Vikan


Vikan - 30.09.1948, Side 11

Vikan - 30.09.1948, Side 11
VIKAN, nr. 40, 1948 11 Framhaldssaga: 36 Grunsamlegar persónur Sakamálasaga eftir Dorothy L. Sayers er að hella óhreina vatninu i skolpfötuna og ó- hreinka annað vatn. Rakbursti ? Tannbursti ? Fjandakornið, nei. Það verður að biða dálitið, annars verða þeir orðnir þurrir. En ég gat farið niður og tekið saman málaradótið og látið það í kassann og lagt á tvö morgunverðarborð. Og á meðan get ég haldið áfram að leggja á ráðin. Það er slæmt gat í ráðagerð minni ennþá, og á einum stað verð ég að treysta á heppnina. Annars get ég sagt ykkur, að núverandi ætlun mín er að ná lestinni í Barnhill klukkan 12. 35. En það veltur allt á þvi að ég komist nógu snemma frá Minnach. Við skulum vona, að ekki verði margt fólk á ferli.“ „En þú fórst ekki til Barnhill." „Nei; ég held, að eitthvað hafi komið fyrir, sem fékk mig til að skipta um skoðun.“ Wimsey var önnum kafinn að raða leirtaui. „Þið munið, að það sem mestu máli skiptir fyrir mig, er að komast til Glasgow með einhverju móti. Ég hef látið uppi þá fyrirætlun mína, og mér er mein- illa við að þurfa að breyta þeirri áætlun. Ef þið vissuð bara, hvað heilinn í mér stritar þesssa stundina. Hana! Þarna er morgunverður Camp- bells allur tilbúinn: tepottur, bolli, kanna, tveir diskar, hnífur, gafall, brauð, smjör, sykur. Mjólk! Ég verð að muna eftir að taka mjólk Campbells inn í fyrramálið; ég veit hvenær von er á henni. Egg, flesksneið og steikarpanna eru reiðubúin í eldhúsinu. Og nú fer ég yfir til mín. Þar bíður mín sama verkið. Ég held, að ég hafi haft reykta síld í olíu til morgunverðar, en það skiptir ekki miklu máli. Ég ætla að gera mér hægt um vik og hafa það soðið egg.“ Hann hélt áfram að tala á meðan hann lagði á fi borðið. Svo var eins og honum dytti allt í einu eitthvað x hug og hann missti skaftpottinn á gólfið. „Nei, hver skrattinn! Nú var ég nærri búinn að gleyma. Fjarvistarsönnun mín byggist öll á því, að ég fari með lest frá Gatehouse. En ég sagði fjölda manns í gær, að ég ætlaði að aka til Dumfries og taka lestina þaðan klukkan 7.35. Af hverju ætti ég að skipta um skoðun? Það mundi þykja undarlegt. Bíllinn. Billinn gat hafa bilað. Eitthvað sem ekki var hægt að búast við að bílaviðgerðarmennirnir hér gætu gert við í skyndi. Biluð kveikja t. d. Já, ég get klárað það, og það verður sennilega til að styrkja f jarvistar- sönnunina líka. Éngan asa nú. Það er nógur tími. Gættu þess að ljúka við eitt áður en þú byrjar á öðru. Jæja nú er morgunverðurinn tilbúinn. Ég er búinn að ganga frá rúminu mínu, en ég á þvottavatnið eftir, og náttfötin! Eitt fat af ó- hreinu þvottavatni. Tvenn óhrein þvottavötn. Hreinir sokkar og skyrta til að fara í til Glasgow og sómasamleg föt. Þið verðið að ímynda ykkur, að ég sé að gera allt þetta. Það verða að vera grá flónelsföt, i líkingu við föt Campbells. Þarna hanga þau. Ég ætla ekki að fara í þau, en það sakar ekki þó ég líti í vasana. Halló, Macpherson, hérna höfum við það! Sérðu hvíta málningar- blettinn í fóðrinu í vinstri jakkavasanum ? Dæma- laust kæruleysi. Svolítið benzín hefði getað