Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 11

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 48, 1948 11 Framhaldssaga: -------— PAMÆÐÍS ................. ÁSTASAGA EFTIR ANNE DUFFIELD ,,Taktu mig burtu héðan!“ Hitt kom allt af sjálfu sér. Ameríkumaður- inn, Henry Dickinson, fékk Laureline til að segja sannleikann. Glóbjört var ekki hennar barn, heldur barn Englendings og konu, sem var kynblendingur í fjóra ættliði. „Það myndi engan gruna það, sem sæi hana,“ sagði Laureline. „Hún myndi alls staðar vera tekin sem hvít stúlka, það sjáið þér sjálfur. Hún er aihvít," sagði gula stúlkan að lokum og hló hvellt. „Hún hatar allt hérna, hún er drembin eins og kalkúnhani." Dickinson varð óður og uppvægur. Þetta dá- samlega barn mátti ekki vera þarna lengur og rotna niður. Þarna hafði hann verk að vinna í lífinu. Það var ekki auðvelt fyrir hann að fá samþykki Laureline, en með peningum gat hann þó fengið vilja sínum framgengt. Glóbjört var fengin honum í hendur. En hann varð að gefa upplýsingar um hana, gefa henni nafn og feðra hana. Og þetta varð erfiðara en búizt var við. Menn mundu eftir Jack Montrose og konu hans þarna á eyjunni og með því að spyrjast fyrir komst Ameríku- maðurinn að þeirri niðurstöðu að hin ógæfusama eiginkona hefði farið burtu sökum þess að hún átti von á barni. Hún var horfin að fullu og öllu — sokkin í fen spillingarinnar, og yfirvöld- in höfðu engan áhuga á að hafa upp á slíkum konum. Það var möguleiki á að hún hefði aliö barn sitt, enda þótt fæðing þess hefði aldrei verið tilkynnt. Dickinson kom nú fram á sjónarsviðið með Glóbjörtu og sagði sennilega sögu um uppruna stúlkunnar. Laureline staðfesti hana og kom með sannanir. Jú, þetta var barn frú Montrose. Laureline hafði af miskunnsemi tekið barnið af veslings, deyjandi konunni. Hún hafði séð eftir föngum fyrir barninu, þar sem enginn annar gat veitt því skjól. Var þetta ekki nóg! Glóbjört fékk fæðingarvottorð og vegabréf og sigldi burt með nýja verndara sínum, sem hafði gefið henni nafnið Clare. Laureline hágrét við skilnaðinn. „Þú ætlar ekki að gleyma mér, Glóbjört? Þú manst eftir veslings Laureline ?“ En andlit telpunnar var hörkulegt og síður en svo barnalegt. „Sg hefi þegar gleymt þér. Þú ert mér dauð og grafin." Dickinson tók hana með sér til Italíu og setti hana í klaustur þar. Hún sýndi fyrst mótþróa, en metorðagirndin og hagsýnin, sem voru sterk- ustu þættirnir í skapgerð hennar, urðu brátt yfirsterkari. Hún fyrirvarð sig fyrir fávísi sína og einbeitti sér að náminu til að geta síðar talizt menntuð kona. Framför hennar voru undraverð, nunnurnar voru bæði hissa og glaðar. Hún var vinsæl meðal skólasystra sinna, þær dáðust að rödd hennar og fegurð. Hún hafði rödd móðurfólks síns, mjúka og ástúðlega og öll framkoma hennar var blíðleg — hún sá sér hag í því að vera það. Hún fann fljótt að hún komst ekkert áfram ef hún sýndi ekki annað en fýlu og tók sífellt reiðiköst. Það var betra að vinna hylli fólks og aðdáun og það heppnaðist henni alltaf ef hún vildi. En aldrei þótti henni vænt um nokkurn mann, því að hún hafði erft kaldlyndi föður síns. Dickinson varð eins og nunnurnar bæði glaður og undrar.di yfir