Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 3

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 48, 1948 3 Indíalands ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur gefið út margar góðar bækur á þessu ári, og getum við hér einnar þeirra og birtum myndir úr henni. Dulheimar Björgúlfur læknir Ólafsson hefur íslenzkað bókina Dulheimar Indíalands, eftir Paul Brunton. Þessi vinsæli þýðandi og rithöfundur hefur auðg- að íslenzka bókamarkaðinn af nokkrum ágætum bókum á undanförnum árum. Sigurgeir biskup Sigurðsson skrifar ágætan formála að þessari útgáfu og segir þar m. a. um höfundinn og bók- ina: „Höfundur þessarar bókar, sem hér kemur út í íslenzkri þýðingu, er Englendingur, Paul Brunton að nafni. Það má nú segja, að hann sé orðinn víðfrægur maður. Ef til vill er hann einn hinn kunnasti maður í heimi andans, þeirra, er nú lifa á jörðinni. Hann er einkum orðinn kunnur af ritstörfum sínum........ Hann hafði heyrt um menn, sem kunnu skil á þeim hlut- um, sem hann þráði mest að þekkja, menn, sem áttu innsýn í æðri sannleiksheima, og þau á- form festust smátt og smátt i huga hans, að leita, þótt hann yrði að fara til endimarka jarð- ar í leit sinni. Hann lagði upp i leitina. Bækur hans, sem nú eru sennilega hátt á annan tug, lýsa því, hvers hann varð vísari í leit sinni. Þær hafa verið lesnar með miklum áhuga og hrifningu víðs vegar um heiminn, og hafa verið þýddar á fjölda tungumála. . . . Paul Brunton fór til Indlands. Hann þráði mjög að kynnast þeim dulheimum, sem hann vissi að þar var að finna, og, ef unnt yrði, að komast á fund og ávinna sér trúnað hinna miklu spekinga, sem enn lifðu þar og áttu hinn æðri vísdóm og innri mátt. Og hann fann það, sem hann leitaði að . ... “ Það má búast við því, að marga langi til að lesa þessa bók um leyndardóma Indlands, leit höfundarins að hinum sönnu spekingum Og spá- mönnum, kynnum hans af ,,yogum“, fakírum, töframönnum, og hvernig hann reyndi alltaf að sjá í gegnum hismið í rannsóknum sínum og hvað hann segir um dultrúarmangara og falsspá- menn. Þarna er lýst þjóð og mönnum, sem er gjörólíkt því, sem við eigum að venjast og það eitt ætti að vera nóg til þess að gera bókina girnilega til lesturs. Til þess að gefa mönnum oíurlítið sýnishorn af bókinni, skal hér tekinn v.pp smákafli um „hinn nýja Messías“: ...... Hann heitir Meher réttu nafni, en kallar r'g Sadguru Meher Baba. Sadguru þýðir „full- kominn meistari", en Baba er venjulegt gælu- nafn víða á Indlandi og þannig ávarpa læri- sveinar hans hann oftast nær. Faðir Mehers Baba er persneskur og Zoroasters- trúar; hann kom ungur til Inglands og var fá- tækur. Meher var elzti sonur hans, fæddist í bæn- um Poona árið 1894. Drengnum var komið í skóla fimm ára gömlum; hann var iðinn við námið og lauk stúdentsprófi þegar hann var sautján ára. Þvx næst fór hann í Deccanskólann i Poona í tvö ár og menntaðist vel á þeim tima. Þá hófst krókóttur og lítt skiljanlegur kafli í lífi hans. Kvöld eitt er hann á heimleið frá skólanum á hjóli sínu og liggur leið hans fram hjá bústað konu einnar Múhameðstrúar, sem var alkunnur fakír. Hún hét Hazrat Bebajan og höfðu menn það fyrir satt, að hún væri yfir tírætt. Hún lá á legubekk úti á afgirtum setpalli við bústað sinn, en hann var ofur lítillfjörlegt eins her- bergis timburhús. Þegar Meher var kominn á móts við húsið, settist hún upp og benti honum til sin. Hann sté af hjólinu og gekk til hennar. Hún tók um hendur hans, faðmaði