Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 8

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 1, 1949 Gissur réttir hjálparhönd Teikning eftir George McManus.. Gissur: Og þú segir, að nirfillinn hann Títus ætli að fara svona illa með veslings Dugans- fólkið: heimtar peninga eða þau verða að yfir- gefa sitt gamla og góða heimili? Múlli: Já, svona er það — ég vildi óska, að ég gæti einhverstaðar ná í þessa peninga og greitt fyrir þau skuldina, ég fyrirlít þessa gömlu okraraskepnu. Gissur: Er ómögulegt að tjónka við Títus, vill hann ekki gefa þeim neinn frest? Hvað er þetta mikið, sem hvílir á veðinu? Múlli: Átta hundruð dollarar — og manstu, hvernig Dugan hjálpaði skepnunni honum Títusi hér fyrr á árum? Svona launar hann það! Gætir þú ef til vill lánað mér þessa peninga? Gissur: Hér eru þessi átta hundruð, Múlli, ég ætla að lána þér þau, en ég geri mér ekki vonir um að fá þau nokkurntíma aftur. Múlli: Þakka þér fyrir, Gissur, þessu skal ég aldrei gleyma, þú færð þessa peninga aftur fyrr en. þú býst við. Eg fer beint til Duganshjónanna. Titus ætlaði að láta bera þau út í kvöld. 'Frú Dugan: Já, hann getur komið á hverri stundu og þá verðum við að fara. Héma eru börn okkar fædd, það er svo sem ekki fínheitunum fyrir að fara hér, en við köllum þetta heimili og okkur þykir vænt um það. Veslingurinn hann Dugan er alveg eyðilagður og ég veit ekki, hvað af okkur verður. Eg skal segja manninum mín- um, að þú hafir litið við hérna — Múlli: Eg ætlaði nú að gera meira en að líta við, frú Dugan, ég er með átta hundruð dollara. Þið borgið skuldina og skilaðu því til Dugans og bamanna, að þau skuli ekki hafa meiri á- hyggjur út af þessu. Þið skuluð bara hlæja framan í nirfilinn, þegar hann fer að tala um að þið flytjið úr núsinu, það er ykkar eign. Jæja, ég má til að fara, vertu blessuð og gangi ykkur allt að ósUum! Títus: Hvað er þetta? Þér eruð með peningana? Það datt mér ekki í hug. Þetta ruglar allar mínar fyrirætlanir Frú Dugan: Það þykir mér vænt um að heyra! Ég er hamingjusöm yfir því, að yður tókst ekki að klófesta litla, góða heimilið okkar. Ræninginn: Upp með hendurnar! Eg ætla yður við þetta veski. Þegar ég segi: ,,Hlaupið!“ þá hlaupið þér og gætið þess að líta ekki við, því annars fylli ég yður svo af blýi, að það verði enginn barna- leikur að koma yður heim. Títus: Þetta var Ijóta klúðrið! Eg hélt ég væri búinn að ná tökum á þessu. Járn- brautafélagið ætlar að kaupa hluta af eigninni, nú selja þau því sjálf og verða rík. 'O-IO Gissur: Guð hjálpi mér og þér, Múlli! Þú ert að borga mér peningana strax aftur? Hvar fékkstu þá? Múlli: Hugsaðu ekki um það, Gissur! Hérna em þeir, skuldin er greidd og hamingja ríkir á heimilinu _ ég héf sæmilegan afgang! °S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.