Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 4

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 1, 1949 HEFNDIIM „Já, það er því miður nokkuð ískyggi- legt, sem ég þarf að segja þér, mamma!“ sagði ungi bankaritarinn, Poul Helmer, og settist andspænis móður sinni, sem leit kvíðafull upp frá saumum sínum. „Er eitthvað að — í bankanum?" spurði hún. Dyrabjallan hringdi og Poul stóð á fætur. „Ég skal fara til dyra, mamma, sittu kyrr!“ Skömmu eftir heyrði hún glaða og undrandi rödd sonar síns: „En hvað það var gaman að þú skulir þegar vera komin heim, Ella! Komdu inn! Ég ætlaði einmitt að fara að tala við mömmu um nokkuð — og nú getur þú fengið að vita það um leið! “ Þetta var unnusta hans, Ella Vang, sem hafði verið að heiman í nokkrar vik- ur, en var nú óvænt komin aftur. Frú Helmer brosti blíðlega. Hún var svo ánægð með þessa trúlofun Pouls, Ella og hann áttu vel saman og gömlu konunni þótti jafnvel eins vænt um ungu stúlkuna og son sinn. „Ég vona að þetta séu einhverjar góðar fréttir!" sagði Ella glaðri röddu, en Poul svaraði hálfdapurlega: „Því miður verðið þið að búa ykkur undir slæmar fréttir! Þetta er svo undar- legt, að ég skil það ekki sjálfur!“ Ella kom inn og heilsaði, skömmu síðar sátu þau öll þrjú í kringum borðið og Poul tók til máls: „Það er nýi bankastjórinn, sem ég er hræddur við — já, hreint og beint hrædd- ur, mamma! Hann lætur mig aldrei í friði og í dag komst ég að því óvænt að hann reynir að fá ástæðu til að segja mér upp starfinu.“ „S'egja þér upp!“ stundi Ella. „En hvað hefur þú gert honum til miska?“ „Það er einmitt það, sem ég er að velta fyrir mér!“. svaraði Poul. „Nú hefi ég verið í bankanum frá því ég var nítján ára og alltaf stundað vinnu mína lýta- laust og komið mér vel við alla. Gömlu bankastjórunum féll vel við mig og þeir veittu mér frama í starfinu og þegar ég nú að lokum hefi fengið þau laun að ég get farið að kvænast — þá virðist nýi bankastjórinn, Laursen, vilja losna við mig.“ „En hvernig fer ef þú missir stöðuna?“ spurði Ella lágri röddu. „Já, þá verðum við að fresta gifting- unni — það er ekki auðvelt að fá nýja stöðu og ógjörningur, ef menn eiga ekki góða að,“ svaraði Poul napurt. „Ég hefi reynt á allan hátt — ég skil þetta ekki —“ „En ég skil það,“ sagði gamla konan lágum rómi. „Þú, mamma? Við hvað áttu?“ Þýdd smásaga „Það er til að hefna sín á mér sem Laursen bankastjóri rekur þig úr stöðu þinni,“ svaraði hún róleg. „Ég þekkti hann, þegar ég var ung — hann vill koma fram hefndum fyrir það að ég móðgaði hann einu sinni.“ Poul og Ella horfðu undrandi á hina litlu og góðlátlegu frú Helmer. Gat nokkur viljað hefna sín á henni! Þeim fannst það alveg óhugsandi. „En nú skal ég segja ykkur alla sög- una!“ hélt hún áfram. „Þegar ég var korn- ung trúlofaðist ég Martin Laursen, enda þótt ég segði honum að ég elskaði hann ekki. Hann fullvissaði mig um að ást mín myndi vakna seinna og ég var svo mikið barn að hann náði valdi yfir mér. Hann var mjög ástfanginn af mér — að minnsta kosti hafði hann sett sér það takmark að fá mig fyrir eiginkonu og þegar Martin hafði ákveðið eitthvað varð áformi hans ekki haggað. En mánuði eftir trúlofunina kynntist ég föður þínum, Poul, og þá vissi ég að ég gat ekki orðið kona annars manns en hans. Ég sagði Martin Laursen hvernig komið væri og hann varð viti sínu fjær af reiði og hótaði hefndum, en fyrir bragðið hafði ég bara minna samvizku- bit af að slíta trúlofun minni og Martins og trúlofast föður þínum. Martin fór burtu, en Karl og ég giftum okkur. Við bjuggum hamingjusöm saman þar til faðir þinn dó fyrir tíu árum, en aldrei hefi ég séð Martin síðan. Ég frétti bara að hann væri orðinn ríkur maður og hefði ! VEIZTU -? 