Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 12

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 48, 1948 steinveggur var umhverfis hann, en til hægri við þrepin, þar sem sandfjara var undir, var enginn steinveggur. Clare gekk inn í forgarðinn og dökkur skuggi hreyfðist bak við hana. ,,Piers!“ kallaði hún lágt. „Piers — hvar ertu?“ Hann svaraði ekki. Beið hann hennar fremst fram á brúninni? Hún flýtti sér áfram og allt i einu stökk dökka þústafi, sem hafði elt hana á hana, tróð ein- hverju upp i munn hennar til að kæfa skelf- ingarópið. Það hófst stutt barátta þarna í myrkr- inu og síðan heyrðist eitthvað falla, en hávað- inn frá því drukknaði í síðustu tónum gítar- leiksins, sem var að enda, því að klukkan sló tólf. Skömmu seinna læddist skuggi niður þrepin, gekk yfir sandinn, en fór síðan upp aftur og þá með eitthvað í höndunum. Þetta brenndi hann í auðu eldhúsinu og horfði á það verða að ösku. Þetta var ullarklúturinn, sem notaður hafði verið til að kæfa skelfingarópin. XXIV KAPLI Stella. svaf fast um nóttina, enda þótt hún hefði haldið að sér yrði ekki svefnsamt. Þreyttur heili hennar og allur líkaminn þarfnaðist hvíldar. Og þegar Harringay skömmu eftir sólarupprás hrópaði á menn sína og hávaðinn hófst við rauða steinvegginn vaknaði hún ekki. Hún lá I haipri undir ábreiðunni og svaf, þar til einhver barði á hurðina. Þá vaknaði hún, hún spratt upp úr rúminu, hljóp berfætt og á náttkjólnum fram að hurðinni og opnaði. Harringay stóð fyrir utan — andlit hans var náfölt. „Stella,“ sagði hann hásum rómi, „farið í slopp og komið með mér inn til frænku minnar. Það hefur komið hræðilegt fyrir —“ Hún opnaði munninn og starði á hann. „Gay?“ hvíslaði hún svo lágt að það heyrðist naumast. „Nei, það er Clare. Hún hefur hrapað fram af klettunum — einhvern tíma í nótt.“ „Clare! Er hún —“ Harringay kinkaði kolli. „Ég ætla að biðja yður að koma með mér inn til frænku minnar til að segja henni það. Þetta verður hræðilegt áfall fyrir hana.“ 1. Maggi: Hættu þessu gelti! 2. Maggi: Amma! Amma! Viltu ekki reyna að siða hundinn? Ég er að þvo á mér hárið. 3. Maggi: Hann vildi hvorki fara né vera ró- legur, hann stóð þarna bara og gelti, þangað Stella sneri sér við eins og í blindni og tók að fálma á sloppnum sínum, sem lá yfir stól- bak. Hendur hennar titruðu, það var eins og hún gæti ekki fundið ermarnar á honum. Harringay klæddi hana þá í hann og batt snúr- una um mitti hennar. „Hvar eru inniskór?" Bláu inniskórnir lágu undir stólnum. Hann neyddi hana til að setjast, beygði sig niður og setti á hana skóna. „Sitjið nú kyrrar um stund, barnið gott. Ég hefði ekki átt að fleipra þessu svona út úr mér.“ „Það gerði ekkert til,“ sagði hún veikum rómi. „En — hvað —“ „Enginn veit, hvernig þetta hefur viljað til. Hún fannst í morgun í fjörunni. Hún hlýtur að hafa farið ofan í forgarðinn eftir einhverju, en villzt í myrkrinu." „Hver — fann hana?“ „Ég,“ sagði Harringay. „Ég fór að baða mig í dögun.“ „Ó —“ Harringay lagði höndina á höfuð hennar. „Það er hræðilegt," sagði hann, „og hvernig eigum við að segja Gay frá þessu? Komið, Stella, ég þarf á hjálp yðar að halda í dag.“ Hún stóð upp af stól sínum. „Ég er tilbúin, herra Harringay.