Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 13

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 48, 1948 13 Dularfullt fyrirbrigði í lagardýrabúrinu Barnasaga Ég sat hálfsofandi í dýrafræðisr kennslustundinni, þrátt fyrir það þó að dýrafræði sé mín uppáhaldsnáms- grein. En við höfðum forfallakennara um tíma, og var hann allt annað en skemmtilegur. Nefndum við hann Grákoll. Að þessu sinni talaði hann um mýflugur, og ég skal ábyrgjast, að fleiri en einn eða tveir í bekkn- um hlustuðu ekki á þessa leiðinlegu mýflugnaræðu. Óli sat næstur mér. Hann ýtti miða fram fyrir mig. Á miðanum stóð þetta: „Viltu koma með mér, að aflokn- um skólatíma, út að flóatjörn og veiða?“ Ég vaknaði af mókinu, skrifaði já á miðann og kom honum til Óla. Að því búnu féll sami svefnhöfginn yfir mig. Kennslustundin tók enda. Þetta var síðasti tíminn í skólanum þennan dag. Við Óli flýttum okkur heim, feng- um okkur hressingu, tókum veiðar- færin og héldum út að flóatjöm. Við höfðum keypt okkur lítið lagardýra- búr og þurftum að fá eitthvað til að láta í það. Við veiddum halakörtur, kringlu- snigla, kampalampa og brunnklukk- ur. Þegar við ætluðum að fara að hætta veiðunum, kom Óli auga á nýja veiði. Hann mælti: „Sjáðu þessi loðnu kvikindi, þarna í vatnsskorpunni. En sá fjöldi af þeim! Hvað ætli þetta sé ?“ Þetta líktist smá halakörtum eða vatnaormum. Smádýr þessi lónuðu i vatnsskorpunni, með hausinn niður. Stundum þutu þau eins og skot nið- ur að botni. Ég mælti: „Mér er ókunnugt um heiti þessara kvikinda. En við skul- um veiða dálítið af þeim, þau eru svo skrítin." Við veiddum nokkuð af þeim, og héldum að því búnu heimleiðis. Þegar heim kom, létum við alla veiðina í lagarbúrið, og skrítnu dýrin með. Daginn eftir höfðum við mikla á- nægju af þvi, að athuga ibúa lagar- dýrabúrsins. En þó mest gaman af skrítnu dýrunum, ér við veiddum síð- ast. Við nefndum þau slöngudýr, vegna hreyfinga þeirra, sem minntu á slöngur. Þau voru venjulega við yfirborð vatnsins. En ef við ónáðuðum þau lítið eitt, þutu þau niður, svo langt sem þau komust. En smám saman komst meiri kyrrð á þessi skrítnu dýr. Einn morgunn vaknaði ég við ó- hljóð í Óla. Ég spurði, hvað gengi á. „Það var eitthvað, sem stakk mig,“ sagði Óli. „Það er mátulegt handa þér,“ svar- aði ég. En í sama bili var ég stung- inn í hálsinn, og rak upp óp. Ég vaknaði til fulls, og reis upp. „Hvað er þetta?“ sagði ég. „Og hvaða suða er uppi undir loftinu?" Við litum báðir upp samstundis, og hrópuðum: „Mýflugur!" Stór mýflugnaskari sveimaði uppi yfir okkur. Nú skildum við hvaðan stimgurnar ættu rót sina að rekja. „Hvaðan geta allar þessar bölvað- ar mýflugur hafa komið?" sagði Óli. „Glugginn er lokaður." „Ég veit ekki hvaðan í skollanum þær hafa komið," svaraði ég. „En við verðum að veiða þær. Að öðrum kosti éta þær okkur upp til agna.“ óli var því samþykkur að veiða mýflugurnar, og það þegar á stund- inni. Við stukkum fram úr rúmunum og bjuggum okkur undir að hefja mý- flugnadráp. Það varð mikið at. Við börðum mýflugurnar með blöðum og bókum. Veggmyndir duttu niður, og allt valt um koll, sem lauslegt var. Eftir all-langa stund höfðum við drepið meirihlutann af þessum óvin- um. Voru veggirnir í herberginu þaktir dauðum mýflugum. Valur sá var allstór. „Púh, þetta var erfitt," sagði Óli og stundi við. „Ég er alveg úttaug- aður. Hvaðan koma þessar blóðsug- ur? Það er dulrænt." Hann gekk svo að lagardýrabúr- inu. Er hann kom að því, rak hann upp hljóð. Hann mælti: „Nýr leyndardómur! Öll slöngudýrin horfin!" Við horfðum hissa hvor á annan. Lengi ígrunduðum við, hvernig á þessu stæði. Svo sagði Óli: „Engin slöngudýr, en aragrúi mý- flugna! En hvað við erum vitlausir!" , „Að hverju leyti?" spurði ég. ' „Slöngudýrin hafa auðvitað verið mýflugnalirfur," sagði Óli og hló. „Síðastliðna nótt var klaktíminn á : enda. Við höfum bókstaflega alið íslöngur við brjóst okkar." Ég svaraði: „Þetta hefðum við vit- að, ef við hefðum hlustað á Grákoll. Hann talaði um mýflugur." ,,Já,“ svaraði Óli og néri mýbitn- ar hendur sínar. „Það er rétt. Við látum okkur þetta að kenningu verða framvegis. Við skulum taka vel eftir í kennslustundunum, þó að sumar þeirra verði leiðinlegar." Ég játaði þessu og ræddum við málið um stund. Við urðum ásáttir um það, að sjálf- sagt væri að taka vel eftir í tírhum. Að öðrum kosti ættu nemendur á hættu, að verða illa að sér, og færu á mis við margskonar hagnýtan fróð- leik. Þetta ættu böm að hafa í huga, og breyta samkvæmt því. BIBLÍUMYNDIR 1. mynd. En vér, sem áður höfðum muni mæta mér, nema hvað heilagur stigið á skip, sigldum til Assus og andi birtir mér í hverri borg og ætluðum að taka Pál á skip, því segir, að fjötrar og þrengingar bíði að svo hafði hann fyrir lagt, en mín. sjálfur ætlaði hann að koma fót- 3. mynd. . . . Og allir tóku sáran gangandi. að gráta og féllu um háls Páli og 2. mynd. En frá Míletus sendi hann kysstu hann, og voru allir hryggastir til Efesus og boðaði til sín öldunga yfir orði því, sem hann hafði mælt, safnaðarins, og er þeir voru komnir að þeir mundu aldrei framar líta til hans, sagði hanri við þá . . . Og auglit hans. nú, sjá, bundinn í anda er, ég'á leið 4. mynd. Síðan fylgdu þeir honum til Jerúsalem, vitandi eigi, hvað þar til skips. ,, VEIZTU ÞETTA - 7 Efst til vinstri: Hreysikötturinn er af marðarættinni og er algengui- á Norðurlöndum. Skiptir hann litum, er mórauður á sumrin, en hvítur á vetuma. I miðju: I Suður-Ameríku eru til svo stórar leðurblökur að vænghaf þeirra er meira en 2 fet. Að neðan til hægri: f Móngólíu merkjá langar epnar það, að maðurinn sé af höfðingjaættum. Efst til; hægri: Mjólkursykur er notaður í lyfjatöflur og einnig í sprengiefni. Að neðan til vinstri: Krabbadýraflokkurinn er fjölskrúðugastur af liðdýraflokkúnum og eru krabbadýrin flest lagardýr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.