Vikan


Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 30.09.1948, Blaðsíða 5
itiiiittiiiiiimiimiiiiiiiHKiikliimiuimi t,A VIKAN, nr. 40, 1948 5 Framhaldssaga : ..... PARAMÞÍS ............ ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD verðinn. „Mér finnst að hann muni á hverri stundu koma hlaupandi með dillandi rófu niður stíginn. Æg hefi aldrei séð eins yndislegan og stoltan hund, enda þótt hann hefði þann slæma smekk að geta ekki þolað mig.“ „Hann var alveg hættur að amast við þér,“ sagði Stella og gaf Harringay hornauga. Hún var sannfærð um að hann vildi ekki tala um Chang — ungfrú Emrys og Gay voru sömu skoðunar og forðuðust að minnast á Chang, en Clare virtist aldrei geta hætt að tala um þetta og sýndi um leið ónærgætni, sem var mjög ólíkt henni. „Já, það varst þú, sem siðaðir hann.“ Clare brosti til Stellu. „Honum þótti vænt um þig, var það ekki svo? Veslings Stella! Þig hlýtur að taka þetta afar sárt, en auðvitað var þetta ekki þín sök!“ „Mín sök — ?“ „Já, hann hlýtur að hafa verið að elta þig. Enginn fer svona snemma út til að baða sig.“ „En ég var ekki komin niður.“ „Já, en það vissi hann ekki. Auðvitað gægðist hann á eftir þér — hvers vegna hefði hundurinn annars farið fram á klettana?“ „Ó, Clare!“ stundi Stella. „Heldur þú í raun og veru að það hafi verið þannig. Mér þykir ó- bærilegt að hugsa til þess.“ „Lofið okkur að vera laus við þetta nöldur i ykkur," greip Harringay hörkulega fram í fyrir þeim. „Það er komið, sem komið er og enginn á sök á því. Nú skulum við gleyma því.“ Hann sneri sér snöggt við og gekk til skrifstofu sinnar. „Veslings Piers,“ sagði Clare, „honum þótti svo vænt um hundinn." „Já,“ sagði Stella stuttlega. Mercedes kom inn um hliðið og gekk fram hjá þeim með slóttugu brosi. Stella stóð á önd- inni. „Hvað er að þér?“ spurði Clare. „Ekkert. Ég verð að fara til að tala við Manúelu." Stella hraðaði sér í gegnum garðinn. Hún var allt í einu orðin náföl. Henni hafði orðið litið á brúna hönd Mercedes um leið og hún fór fram hjá, og sá að hún hafði kross- lagt tvo fingur og bent á Clare. Á þessum tveimur og hálfa mánuði, sem Stella var búin að vera meðal þessa fólks var hún farin að þekkja ýmsar venjur þess og þar á meðal hvað þetta merki þýddi. Hún gekk til eldhússins, eh þar þótti henni alltaf gaman að lcoma. Þarna var Manúela ein- völd og hún var ekkert hrifin af nýtízku breyt- ingum og uppfinningum. Það var alltaf minnst tíu manns í þessu geysi- stóra eldhúsi og stundum fleiri. Voru þetta ungar stúlkur, sem hlýddu fyrirmælum Manúelu í öllu og svo gömul skyldmenni þeirra, sem sátu á hækjum sinum og töluðu án afláts. Stellu fannst mest gaman að koma í eldhúsið á kvöldin, þegar logaði glatt og birta féll á vingjarnleg og hrukk- ótt andlit gamalmennana. Hún var aldrei viss um hvað þau voru mörg, sem sátu þarna, og hún furðaði sig á hvernig Manúela gat lagað matinn í þessari ringulreið. En svona vildi T.Ianúela hafa það og hún talaði meira sjálf en nokkur annar þarna. Núna, þegar Stella nálgaðist dyragættina, heyrði hún sama samræðultliðinn, en það var engin glaðværð í honum. Fólkið talaði lægra og með alvörusvip, og þegar Stella kom inn varð steinhljóð. Hún litaðist undrandi í kringum sig. Svona móttökur hafði hún aldrei fengið þarna. „Hvers óskar ungfrúin? spurði Manúela og flýtti sér að koma á móti henni. Stella sagði henni erindi sitt og stamaði það á spönsku, því að Manúela skildi ekki ensku. Fólkið hafði alltaf gaman að þegar hún var að babla spönskuna og brosti að henni og skemmti Stella sér þá ekki sið'ur við það. En i dag sátu allir þögulir og það var eins og hin skyndilega koma hennar hefði skelft það og því liði illa. Þó fann Stella að þetta stafaði ekki af andúð á henni. „Já, senorita, það skal ég gera,“ svaraði Manúela og kinkaði kolli — .vingjarnlega en þó greinilega þannig að hún óskaði ekki eftir frekari viðræðum. Stella var undrandi' og óróleg, þegar hún fór aftur út úr eldhúsinu. Gavarro-hjónin og Bill Freeland og kona hans komu akandi sama daginn til að drekka te með Gay. „Við höfum sorglegar fréttir að segja,“ sagði ungfrú Emrys, þegar þau öll að Harringay undanskildum, sem hafði riðið burt eftir há- degisverðinn, voru komin í svefnherbergi Gays. Og hún sagði þeim frá dauða Changs. „Ó, það var leiðinlegt," sagði Bill. „Veslings litli hundurinn." „Þetta er ömurlegt!" sagði Pussy. Og Senor Gavarro, sem hataði hunda, lét í ljós meðaumkun sína. Frú Gavarro sagði aftur á móti ekkert en enginn veitti undarlegri þögn hennar athygli nema Stella. Bill og Pussy, sem höfðu dálæti á hundum spurðu