losað okkur við þetta sönnunargagn. Jæja. Hann lét sem hann væri að hafa fataskipti á meðan Macpherson skoðaði gráa flónelsjakkann, með 'sýnilegri ánægju. Þessi leikur var út af fyrir sig ágætur, en þarna var áþreifanlegt sönnunargagn. Von bráðar gaf Wimsey merki um, að hann hefði lokið við að skipta um föt. „Ég ætla að vera í Glasgow í nótt,“ hélt hann áfram, „og ég verð því að pakka niður í tösku. Hérna er hún. Hrein náttföt, rakáhöld, tann- bursta. Það er bezt að raka sig núna til að spara timann. Það tekur fimm mínútur. Og svo læt ég rakáhöldin í töskuna. Hvað næst? Jú, rykfrakkinn. Hann er bráðnauðsynlegur. En ég þarf að nota hann fyrst. Og linan flókahatt. Svona! Og hreinan flibba, auðvitað. Þarna er hann. Og kveikjuna úr bílnum verð ég að taka með. Og þá er taskan nokkurn veginn full. Nú förum við yfir götuna aftur.“ Hann fór með þá aftur yfir í hús Campbells, þar sem hann lét á sig þunna hanzka og tók til allt málaradót Campbells, sem Dalziel hafði komið með frá lögreglustöðinni. „Campbell mundi hafa tekið með sér snarl,“ sagði morðinginn hugsandi. „Það er bezt ég nái í eitthvað. Hérna er flesk i skápnum. Brauð, smjör, flesk og sinnep. Og lítill whiskypeli, skilinn eftir í allra augsýn. Ég held að réttast sé að fylla hann. Ágætt. Nú förum við út til að taka kveikjuna úr bílnum mínum. Varlega. Nú er hún laus. Þá er að skemma hana svolítið. Ég ætla ekki að gera það, aðeins látast. Vefja hana vandlega i brúnan pappír. Gætinn maður, Fergu- son. Hefur alltaf við höndina spotta og pappír og ritföng, ef á þarf að halda. Nú skulum við setja þetta í töskuna, svo að við gleymum því ekki. Við þurfum aðra húfu, þegar við hættum að vera Campbell. Við setjum hana í vasann á frakka Campbells. Ö, já. Og þessi gleraugu eru góð til að breyta útlitinu. Campbell á þau, en sem betur fer eru það bara sólgleraugu með sléttum glerjum. Við setjum þau í vasa okkar. Og nú erum við tilbúnir. Nú kemur að því, þegar við verðum að treysta á heppnina. Við verðum að fara út og finna eitthvert hjól. Það getur tekið tíma, en mestar líkur eru til, að finna megi hjól einhvers staðar á næstu grösum. Slökkvið ljósin. Lokið báðum hurðunum og takið lyklana með. Við megum ekki eiga á hættu að fleiri Strachanar komi í heimsókn á meðan við erum í burtu!“ Wimsey bi’eytti orðum sínum í athöfn og fór út úr húsinu og gekk röskum skrefum niður veginn, með fylgdarlið sitt á hælunum. „Ég sagði ykkur, að þetta yrði áreynsla," sagði Wimsey. „Það er bezt fyrir okkur að taka bíl- inn. Ég hef hjólið til að koma á til baka.“ Þegar hópurinn nálgaðist Anwothgistihúsið kom einhver á móti þeim. „Hann er þarna inni,“ sagði Ross. „Duncan gætir hinna dyranna og Gatehouselögreglumaður situr á veggnum bak við húsið til að gæta þess, að hann sleppi ekki út um glugga. Hérna er hjólið yðar, lávarður." „Fyrirtak!" sagði Wimsey. „Ekki stóð á því.“ Lögregluþjónninn kveikti á eldspýtu. „Nei, ekki ljós,“ sagði Wimsey. „Ég á að stela þessu hjóli. Góða nótt, og gangi ykkur vel.“ 1 Klukkan var rúmlega tvö þegar Wimsey kom aftur til hússins á hjólinu. „Nú gétum við hvílt okkur,“ sagði hann, þegar hann hafði látið hjólið inn í bílskúrinn. „Það skeður ekkert fyrr en klukkan fimm.