Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 6

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 48, 1948 mín. Ein af Greyættinni í Worcestershire. Frænka mín, hugsaðu þér!“ ,,A-ha,“ sagði Lenox. „Og ég var að hugsa um —“ sagði móðir hennar. „Hvað við gætum haft upp úr því,“ bætti Lenox við, með þessu hæðnisbrosi, sem móðir hennar átti alltaf svo erfitt með að skilja. „Ó, Lenox,“ sagði Tamplin greifafrú og það vottaði fyrir ásökun í röddinni. En það var aðeins örlítill vottur, þvi að Rosalie Tamplin var orðin vön hinum óþægilega, ber- orða talsmáta dóttur sinnar. „Ég var að hugsa um,“ sagði Tamplin greifa- frú og hnyklaði fagurlega dregnar brúnirnar, „hvort — nei, góðan daginn, elsku Chubby; ætlarðu að fara að leika tennis?“ Chubby brosti vingjarnlega til hennar og sagði kæruleysislega: „Þú ert smart í þessum ljósrauða morgunkjól." Og svo hélt hann áfram niður þrepin. „Elskan sú arna,“ sagði Tamplin greifafrú og horfði ástúðlega á eftir manni sínum. „Bíddu við, hvað var ég nú að segja? Já!“ Hún sneri hug- anum aftur að fjármálum. „Ég var að hugsa um —“ „Ó, í guðsbænum komdu þessu út úr þér. Þetta er i þriðja skipti, sem þú segir það.“ „Jæja, góða,“ sagði Tamplin greifafrú. „Ég var að hugsa um, að það væri vel til fundið, ef við skrifuðum Katrínu og styngjum upp á, að hún heimsækti okkur hérna. Hún er auðvitað alveg utan við selskapslífið. Það væri betra fyrir hana, að einhver af hennar eigin fólki kæmi henni á framfæri. Það getur orðið henni að gagni og okkur líka.“ „Hve mikið heldurðu, að þú getir haft út úr henni?“ spurði Lenox. Móðir hennar leit ásökunaraugum á hana og sagði: „Við yrðum auðvitað að komast að einhverju fjárhagslegu samkomulagi við hana. Það er dýrt að lifa, og eitt með öðru — stríðið •— og veslings pabbi þinn —“ „Og nú Chubby," sagði Lenox. „Hann er sannarlega dýr munaður.“ „Hún var indæl stúlka, þegar ég þekkti hana,“ sagði Tamplin greifafrú og hélt hugsanaþræði sínum — „stillt, ekkert gefin fyrir að trana sér fram, ekki lagleg og aldrei mikið á eftir karl- mönnum.“ „Það er engin hætta á, að hún láti ekki Chuppy í friði?“ sagði Lenox. Tamplin greifafrú leit móðguð á hana. „Chubby mundi aldrei ■—“ byrjaði hún. ,,Nei,“ sagði Lenox, „það hugsa ég ekki; hann veit vel, hvernig brauðið hans er smurt.“ „Elsku Lenox,“ sagði Tamplin greifafrú, ,,þú ert alltaf svo gróf-í tali.“ ,,Fyrirgefðu,“ sagði Lenox. Tamplin greifafrú tók Daily Mail, töskuna sína og nokkur bréf. „Ég ætla að skrifa til elsku Katrínar strax,“ sagði hún, „og minna hana á hina gömlu, góðu daga í Edgeworth." Hún fór inn, og það var einbeittur svipur i augum hennar. Hún var ólík frú Samuel Harfield i því, að hún átti mjög auðvelt með að skrifa. Hún skrif- aði fjórar arkir í einni lotu, og þegar hún las það yfir, sá hún ekki ástæðu til að breyta neinu. Katrín fékk bréfið morguninn, sem hún kom til London. Hún stakk því í töskuna sína að loknum lestri og fór til fundar við lögfræðinga frú Harfields eins og ákveðið hafði verið. Lögfræðingaskrifstofan var í Lincoln’s Inn