framförum hennar. Hann tók hana með sér í ferðalög i leyfunum. Það var ekkert sem hindraði hann, allir hans ættingjar voru látnir. Clare varð honum allt í heiminum. Hann sagði henni að hún væri ensk og hún samþykkti það þakklátlega', en hún vissi sann- leikann. Hún var of greind til að hægt væri að blekkja hana. Þessi vissa var sem óhuggnan- legur skuggi yfir lifi hennar og hún hugsaði til þess alls með hræðslu og viðbjóði. En eftir því sem árin liðu og enginn virtist hafa grun um þett.a gleymdi Clare þessu og hugsaði sjaldnar um það. Það voru aðeins neglurnar, sem gátu komið upp um hana við nunnurnar, en þær sögðu aldrei neitt og skólasystur hennar voru með öllu grun- lausar. Og þegar hún var sautján ára og var komin úr klaustrinu, gat hún lakkað yfir negl- ur sinar. Og hún lærði, hvernig hún gat gert hárið á sér slétt. Þegar hún fór úr klaustrinu, tók Dickinson hana aftur með sér í ferðalög •— þau fóru um Italíu, Frakkland og Norður-Afríku, alltaf út af fyrir sig og festu hvergi yndi. Hún ferðaðist með honum sem bróðurdóttir hans, en enda þótt fólk léti sem ekkert væri fyrir kurteisissakir, trúði enginn þvi. Dickinson var á þessum tíma alveg hugfanginn af henni, en henni stóð alveg á sama um hann, var hún honum ekki svo mikið sem þakklát. Hún varð frilla hans, hann vildi giftast henni, en hún neitaði því algjörlega. Hún hefði farið frá honum við fyrsta tækifæri, en þrátt fyrir fegurð hennar og gáfur hafði hún aldrei neina möguleika til þess. Þeir karlmenn sem hún vildi giftast, litu þessa fögru, ungu stúlku hornauga fyrir hið grunsamlega samband hennar við Dickinson, en aðra en ríka menn vildi hún ekki sjá. Þannig ferðuðust þau um í fimm ár, en þá gat Clare ekki umborið þetta lengur. Dickinson, sem alltaf hafði verið heilriulítill, varð veikur og algjörlega uppgefinn af ofurást sinni og hin- um tíðu og ofsafengu rifrildisköstum þeirra. Clare gætti hans, óþolinmóð og miskunnarlaus. Þegar hann lá banaleguna opnuðust loks augu hans — hann vissi fyrst þá hvernig hún var í raun og veru. En hann elskaði hana og ásakaði hana aldrei. Hann grunaði að hún ætti sök á veikindum hans, en hann hafði enga löngun til að lifa. Hver maður hefði fengið sig fullsaddan af lífinu á fimm árum með Clare. Þegar hann dó, elskaði hann hana ennþá. Hann hafði frá upphafi aldrei viljað Clare annað en gott eitt, en gáfulegast hefði það verið fyrir hann að láta hana kyrra, þar sem hann fann hana fyrst. Þegar hann var dáinn, komst Clare að raun um það að hann skildi henni eftir minni fjár- muni en hún hafði búizt við. Það var nóg til að lifa á, en ekki það ríkidæmi, sem hún hafði hlakkað svo til. 1 tvö ár þvældist hún um, en þá tók hún að örvænta um sinn hag, hún hafði hvergi fest rætur og hafði ekkert öryggi, en öryggi þráði hún nú framar öllu öðru. Hún leit út fyrir að vera eldri en hún var, því að fólk af hennar kynflokki eldist fljótt. Þegar hún var með Dickinson hafði hún kynnzt mörgum, en aldrei eignazt vini. Konur vantreystu henni og reyndu eðlilega að forðast samneyti við svona hættulega fagra konu. Og þrátt fyrir gáfur sínar, hafði Clare ekki haft vit á að ávinna sér vináttu kvenna. 