“ Samsærismennirnir vöfðu um sig teppum og frökkum og komu sér fyrir í stólum, en sak- sóknaranum var fyrir aldursakir látinn eftir legubekkurinn, Lögreglustjórinn, sem var gamall hermaður, svaf vært. Hann vaknaði rétt fyrir klukkan fimm við glamur í pottum og pönnum. „Morgunverður fyrir athugendurna er fram- reiddur í eldhúsinu," sagði rödd Wimsey í eýra hans. „Ég ætla upp á loft til að ganga frá í svefnherbergjunum." Klukkan fimmtán mínútur yfir fimm var þessu lokið, tannbursti og rakbursti Campbells ásamt sápu og handklæðum skilið eftir vott og öllu gefið eðlilegt útlit. Wimsey kom inn til að sjóða og borða eggin og fleskið í framstofu Campbells. Tepotturinn var skiliim eftir á arinhillunni til að halda honum heitum. „Ég veit ekki, hvort hann hefur látið loga í arninum eða kveikt upp aftur," sagði Wimsey, „en það skiptir ekki máli. Og nú er kominn tími til að ég láti yður í bílinn, lík. Sennilega gei’ði ég það.fyrr, en það hefði farið svo illa um yður. Setjið yður nú í sitjandi stellingar, og munið, að þér eigið að vera orðinn alveg stífur núna.“ „Það getur verið að yður þyki gaman að þessu,“ rumdi Sir Maxwell. „En þetta er dauði fyrir mig.“ „Það er eins og það á að vera,“ sagði Wimsey. „Eruð þér tilbúinn? Hífopp!“ „Nei,“ sagði Macpherson um leið og Wimsey tók lögreglustjórann í bóndabeygju og sveiflaði honum inn í baksætið í Morrisbílnum, „þú ert svei mér sterkur, ekki stærri en þú ert.“ „Það er bara lag,“ sagði Wimsey og tróð lögreglustjóranum óþyrmilega niður á gólfið fyrir framan sætið. „Ég vona, að þér hljótið ekki ævilöng örkuml af þessu. Þolið þér þetta?“ bætti hann við um leið og hann setti á sig hanzkana. „Haldið áfram,“ sagði líkið kæfðri röddu. Wimsey fleygði inn í bílinn málaradótinu — stólnum, töskunni og trönunum — og kápu Campbells og hatt, og ofan á allt saman tildraði hann hjólinu og batt það með kaðli, sem hann fann í bílskúrnum. Síðan breiddi hann stórt teppi ofan á hrúgaldið. „Við skulum láta trönurnar standa svolitið út undan, það lítur sakleysislega út og gefur til kynna, hvað fleyra er undir teppinu. Er þetta rétt? Hvað er klukkan?“ „Þrjú kortér í sex.“ „Ágætt; nú getum við lagt af stað.“ „En þú ert ekki búinn að borða morgunverð Fergusons." „Nei, það kemur seinna. Bíðið andartak. Það er betra að loka hurðunum aftur. Allt í lagi!“ Hann dró derhúfuna niður að eyrum, bretti upp frakkakraganum og vafði um sig hálsklútnum. Svo settist hann í ökumannssætið. „Eruð þið tilbúnir? Jæja, þá förum við!“ Bíllinn ók hægt af stað i fölri morgunskímunni. Hann beygði til hægri við enda stígsins og tók stefnuna til Gatehouse-stöðvarinnar. Athugana- bíllinn kom á eftir. Litla húsið við járnbrautarlínuna virtist enn í svefni, en hliðin voru opin. Bílarnir fóru yfir línuna, framhjá innganginum í stöðina og beygði til vinstri inn á gamla veginn til Creetown. Þar lá vegurinn á nokkrum kafla milli tveggja stein- veggja. Wimsey lyfti hendinni aðvarandi, hægði á bílnum og ók honum út af veginum unz hann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.