Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 1, 1949 13 Dásamlegir byggingarkubbar BARNASAGA Agnes litla og Ib bróðir hennar áttu heima hjá móðui' sinni. Þau bjuggu í óvönduðu húsi í útjaðri þorpsins. Paðir barnanna var dáinn. Eftir dauða hans, varð fjölskyldan að fara úr ágætri íbúð og flytja í þetta lé- lega hús. Þau voru bláfátæk. Mæðg- urnar saumuðu fyrir fólk og seldu dálítið af eggjum og grænmeti. Veslings Ib lá alltaf í rúminu. Hann hafði dottið niður úr tré, og meitt sig svo mikið að hann gat ekki gengið. Snemma morguns, það var um sólarupprás, læddist Agnes út með körfu á handleggnum. „Það var gott að mamma heyrði ekki til mín,“ hugsaði Agnes. Ég ætia að flýta mér út í skóg. Þar hefi ég séð mikið af jarðarberjum. Ég ætla að tína fulla körfuna, fara svo inn á torgið og selja berin þar. Að því búnu kaupi ég byggingakubba handa Ib. Hann þráir svo að eignast þá. Það var afmælisdagur drengsins, og Agnes langaði til að gleðja bróð- ur sinn. En hún átti enga peninga til þess að kaupa gjöf fyrir, þess- vegna tók hún þetta ráð að fara út í skóg og tina ber. Það var nóg af ágætum jarðar- berjum. Littla stúlkan var afar iðin við að tína. Hún var því fljót að fylla körfuna, og flýtti sér að því búnu til þorpsins. Torgið var fullt af fólki, sem var að verzla. Þar voru dyngjur af græn- meti, fullar körfur af ávöxtum, mikið af blómum, lifandi alifuglum o. fl. Það var ys og þys, líf og fjör. Agnes varð hálfutan við sig af þessum mannfjölda. Hún stóð með körfuna sina og var feimin. Þá kom gömul kona til hennar og sagði: „Hvað ertu með? Jarðarber, sé ég er. Mér þykir þau einmitt svo góð. En þau eru að líkindum dýr.“ „Ég — ég veit það ekki,“ sagði Agnes litla. „Ég vildi helzt fá svo mikla peninga, að ég gæti keypt byggingakubba handa bróður mín- um.“ „Byggingakubba! Það var heppi- legt. Ég hefi kassa með bygginga- kubburn," sagði konan. Hún opnaði stóran poka, er hún hafði meðferðis. „Viltu láta mig fá berin þín fyrir kassann með kubbunum?“ Gamla konan rétti kassann fram. Agnes leit á kassann, og sá að hann var fallegur. Hún opnaði hann. Kubbarnir voru prýðilegir. Þeir líktust litlum múrsteinum. 1 kassan- um voru einnig gluggar og hurðir, veggir og reykháfar. Ennfremur afar smá húsgögn. Agnes sagði: „Er þetta ekki allt of vandað og fínt? Og jarðarberin nægja ekki sem borgun fyrir þessu.“ Konan svaraði: ..Ég hefi ekkert með þetta að gera. Ef þú vilt skipta á varningi þessum og jarðarberjun- um, þá er ég hæstánægð." Agnes hneigði sig fyrir gömlu kon- unni og þakkaði henni hjartanlega fyrir. Þær fylgdust svo að heim að húsi gömlu konunnar. Þar kvöddust þær, og Agnes flýtti sér heim. Ib og móðir hennar voru vöknuð fyrir dálítilli stundu þegar Agnes kom. Þau urðu mjög forviða er hún sagði þeim frá því að hún hefði ver- ið á torginu. „Hérna er dálítil gjöf handa þér, Ib bróðir og ég óska þér til hamingju á afmælisdaginn,“ sagði Agnes. Ib varð afar glaðui'. Hann dáðist af því hve þetta var fallegt. En hér var ekki allt einleikið. Hlutirnir hópuðust saman og mynduðu hús. Húsgögnin fóru á sinn stað, og litlu trén, sem voru á kassanum festu rætur utan við húsið. „Það vex, það vex,“ hrópaði Ib. Þetta var satt húsið stækkaði. Agnes mælti: „Við verðum að bera það út.“ Mæðgurnar báru svo húsið út í garðinn. Húsið stækkaði og stækkaði. Agnes sagði: „Mamma! Nú er húsið orðið eins stórt og það sem við búum í.“ „Það er orðið stærra.“ Mæðgurnar fóru inn í húsið. Allt var prýðilegt. Stólar, borð, skápar, eldhúsáhöld, allt sem inni í húsinu var, var fyrsta flokks. „Ég vildi að við mættum búa í þessu húsi,“ sagði Agnes. 1 sama bili heyrði hún lágan hlát- ur að baki sér. Hún leit við og sá gömlu konuna, sem hafði skipt við hana á jarðarberjunum og bygginga- kubbunum. Konan mælti: „Þið megið flytja i húsið. Þið eigið lóðina, og það sem á lóðina stendur. Agnes mælti afar glöð: „En hve þetta er fallega gert að gefa okkur þetta indæla hús.“ Hún tók í hönd gömlu konunnar. „Ég skal alltaf tína jarðarber, þegar þau eru að fá, og færa yður sem þakklætisvott fyrir þessa dásamlegu gjöf.“ Gamla konan sagði: „Það er gott, vina mtn. Pabbi þinn rétti mér hjálparhönd þegar ég átti bágt. Ég vildi endurgjalda það. Nú er faðir þinn dáinn, en kona hans og börn hjálparþurfi. Þess- vegna kem ég til þess að gefa ykkur það sem ykkur vanhagar mest um. Flytjið í nýja húsið. Það er ykkar eign.“ „Ib getur ekki gengið," sagði Agnes og varð mæðuleg. Konan mælti: „Getur hann ekkiv gengið? Þá verð ég að lækna hann.“ Svo tók hún upp nokkrar smápill- ur og gaf Ib. Hann át þær, og varð samstundis heilbrigður. Ib gat gengið og hlaupið. Það var dásamlegt. En sú hamingja. Þau fluttu svo þegar i stað í nýja, fallega húsið, er þau eignuðust á svo óvæntan hátt. Mæðgurnar og Ib voru afar glöð. Þau bjuggu í húsinu og langaði ekki til að skifta um íbúð. Gamla, góða konan, er gaf þeim húsið, kom oft í heimsókn. Það er auðvitað óþarfi að segja frá þvi að mæðgurnar og Ib tóku vel á móti henni. Þau áttu henni svo mik- ið að þakka. >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»; ♦ V V V V V V V V V * V V Gleðilegt nýárl Þökk fyrir viðsk'iptin á liðna árinu. Slippfélagið í Keykjavík h.f. v v í V V V V V V V V V í »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*< Jmk Gleðilegt nýár! J lilÍfi ífT Þökk fyrir viðskiptin ’iðna árinu. lampiðjan h.f. »»»»:♦»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»:. ♦ v V V í V V v V V V V V V V V V V V V í ♦ V V v V $ f Gleðilegt nýárí ÞMum víðskiptin á liðna árinu. Kexverksmiðjan Frón h.f. V V V V V V $ * S í V V v V V V V V V Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Verzlunin Björn Kristjánssou Jón Björnsson & Co.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.