Vikan


Vikan - 30.09.1948, Síða 10

Vikan - 30.09.1948, Síða 10
10 VTKAN, nr. 40, 1948 • HEIMILIÐ • Börnin eiga Eftir dr. G. C Myers. IVfatseðiiiimire Tízkumyndir Fiskur í hlaupi með remoladisósu. 500 kr. fiskur, y2 1. fisksoð, 6 bl. matarlím, 2 egg, grænar baunir, rauður matarlitur. Matarliturinn og edikið er sett út i soðið, því næst matarlímið, sem áður hefur verið brætt yfir gufu. Dá- litlu af soðinu hellt í randmót og látið stífna. Þegar það er orðið stíft, er fiskinum, grænum baunum og eggjunum raðað á og svo afgangin- um af soðinu hellt yfir. Látið standa til næsta dags. Þá hvolft á fat og borðað sem forréttur i stað súpu. Remoladisósa: Mayonnaise úr 2 eggjarauöum og 2y2 dl. matarolíu. 1]4 dl. þeyttur rjómi, 2 matskeiðar kapers, safi úr V2 sítrónu. Fyrst er mayonnaisen hrærð og að því loknu er rjóminn stífþeyttur, þessu svo blandað saman og kryddið sett út í. Rommbúðingur. y2 1. þeytirjómi (þar af 1% dl. til þess að skreyta með), 100 gr. strausykur, 2 egg, 3 matskeiðar romm, 5 bl. matarlím. Eggjarauðurnar og sykurinn hrær- ist saman í 10 mín. og rjóminn og eggjahviturnar er stífþeytt sitt í hvoru lagi. Þessu öllu blandað saman. Því næst er rommið sett í og síðast matarlímið. Hellt í glerskál og láti i stífna. Skreytt með því, sem eftir er af rjómanum. Rauð sósa borin með. Flest börn alast upp í iðjuleysi heima hjá sér á meðan móðir þeirra þrælar fyrir þau. Margar mæður vinna þangað til þær veröa alveg magnþrota og deyja fyrir aldur fram, af því að þær hafa ekki alið börnin upp við að hjálpa til við erfiðisvinnu heimilisins. Þær yíirgefa þannig börnin, þegar þau þurfa mest á Mynd þessi er frá tízkusýningu í Kvikmyndaleikkonan Jane Hylton, er búin að láta klippa hár sitt, London. Þetta ej útikjóll úr brúnu samkvæmt nýjustu tízku. ,,tweed“-efni og fylgir honum hálfsið kápa. --------------------------------- Rauð sósa: 2 y2 dl. saft (má hafa hvaða saft sem vill), iy2 dl. vatn, 20 gr. sagómjöl. Sagómjölið og vatnið er hrært vel, sett yfir eld og látið sjóða, en hræra verður stöðugt i á meðan. Þá er saftin sett x og ágætt, ef til er sítróna, að setja svolítinn safa úr henni. H U S RAÐ Ef laukur er soöinn í hvítkáls- súpunni kemur engin vond lykt í íbúðina, auk þess sem laukurinn gerir gott bragð af súpunni. Þykk franslcbrauðssneið, sem lögð cr ofan á kálið di-egur einnig úr lyktinni. Það er ágætt að nota kjöthamarinn til a3 útflúra heimabakað kex. * Sópurinn á að hanga á snaga, annars slitna hárin á honum miklu fyrr. Hin fræga franska leikkona Edwige Feuillere í kvikmyndinni „Kven- hatari“. Ballkjóllinn, sem hún er í hér á myndinni er úr hvítu tylli, sem á eru festir litlir, silfurlitir steinar. Á pilsinu eru sex pifur eða það er svo- nefnt „tasíupils". Hanzkarnir og stykkið ofan á blússunni eru úr fjólu- bláu silkiflaueli. Hún ber einnig dýrmæta demantsfesti og annband. handleiðslu hennar og félagsskap að halda og minningin um hana verður af henni sem gamalli og þreyttri. Og ennfremur hefur hún rænt þau siðferðisskyldu og skilið þau eftir með lítillri lífsreynslu. Hún hefur ekki unnið athygli þeirra og aðdáun. Því meir sem hún hefur þrælað fyrir þau, þeim mun leiðinlegri verður minningin um hana. Bezta aðferðin fyrir móður að missa yndisleika sinn og glæsileik snemma og til að verða gleymd af börnum sínum, eftir að hún er dáin, er að láta börnin alast upp í iðju- leysi á meðan hún sjálf þrælar og gerir það, sem börnin hefðu átt að gera. Móðir skrifar mér um 10 ára dóttur sína og 8 ára son. Um dóttur- ina segir hún, að hún hafi engan áhuga á því, sem hún á að gera. Henni þykir gaman að baka og búa til mat en vill ekki þvo upp, þurrka ryk og hugsa um herbergið sitt. Einn daginn gerir hún, ef til vill eitthvað, en nennir því svo ekki næsta dag. Sonur minn er viljugri að hjálpa, en hann vill heldur hjálpa föður sínum að gera við eitthvað eða gera eitthvað annað létt starf. Ég vildi biðja yður að hjálpa mér til' þess að fá dóttur mína til að hugsa betur um herbergið sitt og hjálpa mér við heimilisstörfin. Ég svaraði á þessa leið. Þér gerið ráð fyrir að þér ættuð að gera eínhver heimilisstörf meira aðlaðandi fyrir dóttur yðar. En þér getið það ekki. Yður finnst einnig heimilis- störfin ekki vera fyrir drengi. En það eru þau einmitt. Sonur yðar getur og á að læra það, sem dóttir yðar getur og á að gera. Þér og maðurinn yðar skuluð ákveða hvað sonurinn og dóttirin eiga að gera innan- og utanhúss. Þau eiga t. d. að þvo upp eftir kvöldverðinn og ef þau nöldra út af því þá skiptið ykkur ekki af því. Skrifið niður á- kveðin verk fyrir þau vikulega. Þegar þau slæpast eða neita að gera það sem þau hafa átt að gera, þá skuluð þið láta þau sitja kyrr, þar sem þið getið séð þau, helmingi lengri tíma en -það hefði tekið þau að gera verkið og láta þau ekki vinna það þann dag. Ekki að láta undan og haldið þessu áfram dag eftir dag, ef með þarf. Ef annaðhvort þeirra reynir að standa upp áður en tíminn er út- runninn þá skuluð þér taka í þau. Verið umfram allt ákveðinn. Þegar þau hafa fundið til ábyrgðar gagn- vart starfi sínu í nokkra daga þá getið þið hjónin hjálpað þeim, án þess að þau finni það. Það er betra, en að láta börnin hjálpa foreldr- unum,, Hvert barn ætti að vita, hvenær dagsskyldunni er lokið, en ekki standa og bíða eftir nýju verki, sem ekki er skrifað á dagsskipunina. Þér ættuð ekki að reyná þetta við börn, sem eru eldri en 12—13 ára.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.