1 1. Noregur er aðeins '/M af stærð Afríku, i en strandlengjan er samt % af = strandlengju heimsálfunnar. Hverjir | eru aðal atvinnuvegir Norðmanna? : 2. Hvað heitir höfuðborgin í Kina ? § 3. Hver er önnur staersta eyja i heimi? i r 4. Hvenær voru ólympíuleikarnir teknir = upp að nýju og hvar voru þeir þá i í haldnir ? : 5. Hvað samdi Mozart margar sym- i i fóniur ? : i 6. Hvað þýðir orðið ,,kjagsa“ ? i 7. Hver sagði þetta: „Munur er að i i mannsliði" ? : 8. Hvaða ár var orðið ,,sósíalismus“ = notað^ í fyrsta sinn ? i § 9. Hvenær var Benedikt Jónsson Gröndal, = skáld og yfirdómari, uppi? i 10. Hverrar þjóðar er píanósnillingurinn = José Iturbi? i i Sjá svör á bls. 14. E orð fyrir að vera óvenju harðdrægur í peningamálum og öllum viðskiptum. Þegar ég heyrði það í haust að hann væri orðinn bankastjóri fékk ég þegar illt hug- boð og var það ekki að ástæðulausu. Nú er ég sannfærð um að eini tilgangur hans með að sækja um þessa stöðu, var sá, að gera mig óhamingjusama. „En hvað eigum við að taka til bragðs, mamma?“ spurði Poul úrræðalaus. „Þið skulið ekkert gera, börnin mín, á morgun skal ég snúa mér að þessu vandamáli,“ sagði frú Helmer og brosti. „Karlmenn eru venjulega svo klaufskir og úrræðalausir, en við konurnar höfum ráð undir hverju rifi.“ Daginn eftir, um klukkan fjögur, sat Martin Laursen bankastjóri heima í rík- mannlegum, en leiðinlegum stofum sínum. Hann var ókvæntur, en hafði duglegt þjónustufólk, dýr húsgögn, góðan mat — í stuttu máli sagt allt, sem fékkst fyrir peninga. Og þá fannst honum hann hafa nóg. Beint á móti honum sat eldri kona, lát- laust klædd, en fremur ungleg eftir aldri og góðleg. Það var frú Helmer, móðir Pouls. „Mér skilst að þér séuð komnar til að biðja syni yðar vægðar,“ sagði banka- stjórinn og horfði hvasst á hana. „Þér vitið að ég sagði honum upp starfinu í dag?“ Það kom undrunarsvipur á andlit frú Helmer og eins og gleðibjarmi, en þetta var svo snöggt að enginn hefði tekið eftir þessu, ef hann hefði ekki horft eins hvasst og bankastjórinn. „Ég — já — ég ætlaði að spyrja yður —“ svaraði hún stamandi. „Þér vilduð spyrja mig —?“ hvöss og blá augu Laursens bankastjóra fylgdust með öllum svipbreytingum á vingjarn- lega andlitinu gegnt honum. Og jafnframt var hugur hans önnum kafinn. Gat það verið svo? Vildi hún í raun og veru að sonurinn missti stöðuna? Hann varð að fá fulla vissu sína, hvað það snertir. „Já, Poul bað mig að fara til yðar,“ hélt hún áfram vandræðalega og leit niður. „Hann er svo hryggur — og — og þetta hefur í för með sér að hann getur ekki kvænzt — hann verður að leita sér að nýrri stöðu — og þér skiljið, hann getur búið hjá mér, þar sem ég hefi góð eftirlaun, en það er ekki nóg til þess að hann geti séð fyrir konu, þótt hann fengi nýja atvinnu. Þér skiljið mig, er ekki svo ?“ Jú, þetta skildi Laursen bankastjóri og brosti við. En hvað hann hafði verið heimskur! Þetta gat hann ekki skilið nema á einn veg. Frú Helmer átti enga ósk æðri en þá að fá að hafa son sinn lengur hjá sér. Ef ungi maðurinn missti atvinnuna neyddist hann til að hætta við hjónabandið og vera kyrr heima hjá móður sinni í nokkur ár — kannske í mörg ár. Það var ekki auðvelt að fá svo vellaunaða Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.