“ Þau gengu til herbergis ungfrú Emrys. Bakki með kaffikönnu og þremur bollum stóð við rúmið. Gamla konan var undrandi á svipinn. „Hvað er þetta, Piers? Mercedes sagði að þú hefðir skípað að láta þennan bakka hér inn. Er eitthvað að Stellu?“ „Ekki að mér,“ sagði Stella og hellti kaffi í bollana samkvæmt beiðni Harringays. „Drekktu þetta, Aggie frænka,“ sagði Harrin- gay. „Við þurfum að segja þér dálítið." „Gay!“ stundi ungfrú Emrys. „Nei, það er ekki um Gay.“ Ungfrú Emrys drakk kaffi sitt eins og hlýðið barn og Stella sömuleiðis. Það var heitt og sterkt og blandað koniaki. „Jæja, Piers?“ Ungfrú Emrys lagði bollann frá sér og hann sagði hvað komið hafði fyrir. „Ég hugsa að hún hafi gleymt tösku sinni og farið að sækja hana —“ „Hún — ó, nei!“ greip ungfrú Emrys fram í til maður gat ekki einu sinni heyrt í sjálfum sér! Amman: Ég er ekkert hissa á því — 4. Amman: Honum er illa við að þú ert að nota sápuna hans! FELUMYND Komið þið auga á konu á myndinni? fyrir honum. „Þetta er sjálfsmorð, Piers. Það er ég fullviss um.“ Stella þaut á fætur og starði á gömlu konuna. Harringay starði líka. „Auðvitað er það hræðilegt," hélt hún áfram, „en í raun og veru var það bezta, sem hún gat gert, úr því sem komið var, Piers. Það er líka margt, sem ég þarf að segja þér —“ „Hvað er þetta? Veizt þú það líka? Nú var það hún sem starði. „Já, en vissir þú það?“ „Já, og Stella einnig. Frú Gavarro daLt það i hug og hún sagði okkur báðum það.“ „Mér datt líka í hug að yður grunaði eitthvað síðustu dagana, Stella,“ sagði ungfrú Emrys og sneri sér að ungu stúlkunni, sem var náföl. „En ég hélt það vera hyggilegast að segja ekkert fyrr en Piers kæmi heim.“ Stella horfði bara á hana, alveg máttlaus af undrun. „Drottinn minn, Aggie frænka,“ þrumaði Harringay, „hvenær uppgötvaðir þú það?“ „Það er aðeins vika siðan,“ svaraði hún alveg rólega. „Ég skildi ekkert i þessum sífelldu köst- um, sem Gay fékk. Mig grunaði hvað um var að vera — þið skiljið. Mér geðjaðist aldrei að Clare frá upphafi ■— en ég veit ekki hvers vegna, Piers.“ „Guð minn góður,“ sagði Harringay, „og hélztu að hún gæti —“ „Mér fannst hún til alls likleg. Og mér fannst hún vera með uppgerð. Hún gerði svo mikið veður út af þessu lyfi og þegar hún svo braut flöskuna -—“ „Grunaðir þú hana um að gefa Gay of stóran skammt af lyfinu — —“ „Jú, væni minn. Ekki samt strax, hún byrjaði ekki á því fyrr en fyrir hálfum mánuði.“ „En hvers vegna sagðir þú ekkert við mig um þennan grun þinn?“ Svipur Harringays skelfdi Stellu. „Hvernig gat ég það, Piers? Starðu ekki svona á mig. Ég var ekki viss í minni sök — þetta var svo ótrúlegt. Og þar sem hún var gestur hér á heimilinu var það ennþá erfiðara fyrir mig. Mig grunaöi að hún gerði þetta, en segjum sem svo, að mér hefði skjátlazt þar ? Ekkert ykkar hefði nokkurn tíma fyrirgefið mér þá.“ „Guð minn góður, Aggie frænka, þetta hefur þá átt sér stað — Gay er dauðadæmdur! Hann getur ekki lifað það af. Allur líkami hans hlýtur að vera heltekinn af eitrinu eftir þessa sex daga —“ „Hann hefur ekki fengið lyfið síðustu vikuna. Hann fékk heldur stóran skammt af því í nokkur skipti þar á undan — hún vildi fara sér hægt að þessu til að vekja ekki grun. En Gay hefur verið látinn lifa á mjólkurmat þessa dagana -—• eins og þú veizt, er mjólk móteitur. Ég sá svo um í kyrrþey.“ MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. / / z .

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.