Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 5

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 48, 1948 Framhaldssaga 5 BLAA LESTIM Sakamálasaga eftir Ágatha Christie 6 ,,Það var fallega gert af yður að koma og segja mér það,“ sagði Katrín. ,,Ég var að vona, að þér kæmuð, svo að ég gæti spurt yður um Johnnie." ,,Ó, Johnnie. Hann —“ Johnnie var yngsti sonur frú Harrison. Og nú hóf hún langa sögu, sem einkum snerist um nef- og hálseitla Johnnies. Katrín hlustaði sam- úðarfull. Vaninn er sterkur. Starf hennar undan- farin tíu ár hafði mest verið fólgið í að hlusta. „Katrín, hef ég nokkurn tíma sagt yður frá flota- ballinu í Portsmouth ? Þegar Charles lávarður var sem hrifnastur af kjólnum mínum?“ Og Katrín hafði svarað með vingjarnlegri þolin- mæði: ,,Ég held þér hafið einhvern tíma sagt mér frá því, frú Harfield, en ég er búin að að gleyma því. Viljið þér ekki segja mér það aftur?“ Og þá byrjaði gamla konan á langri frásögn, með nákvæmum lýsingum á smáu jafnt sem stóru. Og Katrín hlustaði með öðru eyranu og svaraði rétt til, þegar gamla konan hafði hlé á. ... . Og nú hlustaði hún eins á frú Harrison, með þessari undarlegu tviskiptingu hugans, sem hún hafði vanizt á i tíu ára sambúð við gömlu frú Harfieid. Þegar hálftími var liðinn, rankaði frú Harri- son allt í einu við sér. ,,Ég hef alltaf verið að tala um sjálfan mig,“ sagði hún. ,,Og ég sem kom til að tala um yður og fyrirætlanir yðar.“ ,,Ég held ég hafi ekki neinar fyrirætlanir á prjónunum enn.“ „Góða mín — þér ætlið þó ekki að vera hér áfram.“ Katrín brosti að skelfingunni í rödd hennar. „Nei; ég held mig langi til að ferðast. Ég hef ekki séð mikið af heiminum, eins og þér vitið.“ „Nei, það er áreiðanlegt. Það hlýtur að hafa verið hræðilegt líf að vera hér innilokuð öll þessi ár.“ „Það veit ég nú ekki,“ sagði Katrín. „Ég var tiltölulega frjáls.“ Hún tók eftir undrunarsvipnum á andliti frú Harrison og roðnaði lítið eitt. „Það hljómar kannske bjánalega. Auðvitað hafði ég ekki mikið frjálsræði í líkamlegum skilningi —“ „Það var nú eitthvað annað,“ sagði frú Harri- son og minntist þess, að Katrín hafði sjaldan fengið frídag. „En það gefur manni að vissu leyti andlegt svigrúm að vera líkamlega bundinn. Maður er alltaf frjáls að því að hugsa. Mér hefur alltaf fundizt ég hafa mikið andlegt frelsi.“ Frú Harrison liristi höfuðið. „Það get ég ekki skilið.“ „Þér munduð skilja það, ef þér hefðuð verið i mínum sporum. Samt finn ég, að ég þarfnast tilbreytingar. Ég vil — ég vil að eitthvað skeði. Nei, ekki með mig — ég á ekki við það. En mig langar til að vera þar sem eitthvað skeður, eitthvað æsiþrungið, jafnvel þó að ég sé ekki nema áhorfandi að því. Það skeður ekki mikið í St. Mary Mead, eins og þér vitið.“ „Nei, það segið þér satt,“ sagði frú Harrison með áherzlu. „Ég ætla að fara til London fyrst,“ sagði. Katrín. ,,Ég þarf hvort sem er að hitta lögfræð- ingana. Svo fer ég til útlanda, býst ég við.“ ,,Ágætt.“ „En auðvitað verð ég fyrst af öllu —“ „Já ?“ ,,Að fá mér einhver föt.“ „Það var einmitt það, sem ég sagði við Arthur í morgun," hrópaði læknisfrúin. „Vitið þér, Katrín, að þér gætuð blátt áfram verið falleg, ef þér reynduð." Ungfrú Grey hló tilgerðarlaust. „Ég held þér gætuð aldrei gert úr mér neina fegurðardís,“ sagði hún í einlægni. „En ég hlakka til að eignast góð föt. Ég er vist búin að tala öll ósköp um sjálfa mig.“ Frú Harrison horfði á hana með athygli. „Það hlýtur að vera ný reynsla fyrir yður,“ sagði hún þurrlega. Katrín fór til ungfrú Viner gömlu til að kveðja hana áður en hún fór úr þorpinu. Ung- frú Viner var tveim árum eldri en frú Harfield og hugur hennar var mest upptekinn af því, að hún skyldi hafa lifað lengur en hin látna vin- kona hennar. „Þér hefðuð aldrei trúað því, að ég mundi lifa lengur en Jane Harfield?“ spurði hún Katrínu sigrihrósandi. „Við vorum saman í skóla, hún og ég. En nú er hún farin, en ég er eftir. Hver hefði trúað því?“ „Þér hafið alltaf borðað rúgbrauð til kvöld- matar, er það ekki?“ spurði Katrín hálfutan við sig. „Já, en ég er alveg hissa, að þér skuluð muna það. Ef Jane Harfield hefði borðað eina sneið af rúgbrauði á hverju kvöldi og fengið sér svolitla hressingu með matnum, væri hún senni- lega lifandi enn.