Vikan


Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 16

Vikan - 25.11.1948, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 48, 1948 Veggfóður nýkomið JpHniWJT ♦>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>>* | Hefi ávalt fjölbreytt úrval af allskonar :♦: tœkifœrisgjöfum $ Ennfremur ýmsar góðar og þarflegar jólagjafir Gottsveinn Oddsson úrsmiður. Laugavegi 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. $ ík*»»»»»»»»»»»»»»»»í*>»»»»»»»»: Tvær nýjar iélagsbáDr irá Máli og Menningu Richard Wright: Svertingjadrengur Martin Andersen Nexö: Endurminningar I. bindi: TÖTRIÐ LITLA. Bjöm Franzson íslenzkaði. MARTIN ANDERSEN NEXÖ er einn af víðlesnustu rit- höfundum Dana og vafalítið sá núlifandi danskur rithöf- undur sem víðkunnastur er utan Danmerkur. Með óbil- andi kjarki og baráttuþrótti hefur hann ávallt varið mál- stað þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, öll rit hans hafa verið sannar og hlífðarlausar lýsingar á kjör- um þeirra og lífsbaráttu. Endurminningar Nexö bera öll 1 beztu einkenni rita hans, enda hafa þær orðið með af- brigðum vinsælar. Fyrsta bindið lýsir bernsku höfundarins í fátækrahverf- nm Kaupmannahafnar, þangað til f jölskylda hans er send til Borgundarhólms á kostnað bæjarfélagsins. Bókin er hvort tveggja í senn, lifandi þjóðlífslýsing og lykill að skáldskap þessa mikla rithöfundar. Gísli Ólafsson íslenzkaði. RICHARD WRIGHT er svertingi, fæddur og uppalinn í Suðurríkjum Bandaríkjanna. I þessari bók lýsir hann upp- vexti sínum til tvítugsaldurs, þangað til honum tekst loks- ins að sleppa burt úr Suðurríkjunum í leit að tækifæri til þess að lifa mannsæmandi lífi. En bókin er meira en venjuleg sjálfsævisaga, hún er einhver beiskasta og mark- vissasta lýsing, sem skrifuð hefur verið á negravandamáli Bandaríkjanna, hatrömm ádeila á kynþáttakúgun og þann hugsunarhátt, sem hún er sprottin úr. Bókin hefur þegar verið þýdd á f jölda tungumála, og hvarvetna hafa ritdóm- ar verið á einu máli um að enginn rithöfundur hafi lýst betur sálarlífi kúgaðs kynþáttar, örvæntingu hans og hatri, varnarleysi hans og vonleysi. Mál og menning - Laugaveg 19 STBINDÖRSPRENT H.F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.