Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 7

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 48, 1948 7 íslendingasagnaútgáfan Framhald af forsíðu. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum að því, hvers virði Islendingasögurnar hafa verið og eru þjóðinni, meginþorra allra Islendinga hlýtur að vera það meira eða minna ljóst. Um hitt hefur stundum verið efast á síðari tímum, að æska landsins læsi yfirleitt þessar dýrmætu bókmenntir okkar. En hvað sem hæft er í þeirri fuliyrðingu, þá er það víst, að ódýrar og vand- aðar útgáfur Islendingasagna eru ákaflega vel fallnar til þess að kenna almenningi að lesa og meta þessa fjársjóði. Fyrstu sex bindi Islendingasagnaútgáfunnar komu út í nóvember 1946 og hin síðari sex í maí 1947. Utgáfunni var forkunnar vel tekið, enda er það ekki að furða, því að verðið var afarlágt, aðeins kr. 423,50 (innbundið), miðað við þrettán bindi, því að Nafnaskráin fylgir með í kaupunum, en verið er nú að leggja síðustu hönd á hana og verður það afarmerkileg við- bót við sagnasafnið sjálft. Um mánaðamótin október-nóvember hætti áskriftarverðið að gilda og nú er verðið á þessum þrettán bindum kr. 520 (innbundið) og eru það ódýr kaup á sliku ágætissafni. Það hefur t. d. selzt svo mikið út um sveitirnar, að í sumum byggðarlögum er þessi sagnarflokkur svo að segja á hverjum bæ. En Islendingasagnaútgáfan ætlar ékki að láta staðar numið við þetta. Nú er að koma út nýr flokkur úrvalsrita: 1 honum verða Biskupa sögur hinar eldri, Sturlunga og Ann- álar, ásamt nafnaskrá. Þessi flokkur verður sjö bindi, um 30 arkir hvert og verð allra bindanna í skinnbandi kr. 300,00. Guðni magister Jónsson annast og um útgáfu þessa sagnaflokks. 1 undirbúningi eru Eddurnar báðar, Fornaldar- sögur Norðurlanda, Þiðriks saga konungs af Bern og ef til vill fleiri rit, sem verða í þeim flokki. 1 setningu eru og 3—4 bindi af riddarasög- um, sem Bjarni cand. mag. Vilhjálmsson sér um útgáfu á. Guðni magister Jónsson hefur þegar unnið mikið fræðimannsstarf, ásamt öðrum störfum, þótt ekki sé hann orðinn gamall, og skulu hér talin nokkur rit hans: Bergsætt, Minningar- rit Flensborgarskólans, Forn-íslenzk lestrarbók, Registur við Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Eim- skipafélag Islands, 25 ára afmælisrit, Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I—VII, Ættartala Steindórs Gunnarssonar og systkina hans, Frá- sagnir um Einar Benediktsson. Auk þess eru eftir hann margar ritgerðir í Skírni og Blöndu, einkum um íslenzka ættfræði, íslenzkan kveð- skap, sannfræði íslenzkra þjóðsagna, Landnámu og Njáls sögu, Gauk Trandilsson o. fl. Hann sá og um útgáfu á ritum félagsins Ingólfur: Land- nám Ingólfs og Þætti úr sögu Reykjavíkur. Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönn- um, og Austantórur I—II eru og bækur, sem hann hefur annazt útgáfu á. Ritstjóri Blöndu hefur hann verið siðan 1940. Og síðast en ekki sízt hefur hann séð um útgáfu á mörgum ís- lendingasögum, fyrir Fornritaútgáfuna og fleiri. Guðni hefur einnig þýtt nokkrar bækur. Guðni er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jónína Margrét Pálsdóttir, útvegsbónda í Nesi í Selvogi Grímssonar, hún andaðist 1936. Síðari kona hans er Sigríður Hjördís, Einarsdóttir, bónda í Miðdal í Mosfelissveit Guðmundssonar. Á miðvikudögum klukkan átta - Framhald af bls. Ij stór og ljósblá augu og húð hennar var rósrjóð. Hún var ensk. „Þetta er konan mín, Madame Lafitte,“ sagði hann og ég sá óðara að þau voru ástfangin af hvort öðru. Augnaráð hans, þegar hann horfði á hana, minnti mig á veslings Jules minn, þegar ég var ung og fögur!“ Madame Lafitte andvarpaði. „Það er þungbært að vera kona, herra minn, og finna á hverju ári nýjar hrukkur og grá hár.“ Hún horfði niður á sig. „Já, ellin hlífir engum.