Fields, og var gömul og gróin. Eftir nokkurra mínútna bið var Katrínu vísað inn til annars lögfræðingsins. Hann var roskinn maður, með vingjarnleg blá augu og föðurlegur í framkomu. Þau ræddu um erfðaskrá frú Harfields og ýms lögfræðileg atriði í nokkrar mínútur, svo rétti Katrín lögfræðingnum bréf frú Samuels Harfield. Hann las það og brosti. „Þetta er klaufaleg tilraun, ungfrú Grey. Ég býst ekki við, að ég þurfi að segja yður, að þetta fólk á ekki neinn kröfurétt í eignunum, og þó að það reyni að fara i mál, mun enginn réttur dæma því í vil.“ „Þetta hef ég haldið.” „Mannlegt eðli fer ekki alltaf skynsamlega að. Ef ég hefði verið í sporum frú Samuel Harfield, hefði ég frekar reynt að skírskota til göfug- lyndis yðar.“ „Það er eitt af því, sem mig langaði til að tala um við yður. Ég vil að ákveðin upphæð verði látin ganga til þessa fólks.“ „Þér eruð ekki skuldbundin til þess.“ „Ég veit það.“ „Og það verður ekki þegið í sama anda og það er gefið. Þau munu sennilega líta á það sem tilraun til að friða sig, þó að þau muni ekki neita því á þeim grundvelli." „Ég skil það, og það er ekkert við því að gera.“ „Ég ræð yður til að hætta að hugsa um þetta, ungfrú Grey.“ Katrín hristi höfuðið. „Ég veit, að þér hafið alveg rétt fyrir yður, en ég vil nú samt, að þetta sé gert.“ „Þau munu hrifsa peningana, og svívirða yður enn meira á eftir.“ „Þau um það, ef þau vilja,“ sagði Katrín. „Það hefur hver sína aðferð til að skemmta sér. Þau voru, þegar öllu er á botninn hvolft, einu ættingjar frú Harfields, og þó að þau fyrir- litu hana sem fátækan ættingja og skiptu sér ekkert af henni á meðan hún var á lífi, finnst mér ósanngjarnt, að þau fái ekki neitt.“ Hún hélt skoðun sinni til streytu, þó að lög- fræðingurinn væri tregur, og þegar hún kom út á götur Lundúnarborgar, fylgdi henni sú notalega tilfinning, að nú gæti hún notað peningana eftir eigin geðþótta, og gert hvað sem hún vildi í framtíðinni. Fyrsta verk hennar var að fara inn í fræga kjólaverzlun. Frönsk kona, grönn vexti og nokkuð við aldur, tók á móti Katrínu. „Mig langar til, ef ég má,“ sagði Katrín, ,,að leggja mig alveg í hendur yðar. Ég hef verið fátæk alla mína æfi og hef ekkert vit á fötum, Blessað harnið! Teikning eftir George McManus. Pabbinn: Ég gleymdi að kveðja hana með kossi í morgun . . . hún hefur orðið svo reið, að hún er farin og hefur tekið Lilla með sér . . . ég flýtti mér heim strax og ég tók eftir þessari vangá minni . . . ó, að hún kæmi nú aftur og fyrirgæfi mér . . . Pabbinn: Leikföngin drengsins og myndin af henni! Óskap- lega gat ég verið hugsunarlaus og harðbrjósta! Ég hef eyði- lagt yndislega heimilið okkar! Pabbinn: Hún er að koma þarna, hún er auðvitað að sækja dótið sitt. Mamman: Sæll, vinurinn, ertu kominn svona snemma heim? Ég þurfti að fara í búðir og hafði Lilla með mér. Pabbinn: Hvað segirðu? Pabbinn: Hún hefur ekki einu sinni tekið eftir því, að ég kvaddi hana ekki með kossi í morgun! Getur það verið, að hún sé hætt að elska mig?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.