nákvæmlega um atburðinn og Clare varð fyrir svörum og lét sem henni félli þetta þungt. Hún tók það fram að þetta hefði enginn gert með vilja, en það skein í gegnum frásögn hennar að það mætti þó kenna hirðuleysi Stellu um —- en auðvitað var það óviljandi. Frú Gavarro var hin eina, sem lét ekki í ljós meðaumkun sína. Stella horfði á hana, þaðan sem hún sat á bak við teborðið og svörtu augun mættu augnaráði hennar með kulda og undar- legum glampa. Stella megnaði ekki að líta undan og allt í einu fann hún til ótta, en hvað hún óttaðist vissi hún ekki. Hún vissi bara að hún var hrædd við hina vingjarnlegu frú Gavarro — alveg eins og hún hafði orðið hrædd við Mercedes og Manúelu í eldhúsinu. Það var eins og þær byggju báðar yfir sama leyndarmálinu. lít úr augum frúarinnar las Stella það, sem hún vildi ekki vita og gat naum- ast trúað og hún fylltist skelfingu. „Slíkt getur ekki átt sér stað á meðal Eng- lendinga og menntaðs fólks,“ hugsaði hún. „Frú Gavarro er spönsk — og kannske Spánverjar láti sér ekki bregða við slikt — en hún hefur engan rétt til að gruna — ó, hún hlýtur að vera brjáluð!" Og að lokum litu svörtu augun af henni, frúin sneri sér uridan og Stella andvarpaði af fegin- leik. Hún leit á Clare, sem yndisleg og fögur sat við hlið Gays og hélt í hönd hans. Clare var alltaf svo blíð og góð við hann í þessum veikindum. Clare var lífsreynd og menntuð heimskona. Það gat vel verið að hún væri ást- fangin af Harringay og reyndi að tæla hann, en hún var ekki fyrsta konan, sem það reyndi og líklega ekki sú síðasta. Hvað sem því leið, þá var það ekki nema mannlegt. Senora Gavarro grunaði þetta og áfelldi hana harðlega fyrir það, en hún hafði engan rétt til að gruna Clare um dýrslega grimmd og horfa á Stellu eins og 'nún væri samsek henni í þeim grun. „Hún er brjáluð,“ hugsaði Stella aftur. „En hvað hún hugsar ljótt um aðra.“ Gay, sem lá upp við kodda, sá fölt og dapur- legt andlit Stellu og vildi hætta þessu tali. „Tölum um eitthvað skemmtilegra. Þetta eru fyrstu gestirnir, sem ég fæ eftir uppskurðinn.” „Þú ert svikahrappur,“ sagði Bill, „og gerir þér bara upp þessi veikindi." „Hann nær sér áreiðanlega," sagði ungfrú Emrys glöð. „Við erum afar ánægð með, hvað honum fer fram með hverjum deginum, sem líður.“ „Já, hann hressist áreiðanlega," sagði Senor Gavarro innilega, „þar sem hann hefur þrjár svona yndislegar stúlkur til að stjana við sig. Ég myndi með gleði vilja liggja fyrir hann.“ „Ég er spilltur af dekri. Það viðurkenni ég. Einkum á þessi ófríða, en góða kcna sök á því.“ Gay horfði með aðdáun á Clare og hún brosti og þrýsti hönd hans.“ „Hafið þér enga hjúkrunarkonu ?“ spurði Senora Gavarro á rólegan hátt. „Ó, nei,“ svaraði ungfrú Emrys. „Við höfum enga þörf fyrir hana. Miguel þvær honum og rakar hann — hann er svo laginn við allt. Það er i raun og veru ekkert að gera. Við vonum að Gey komist á fætur eftir viku, Garoni læknir skoðaði hann í gær og gaf okkur góðar vonir um það.“ „Það er bezti náungi," sagði Bill, „en er hann ekki að verða nokkuð gamall ?“ „Jú, við þyrftum að hafa annan lækni hér á eyjunni." „Mesta vitleysa," mótmælti Gavarro. „Kai'linn er ágætur.“ „Piers ber takmarkalaust traust til hans,“ sagði ungfrú Emrys, eins og það væri nóg. „Hann er blátt áfram ástfanginn af Clare," sagði Gay. „Hann er afar vingjarnlegur,“ sagði Clare, „og afbragðs læknir líka.“ Þegar gestirnir kvöddu skömmu síðar, fylgdi Stella þeim niður að bilunum. Frú Gavarro rétti henni höndina að skilnaði og mælti: „Þér verðið hér áfram, ungfrú Mannering, er ekki svo?“ „Já, áreiðanlega," sagði Stella. „Það hefur ekki verið minnzt neitt á það að ég ætti að fara —“ „Það er gott,“ svaraði frúin rólega. „En munið það, sem ég hefi sagt. Þér þekkið símanúmer mitt, ef þér þurfið einhvern tíma að tala við mig, já, þá — já, Juan, ég kem. Verið þér sælar ungfrú Mannering." Stella stóð kyrr í hliðinu og horfði á eftir bíl- unum niður trjágöngin. Þau höfðu drukkið teið snemma þennan dag og sólin var ennþá hátt á lofti. Stella hafði alltaf elskað hið sífellda sól- skin á Paradís, en í dag fannst henni þessi skæra birta boða eitthvað illt. Hún hafði lært margt um Paradís á þessum tveimur mánuðum, , um baráttu trjánna og jurtanna gegn þeim öflum, sem reyndu að tortíma þeim. Sandrokin, óveðrið og jafnvel sólin, sem var þó þeirra orkugjafi, voru óvinir þeirra. Hinir stóru niðurgröfnu vatns- geymar, sem áveituvatnið kom úr, voru háðir duttlungum skýjanna, þeir gátu þornað upp á einu sumri og ráðalaust fólkið horfði þá á

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.