Vikan


Vikan - 30.09.1948, Page 7

Vikan - 30.09.1948, Page 7
VIKAN, nr. 40, 1948 7 Úr ýmsum áttum — Plöntur anda að sér lofti, þó að þær hafi ekki lungu. Þær sjúga til sin næringu, en hafa engan maga. Þær hafa nokkurskonar bróðrás, en ekkert hjarta. Þær búa yfir nokkurs konar tilfinningum, en hafa ekkert taugakerfi. Þær geta „séð“ ljósið, en hafa engin augu. ! ! ! Það er almenn trú, að aparnir tíni lús hver af öðrum. En það eru hvorki lýs né flær, sem þeir eru að tína, þegar þeir eru að tutla hver í annan, heldur örsmá sandkom, sem setzt hafa í feldinn við svitaútgufun. ! ! ! öll spendýr eru litblind nema menn- imir og apamir. Það er engin sönn- un til fyrir því, að rautt hafi æsandi áhrif á naut. Nautabanamir gætu æst nautin alveg jafnmikið, þó að þeir notuðu hvítt klæði. Einhverju sinni á seytjándu öld fann austurrísk keisaradrottning upp á því að safna öllum risum og dvergum í rikinu í eitt hús. Margir óttuðust, að risamir færu illa með dvergana, en ekki vom nema fáir tímar liðnir, þegar kvartanir komu frá risunum, að dvergamir væm sí- fellt að erta þá og stríða þeim, jafn- vel ræna þá! Verðir vom þá strax settir í húsið til að vemda risana fyrir dvergunum! ! ! ! í Vestur-Indlandi em hvítu blóm kaffitrésins notuð af ungum stúlk- um sem brúðarvendir. Fyrr á tím- um notuðu arabískar konur kaffi sem ilmvatn. 1 Austur-Afríku búa karl- mennimir til pípur úr kaffitrjánum. Þau eru einnig notuðu í húsgögn. ; ; ; Margskonar trú og hjátrú hefir ríkt og ríkir enn í sambandi við eld- inn, og margar erfðavenjur eru bundnar við hann. Bálin, sem kveikt em á Jónsmessunótt, höfðu uppmna- lega það hlutverk, að magna hita sólarinnar, sem frá þeim degi tók að þverra. ; T I Menning eyjarinnar Krítar í Mið- jarðarhafi stóð með miklum blóma um 2500 árum fyrir Krist. Knossos var mikil og auðug borg á eynni og þar sat Minos konungur. (Minos var konungaheiti Kriteyinga, eins og Egiptalandskonungur var kallaður Paraó). 1 höll hans vom margskon- ar þægindi, svo sem streymandi vatn og baðherbergi. Konungur hafði mikl- ar veizlur og sýningar, m. a. léik- fimisýningar, nautaöt voru tíðkuð og klæðnaður kvenna var furðu lik- ur því, sem hann varð löngu, löngu seinna, víða um heim; t. d. vom kon- ur í lífstykkjum og höfðu leggingar á kjólum. Málmsmíði og munir Krít- eyinga á þessum timum, var oft for- kunnar fagurt, svo var og um mynda-, leirkera- og fílabeinssmíði þeirra, vefnað, gimsteinaskraut og málverk. ! ! ! Varir negranna em „fmmstæðari" — það er að segja líkjast vömm apa- forfeðra okkar meira — en varir hvítra manna. Aftur á móti stendur hvíti maðurinn nær öpunum að því er viðkemur hárvexti líkamans. önn- ur eðlisfræðileg atriði em einnig nokkuð mismunandi, sem sanna, að á sama tima og þróunin er lengra á veg komin hjá hvítum mönnum i sumum atriðum, hefir þróunin náð hærra marki hjá negrunum í öðr- um atriðum. ; t ; Álitið er, að fyrstu sokkarnir hafi verið prjónaðir í Skotlandi. Þaðan barst sokkaprjónið til Frakklands, og þar myndaðist bráðlega hópur af fólki, sem prjónaði sokka — með hinn skozka St. Fiacre sem vemdar- dýrling. „Riíhöfundur — húsvörður." Framhald af bls. 3. ' góða mín, maður verður að verjá sig pieð þolinmæði,“ sagði hann um leið og hann fór út úr stofunni, en Lizzie kallaði glað- lega. „Já, það skaltu gera, þá getur þú vonazt eftir að verða konungur í einhveriu landi.“ Hún stóð upp með erfiðleikum. Það var svo gott að hvíla sig örlítið, jafnvel þó að hún yrði seinni fyrir bragðið. En litlu drengirnir þrír voru einir niðri í íbúðinni, og þó að hún hlypi oft niður til þeirra, þegar hún fór úr einni stofunni í aðra, þá gat samt alltaf eitthvað komið fyrir, hugsunin um það kom henni til að þjóta upp og hún hljóp hratt niður. Karl Rolf sat þetta sama kvöld boginn yfir ritvélinni. Hann var að ljúka við að hreinskrifa leikrit sitt, en hann bjóst ekki við mikpi. Kc>nn hafði verið eins og í leiðslu, þegar hann skrifaði þetta, lifði með hetjunum, gleymdi skólanum, hrein- gerningu og öllum þeim kvölum, sem vinnan olli honum, en þegar hann hafði lesið það yfir, þá fannst honum þetta vera mjög lítilfjörlegt — hugmyndin, tilhög- unin á leiksviðinu, já allt saman, það borgaði sig varla fyrir hann að senda þetta af stað. Hann hafði síðan hann giftist skrifað 5 leikrit og hafði fengið öll send aftur með jöfnu millibili. Hann og Lizzie höfðu verið gift í 3 ár, þegar hún varð að segja upp stöðu sinni í postulínsverksmiðjunni. Þá var von á þriðja barninu og þau höfðu skilið það, að bæði heimilið og börnin mundu bíða tjón á fjarveru hennar frá heimilinu, einkum þar sem laun hennar voru ekki nógu mikíl, til þess að þau gætu haft húshjálp. Hann hafði skrifað smásögur, skáld- sögur tóku of langan tíma og á hverju áttu þau að lifa, skuldirnar, sem þau höfðu hleypt sér í, tóku allt, sem Lizzie vann sér inn. Þessvegna höfðu þau fengið þá hug- mynd að sækja um húsvarðarstarfið, því að þá gátu þau alltaf lagt hluta af launum til hliðar. Þetta hafði verið ætlun þeirra, en þegar hann hafði aðeins kvöldin til sinna ráða og var þá þreyttur og illa upp- lagður, þá hafði allt farið forgörðum. Aukalaunin höfðu því verið lítilfjörleg. Hann sá það sjálfur, að allur innblástur og þróttur mundi smátt og smátt hverfa og hann yrði vinnuþræll eftir því sem tímar liðu. Og nú var það þetta leikrit. Hann leit upp og horfði á Lizzie, sem sat yfir sokkum með stórum götum. Hún vann mikið litla konan hans, engin hugsaði um það, sem hún hafði ætlað sér. Hann stóð á fætur og gekk yfir til fiennar. „Hvað er nú að, Lizzie mín. Þú ert að gráta.“ ■ „Nei, nei, ég er aðeins dálítið þreytt.“ Hann faðmaði hana að sér. „Litla stúlkan mín, litla stúlkan mín, Lífið er enginn leikur.“ Hann rétti úr sér og sagði glaðlega. „Komdu nú með mér í pósthúsið. Ég ætla að senda handritið í kvöld, þá verður það komið til Kaupmannahafnar á morgun.“ Lizzie hló. „Svo les leikhússtjórinn það strax og verður mjög hrifinn, hann sér strax, að þetta er afbragðsleikrit og sendir síðan strax skeyti, um að það hafi verið tekið og þá er takmarkinu náð.“ Karl hristi höfuðið. ,Ég hef alls enga von um, að það verði tekið, en inni í mér er rödd, sem aldrei er hægt að þagga niður, hversu mikið mótlæti sem égyverð fyrir, þessvegna hlýði ég henni, þegar hún segir, að ég eigi að reyna aftur. Jack London var lika einu sinni húsvörður, áður en hann náði takmarkinu, það er alltaf huggun í því.“ „Nei, góði minn. Hann var ekki hús- vörður, heldur hjálparmaður hjá húsverði svo að þú ert miklu hærra settur,“ sagði Lizzie, sem fór fram í ganginn til að sækja kápuna sína. „Hvað heitir svo leikritið, þú hefur ekki enn sagt mér það?“ „Rithöfundur — húsvörður“, sagði Karl lágt, eins og hann vildi ekki, að það heyrðist, en Lizzie sagði glettnislega. „Ert það þú eða Jack London, sem leikur aðalhlutverkið ?“ „Flýtum okkur af stað, annars vakna börnin,“ sagði Karl og Lizzie fylgdi honum án athugasemda. Þegar þau komu út var tunglið komið upp, stórt, kringlótt, geislandi og svo þungt að það var eins og það mundi detta niður fyrir framan þau, og brosti til þeirra. Þegar þau höfðu sett bréfið í kassann fóru þau aðra leið heim meðfram firðinum, það var svo fallegt þar og frið- sælt, að þau gleymdu skólanum og strit- inu þar, sem alltaf lá þungt á þeim. Þau gengu þögul og leiddust. Úti á firðinum voru margir fiskibátar á veiðum, þó að ekki væri hlýtt í veðri þetta október- kvöld, Þau fundu bæði, þegar þau gengu þarna, að það var eitthvað, sem hafði þau á valdi sínu, og þau vildu ekki losa sig við það. Þau vissu, að guð var með þeim og vonir kviknuðu aftur með þeim. Nokkrum mánuðum síðar eftir skóla- tíma, stóð Lizzie í einni kennslustofunni og var að ljúka við að þurrka gluggana, þegar hún sá póstþjóninn koma inn í skólagarðinn. Það var alltaf eitthvað hátíðlegt við komu póstþjónsins, einkum þegar hann kom með rauð bréf, og Lizzie fylgdi honum með augunum, þegar hann gekk inn í garðinn. Það gæti verið, að hann kæmi með skemmtilegt bréf til þeirra. Hann fór framhjá skólastjóra- íbúðinni og gekk í áttina að þeirra íbúð, þegar hann rakst á húsvörðinn, sem var með vatnsfötur í báðum höndum. Lizzie sá hann afhenda bréfið og fara, en maðurinn hennar hafði sett föturnar Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.