“ Anatole sló fingrunum óþolinmóðlega í borðið. „En hvað varð svo um ensku konuna?“ spurði hann. „Ó, það var sorgarsaga, herra minn. 1 hvert sinn sem hann var heima í leyf- unum kom hann hingað með fögru konuna sína og snæddi kvöldverð. Hann bað ætíð um bezta matinn — dýrustu vínin og dúk- urinn og þerrurnar heimtaði hann að væri tandurhreinar." Anatole varð ósjálfrátt litið niður á miður hreinan dúkinn á borðinu. „Silfurborðbúnaðurinn átti að vera fágaður og blómin fögur. í tvö eða þrjú ár — ég man það ekki með vissu — kom hann ætíð þegar hann gat þann tuttugasta og fyrsta marz, en þá var afmælisdagur hennar. En dag einn . . .“ Það blikuðu allt í einu tár í augum Madame Lafitte, „kom hann einn! Hann var svo hryggur og örvæntingarfullur að mér varð að orði: „Hvað hefur komið fyrir — hefur herrann orðið fyrir missi?“ „Ó, Madame Lafitte,“ svaraði hann og andlit hans var svo þjáningarfullt og föit., að það var eins og hann hefði ekki fest blund í margar vikur. „Ó, konan mín — er dáin!“ „Dáin?“ spurði ég. „Hún dó í síðustu viku,“ sagði hann kyrrlátlega. Hvað átti ég að segja? Eg var eins og máttvana við þessa frétt. Ég gat ekkert annað en þagað . . . „1 næstu viku,“ hélt hann áfram með óbreyttri rödd, „er afmælisdagur hennar og ég ætla að biðja yður að taka frá fyrir mig tveggja manna borð eins og venjulega. Blómin eiga að vera hvítar rósir. Ég kem á sama tíma klukkan átta. Má ég treysta því, Madame Lafitte, að allt verði eins og það á að vera.“ Ég starði skilningslaus á hann og hélt eins og þér, að maðurinn væri geggjaður. Hann horfði á mig. „Ö, þér haldið kannske að ég sé brjálaður? En það er ég ekki. Það er langt síðan að við á- kváðum, að ef annað okkar dæi, skyldum við hittast á afmælisdegi hennar. Við héldum bæði að ég myndi falla í styrjöld- inni í Frakklandi, en þetta kom okkur ekki til hugar,“ hann huldi augu sín svona“ og Madame Lafitte sperrti feita Framh. á bls. 14. Bækur Furður Fraliklands eftir Guðbrand Jónsson. Skemmtilegar frásagnir af minjum og menningu Frakk- lands og ferðum höf. þar. Þar er m. a. sagt ýtarlega frá lækninga- undrunum í Lourdes. Minningar Guðrúnar Borgfjörð. — Yndislegar frásagnir af Reykjavík- urlífinu í gamla daga og störfum og hugðarefnum kvenþjóðarinnar. Vísnabókin. Vísurnar valdi próf. Sí- mon Jóh. Ágústsson. Myndir eftir Halldór Pétursson. Þetta er bók allra íslenzkra barna. Sjálfsævisaga síra Þorsteins Péturs- sonar á StaðarbaJkka, 18. aldar ævi- saga, áður óprentuð. Mjög fróðleg bók og gagnmerk menningarlýsing aldarinnar. Kjörin gjafabók til allra þeirra, er unna þjóðlegum fróðleik. Fornir dansar. Teikningar eftir Jó- hann Briem. Um útgáfu sá Ólafur Briem. Sérstæður og skemmtileg- ur þáttur íslenzkra bókmennta. — Útgáfan er ein hin fegursta, er hér hefir verið gjörð. Athöfn og uppeldi eftir Mattliias Jón- asson. Vönduð fræðibók um vanda- samt efni, er alla foreldra varðar. Mannþekking eftir Símon Jóh. Ágústsson. — Höfundur gjörir hér grein fyrir hagnýtum niðurstöðum sálvísindanna. Þetta er sjálfsagt allra vinsælasta fræðibókin, sem komið hefir út á síðustu árum. í djörfum Ieik eftir Þorstein Jóseps- son. — Þættir um íþróttamenn og Olympíukeppendur. Þeir fundu lönd og leiðir eftir Loft Guðmundsson. Frásagnir um landa- fundi og svaðilfarir. Fróðleg og skemmtileg bók. Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Hin sígildu bréf húsfreyjunnar og margt annarra bréfa, er snerta hinn óráðna og ævintýralega æsku- feril Gríms Thomsen. Utgáfuna annaðist Finnur Sigmundsson og hefir leyst hana af hendi á nýstár- legan og merkilegan hátt. Játningar. — 13 þjóðkunnir höfund- ar ræða hér lífsskoðun sína og ráð- gátur tilverunnar. — Bók handa hugsandi lesendum. D Hlaðbúð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.