söfnum í Kaupmannahöfn og eru fyrir- lestramir þrír yfirlit um rann- sóknir þessar. Með þessum fyrirlestrum er opnaður algerlega nýr og geysi- mikill vegur í menningasögu þjóðarinnar, sem hingað til hefur legið grafinn, og af þeim getum við séð, að íslenzk mynd- list hefur verið samfelld og lífræn þróun allt frá landnámi og framyfir siðaskipti. Fyrir- lestrarnir hafa verið vel sóttir, en það væri sannarlega þörf á. því, að þeir yrðu prentaðir ásamt myndunum, svo að al- menningi gæfist kostur á að athuga þá og læra af þeim í ró og næði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.