hann að sér og kyssti hann á ennið. Það sem því næst skeði, er ekki vel ljóst. Mér skildist, að drengurinn hefði verið utan við sig þegar hann kom heim til sín, og að næstu átta mánuðina hafi honum sífarið aftur og var þá ekki lengur fær um að sinna námi sínu svo í lagi væri og varð loks að hætta því með öllu, því þá gat hann ekki lengur lært lexíur sínar. Ilr því varð hann hálfgerður fáviti og tæpast fær um að sjá um sig sjálfur. Augun voru sljó og líflaus og hann hafði ekki vit á að gera al- gengustu hluti, svo sem að matast, þvo sér og hirða sig. Þegar faðir hans sagði: „borða", tók hann ósjálfrátt til matar, en hafði engan skilning á Hinn nýi Messías. (Myndin er úr bókinni Dulheimar Indía- lands). því, til hvers honum var borinn maturinn. Hann var orðinn ósjálfbjarga aumingi. Tvítugur unglingur, sem hingað til hafði ver- ið heilbrigður, en sem foreldrar verða nú að passa eins og þriggja ára barn, virtist vera of- urseldur því að veslast upp andlega. Faðir hans var mjög áhyggjufullur og þóttist viss um að hann hefði gengið fram af sér þegar hann var að búa sig undir próf. Það var farið með hann til margra lækna; þeir töldu hann bilaðan á geðsmununum og gáfu honum meðul. Eftir níu mánuði fór loks að bóla á aftur- bata og upp frá því fór honum fram hægt og hægt og loks náði hann sér svo, að hann skildi það, sem fram fór í kringum hann og hagaði sér eins og heilbrigður maður. Eftir að hann var orðinn heill heilsu, kom það í ljós, að skapgerð hans var gjörbreytt. Hann var orðinn fráhverfur lærdómi, hugsaði ekkert um að komast áfram í heiminum og hafði ekk- ert gaman af leikjum og íþróttum. En í stað þess var komin djúp þrá eftir trúarlífi og stað- föst viðleitni til siðferðislegrar betrunar. Meher var sannfærður um, að breytingar þær, sem á honum höfðu orðið, ættu rót sína að rekja til kossins, sem kvenfakírinn hafði kysst hann. Hann fór því á fund gömlu konunnar til að leita ráða um framtíðina. Hún réði honum að fá sér andlegan leiðsögumánn. Hann spurði hvar hans skyldi leita, en þá svaraði hún með því að banda frá sér með hendinni út í loftið. Meher gekk síðan á fund ýrnsra heilagra manna, sem þekktir voru á staðnum og lagði því næst leið sina út um byggðirnar, allt upp i hundrað og fimmtíu kílómetra frá Poona. Dag einn gekk hann inn í musteri eitt lítið, nálægt Sakori: Það var óásjálegt steinhús, en þar hafðist við heilagur maður, eftir því sem þorpsbúar sögðu. Og þar stóð hann augliti til auglitis við Upasani og þá vissi hann að hann hafði fundið meistara sinn. Hann fór nú oft á fund kennara síns í Sakori og var þar nokkra daga í senn og einu sinni dvaldi hann hjá honum í þrjá mánuði. Síðan fullyrðir Meher, að á þeim tíma hafi hann fullkomnast og ofðinn tilbúinn til að rækja köil- un sína. Kvöld eitt kallaði hann til sín þrjátíu gamla skólabræður og æskuvini og fór með þá til litla musterisins í Sakori. Upasani, hinn heilagi og alvarlegi maður, reis á fætur og ávarp- aði gestina. Hann talaði um trúmálin, réð þeim til að rækja dyggðirnar og sagði þeim að hann hefði arfleitt Meher að yfirnáttúrlegum mætti sínum og kunnáttu og bætti því við að Meher hefði öðlast guðdómlega fullkomnun. Hann kvatti þá til að gerast fylgismenn hans, það myndi verða þeim til farsæidar, bæði í þessu lifi og því sem á eftir færi. . . .“. Töframenn heilla höggorma með pípnahljómi. (Myndin er úr bókinni Dulheimar Indialands).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.