1 klaustrinu hafði hún að visu verið vinsæl meðal skólasystra sinna, en það var bara af þvi, að þar voru engir karlmenn til að tæla, en á seinni árum hafði hvefsni hennar, meðfædd grimmd og ánægja af að særa, fælt allar konur, sem hefðu getað orðið henni góðar, frá henni. Síðastliðinn vetur hafði hún komið til Madeira og kynnzt Gay, hinni græskulausu ungfrú Emrys og Freelandshjónunum, sem tóku allt gilt, er hún sagði, bara fyrir útlit hennar. Gay, sem var heilsulaus og stórauðugur, tók hún fegins hendi, því að henni fannst það vera eina tækifærið til að giftast vel. Hún kom til eyjarinnar og eyjarbúar tóku henni allir vel. Hún kom sem heitbundin Gay og komst undir verndarvæng þeirra voldugu húsbænda á Paradís. Og hún heillaði alla — nema eina manneskju. Fólkið í þessari litlu, ensku nýlendu var hvorki mjög aðfinnslusamt né glöggskyggnt, þetta var fólk, sem lifði óbrotnu lífi og allur heimur þess var eyjan og Eng- land. 1 einhverju öðru samfélagi hefði hin fagra og leyndardómsfulla ungfrú Montrose hlotið tregari móttökur, en þarna var henni tekið sem drottningu og vissi ekki ástæðuna til þess. Hé- gómagirnd hennar var takmarkalaus. Hún var hamingjusöm og ánægð og fannst hún loks vera búin að finna öryggi. En svo var það — Harringay! Hann var óvinveittur henni og ögraði henni. 1 fyrsta skipti á tuttugu og fjögra ára æfi sinni varð Clare ástfangin. Eðli það sem hún hafði erft frá móðurfólki sínu gerði nú fyrst vart við sig og ástríðuofsi hennar stjórnaði nú öllum hennar gerðum. Hún, sem aldrei hafði borið hlýjar tilfinningar í brjósti til nokkurs manns í heiminum var altekin af ást á Harringay. Það var um allt þetta, sem Clare hugsaði, þegar hún var að reyna að forðast að heyra hljóðfærasláttinn frá ,,hverfinu“. Hún hataði „hverfið", sem minnti hana á skógarþorpið, og í fyrsta skipti sem hún kom þangað og í fylgd með Stellu hafði hún orðið náföl og ofsabræði gripið hana. Minningin um þorp hörundsdökka fólksins var hið eina, sem skaut henni skelk í bringu. Hún óttaðist alltaf að uppruni hennar vitnaðist og við þann ótta myndi hún aldrei losna. „Ætlaði það aldrei að hætta þetta fólk!“ Það var drepið lágt á dyrnar. Hinn æðis- legi svipur á Clare breyttist óðara. Hún reis á fætur, opnaði hljóðlega hurðina og sá Miguel standa fyrir framan. „Herran biður ungfrúna að koma niður í for- garðinn til að tala við sig,“ sagði Miguel lágum, hæverskum rómi. „Herran vill tala um Gay. Hann er áhyggjufullur, en vill ekki skelfa gömlu konuna, frænku sína.“ „Segið honum að ég komi strax, Miguel.“ Miguel fór. Clare lokaði hurðinni og gekk að speglinum. „Piers! Piers!“ Fagurt andlit hennar Ijómaði aftur og hún var fegurri en nokkru sinni fyrr. Það var ekkert undarlegt við þessi skilaboð frá honum, það var ekki ennþá komið miðnætti og fólk fór eklti snemma að hátta á Paradís. Hún tók duftvöndinn, strauk yfir andlit sitt, bar rautt á varir sínar og ilmvatn í kjólinn. Síðan opnaði hún varlega hurðina, læddist hljóðlega niður stigann og út í garðinn. Það var dimmt að fara í gegnum stíginn, en það var stjörnu- bjart og hún rataði þetta þótt í myrkri væri. Forgarðurinn sneri beint út að klettunum. Lár

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.