Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 2

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 48, 1948 PÓSTURINN • Háttvirta Vika! Við höfum fengið blað yðar dag- sett 11/11 ’48 og þökkum fyrir. Og óskum þess að þér birtið bréf þetta í póstinum í næsta blaði. Þar sem við sáum í fyrrnefndu blaði að þér birtið nöfn okkar með óskum um bréfasambönd við stúlkur á aldri 19—40 ára, en við höfum ekki beðið um það, enda nógar stúlkur á okkar snærum, þá krefjumst við þess að þér leiðréttið þetta, þar sem nöfnum okkar hefur verið stolið, og við óskum ekki eftir neinum bréfasam- böndum. Hvað Stefáni Helgasyni viðkemur, viljum við taka það fram að hann er ekki skipsverji á m/s Helga VE. 333 og því okkur óvið- komandi, og viljum við sízt verða til þess að letja kvenfólkið að skrifa honum, ef einhverjar vildu. Virðingarfyllst. Gústaf Adólf Runólfsson Sævaldur Runólfsson Sigurður Gíslason Skipsverjar á m/s Helgi VE 333 Vestmannaeyjum. P.s. Vinsamlega annaðhvort birtið nafn mannsins, sem kom með aug- lýsingtma, eða sendið okkur það i bréfi, ef þið hafið það. Svar: Okkur þykir þessi mistök leiðinleg, en getum því miður ekkert að þeim gert. Þessi beiðni um bréfa- samband kom til okkar í bréfi ásamt greiðslu, eins og aðrar slíkar beiðnir, og höfum við ekki hugmynd um, hver sendi bréfið. Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að birta fyrir mig texta, sem byrjar á: „Ein ég sit við arinn auðan.“ Hvernig lýst þér á skriftina? Með fyrirfram þökk. Daisý. Svar: Því miður þekkjum við ekki þennan texta. Skriftin er veí læsi- leg, en alltof margar villur í bréfinu! Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel að svara nokkr- um spumingum fyrir mig. 1. Hvemig er utanáskriftin til Roy Rogers ? 2. Hvað er Tom Drake gamall? 3. Hvað er Mickey Rooney gamall?' 4. Hvað er Ginger Rogers gömul? 5. Er Nelson Eddy dáinn. Hvenær dó hann ? 6. Hvað er Eleanor Powell gömul? Er hún gift. Þá hverjum? 7. Er Bob Crosby bróðir Bing Cros- by ? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Anna Bolla. E.S. Hvemig er skriftin? Svar: 1. Repúblic Studios, 4024 Radford Ave., N. Holllywood, Cali- fomia. 2. Tom Drake er fæddur 5. ágúst 1918. 3. Mickey Rooney er fæddur 23. sept. 1920. 4. Ginger Rogers er fædd 16. júlí 1911. 5. Ekki vitum við annað en að hann sé lifandi. 6. Eleanor Powell er fædd 21. nóv. 1915 og er gift Glenn Ford. 7. Já, þeir em bræður. Skriftin er ekki fallag; vandaðu þig betur. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. John Moes (við stúlku 21—26 ára, mynd fylgi bréfi), Henry Robert (við stúlku 21—26 ára, mynd fylgi bréfi), báðir á Kristneshæli, pr. Akureyri. Adólf Sigurgeirsson (við stúlku 15— 18 ára), Víðisveg 7, Vestmanna- eyjum. Haukur Þorsteinsson (við stúlku 16 18 ára, mynd fylgi), Freyjugötu 46, Sauðárkróki. Bragi Björnsson (við stúlkur 16— 18 ára, mynd fylgi), Þverhúsi, Sauðárkróki. Aðalsteinn Valdimarsson (við stúlkur 16—18 ára, mynd fylgi), "Freyju- götu 10, Sauðárkróki. Svana Helgadóttir (við 17—-20 ára), Krók 1, Isafirði. Didda Sigurðardóttir (við 17—20 ára), Seljalandsveg 14, tsafirði. Haukur Stefánsson (við pilt eða stúlku 14—16 ára), Skagfirðinga- braut 5, Sauðárkróki. Laufey Jónsdóttir (18—24 ára), Dúna Þorsteinsdóttir (18—24 ára), báðar á Húsmæðraskóla Borg- firðinga, Varmalandi, Mýrasýslu. Esther Guðmundsdóttir (við pilt 18 —20 ára, mynd fylgi), Hverfis- götu 13, Hafnarfirði. Eyrún Sæmundsdóttir (við pilt 14 -—16 ára), Sólheimahjáleigu, Mýr- dal, V-Skaft. Stella Guðmundsdóttir (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Eyrardal, Álftafirði. Hulda Jónsdóttir (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Minnihlíð, Seljalands- veg, Isafirði. Erla Steinsdóttir (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Hlíðarveg 20, Isafiröi. Nanna Söriadóttir (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Mánagötu 5, ísafirði. Ásdís Sörladóttir (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Mánagötu 5, ísafirði. Sigmundur Friði’iksson (við stúlku Framh. á bls. 15. *uiiiiiiiiiHiMiiiiiiiiiiiil|||iiiliimsimmiiiiiimmiiuiiu,ll,, Tímaritið SAMTÍÐIN j Flytur snjallar sögur, fróðlegar I ritgerðir og bráðsmellnar skop- = sögur. 10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr. = Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. I Áskriftarsimi 2526. Pós1' Oif 75. í Jólabók HeIgafells: LANDNÁMABÓK ÍSLANDS merkilegasta heimildarrit í veröldinni um landnám heils lands, kemur út 1. desember í útgáíu Einars Arnórssonar prófessors. Þessi útgáfa af Landnámabók Islands er viðhafnarútgáfa, prentuð i 1500 tölusettum eintökum einungis til áskrifenda. Þetta er fyrsta útgáfa, sem gerð hefir verið af Landnámabók Islands, sem er verulega aðgengileg alþýðu manna. — Þannig er lesandanum gert kleift að lesa efni allra bókanna, sem um landnámið fjalla, í samfeldu lesmáli. Munu áreiðanlega margir undrast, hve landnámssagan er orðin heillandi lestur. Þessari útgáfu fylgja 12 litprentuð kort, allt landið í stærð 1:1250000 gerð af Ágúst Böðvarssyni eftir fyrirsögn Einars Arnórssonar, hvað snertir skiptingu landsins í landnám. — Eru nöfn allra landnámsmanna prentuð inn á kortin. — Kortin eru öll í sérstakri handhægri möppu. Athugið að aðeins 1500 eintök, öll tölusett, verða seld af landnámabók Islands. og verða þeir, sem ætla að tryggja sér bókina, að hafa sent okkur áskrift fyrir 1. desember eða komið henni á framfæri hjá bóksala. Þetta verður áreiðanlega innan fárra ára dýrmætasta bók á Islandi. Kostar aðeins 195,00 í skinnbandi og fylgja kortin þá með liggja frammi í BÆKUR OG RITFÖNG H.F. Austurstræti 1. Bókaverzlun Guðmundar Laugavegi 100. (Bækur og ritföng h.f.) Lækjargötu 6A. Gamalíelssonar Áskriftarkort HELGAFELL Garðastr. 17, Aðalstræti 18, Njálsgötu 64, Laugavegi IJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.