“ Gamla konan þagnaði og kinkaði sigrihrósandi kolli; svo rifjaðist allt í einu eitthvað upp fyrir henni og hún bætti við: „Og ég heyri, að þér hafið eignazt heilmikið af peningum? Já, einmitt. En gáið að þeim. Þér ætlið til London til að skemmta yður? Þér skuluð samt ekki halda, að þér giftist, það kemur ekki til. Þér eruð ekki af því taginu. Auk þess eruð þér farnar að eldast. Hvað eruð þér annars gamlar?" „Þrjátíu og þriggja," sagði Katrín. ,,Nú,“ sagði ungfrú Vinter hugsandi, „það er nú ekki s|m verst. En þér hafið auðvitað glatað æskublómanum." „Ég er hrædd um það,“ sagði Katrín og var mikið skemmt. „En þér eruð indæl stúlka,“ sagði ungfrú Viner vingjarnlega. „Og ég er viss um, að margur maðurinn gæti gert verra en að taka yður sér fyrir konu, í stað þess að eltast við þessar hof- róður, sem hlaupa um nú á dögum og sýna meira af fótleggjunum á sér en skaparinn hefur nokk- urn tima ætlazt til. Verið þér sælar, vina mín, og ég vona, að yðar bíði ánægjulegt líf, en það fer sjaldan eins og óskað er i þessu lífi.“ Katrín kvaddi með þennan hughreystandi spá- dóm í eyrum. Helmingur þorpsbúa kom til að kveðja hana á stöðinni, og sumir grétu og sumir færðu henni blóm. Þannig kvaddi Katrin þorpið St. Mary Head. 8. KAFLI. Tam’plin greifafrú skrífar bréf. „Jæja," sagði lafði Tamplin greifafrú, „jæja.“ Hún lagði frá sér meginlandsútgáfuna af Daily Mail og starði út yfir blátt Miðjarðarhafið. Gulur mímósuklasi hékk rétt yfir höfði hennar og myndaði áhrifaríkan ramma um mjög fallega mynd. Gullinhærð, bláeyg greifafrú í dáfallegum morgunkjól. Því varð ekki neitað, að gullna hárið og hvíti og ljósrauði hörundsliturinn áttu listrænni snyrtingu1 mikið að þakka, en bláu augun voru guðs gjöf, og þó að Tamplin greifa- frú væri orðin fjörutíu og fjögra ára, gat hún enn talizt fögur kona. Þessa stundina var Tamplin greifafrú ekki að hugsa um sjálfa sig. Það er að segja, hún var ekki að hugsa um útlit sitt. Hún var í alvarlegri hugleiðingum. Tamplin greifafrú var vel þekkt á Riviera- ströndinni, og veizlur hennar í Villa Marquerite voru víðkunnar. Hún var lífsreynd kona, og hafði verið fjórgift. Fyrsta hjónabandið hafði verið glappaskot, og minntist hún sjaldan á það. Maðurinn hafði verið svo umhyggjusamur að deyja tiltölulega fljótt, og ekkjan giftist ríkum töluframleiðanda. Hann hafði líka lagt á djúpið mikla eftir þriggja ára hjónaband — að því er sagt var eftir ánægjulegt kvöld með góðum félögum. Á eftir kom Tamplin greifi, sem hafði lyft Rosalie upp í þær hæðir, sem hún hafði þráð að komast. Hún hafði haldið greifafrúar- titli sínum eftir að hún giftist í fjórða sinn. Þetta fjórða ævintýri hafði hún lagt út í sér til ánægju. Charles Evans, sem var tuttugu og sjö ára, sérlega laglegur, kurteis í framkomu, mikill unnandi íþrótta og allra lystisemda þessa heims, átti sjálfur enga peninga. Tamplin greifafrú var yfirleitt mjög ánægð með lífið, en einstöku sinnum hvarflaði að henni óljós kvíði út af fjármálum. Töluframleiðandinn hafði látið ekkju sinni eftir talsverðar eignir, en ýmislegt hafði orðið til að höggva skarð i þær, svo sem verðfall á peningamarkaðinum og óhófsemi Tamplins greifa. Hún var þó enn vel- efnuð. En konu með skapgerð Rosalie Tamplins nægir ekki að vera velefnuð. Og þennan janúarmorgun opnaði hún bláu augun óvenjumikið við lestur tiltekinnar fréttar, og fram yfir varir hennar kom einsatkvæðis- orðið ,,jæja“. Á svölunum var auk hennar aðeins dóttir hennar, Lenox Tamplin. Þessi dóttir var stöðugur þyrnir í auga Tamplin greifafrúar. Hún kunni enga mannasiði, leit út fyrir að vera eldri en hún var, og var gædd vægast sagt mjög óþægilegri tegund kímnigáfu. „Hugsaðu þér, elskan," sagði Tamplin greifa- frú. „Hvað ?“ Tamplin greifafrú tók upp Daily Mail, rétti það dóttur sinni og benti með æstum vísifingri á tiltekna frétt i blaðinu. Lenox las fréttina án þess að bregðá svip. Hún rétti móður sinni aftur blaðið. „Hvað um það?“ spurði hún. „Þetta er eitt af því, sem alltaf er að ske. Gamlar konur eru alltaf að deyja í þorpum og arfleiða lagskonur sínar að ótöldum miljónum.“ „Já, ég veit það,“ sagði móðir hennar, ,,og ég er víssum, að upphæðin er ekki nærri eins há og gefið er í skyn; blöðin eru svo ónákvæm. En þó það væri ekki nema helmingurinn -—“ „Hvað um það?" sagði Lenox, „við höfum ekki verið arfleiddar að þessu.“ „Nei, ekki beinlínis," sagði Tamplin greifafrú; „en þessi stúlka, þessi Katrín Grey, er frænka

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.