Vikan


Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 1

Vikan - 06.01.1949, Blaðsíða 1
16 síður Verð 1,50 Nr.'l, 6. janúar 1949 ó7o ¥1KAN Þórarinn Guðmundsson fiðluleikari Allir þeir, sem tónlist unna í þessu landi, og þeir eru sem betur fer mjög margir, kannast við Þórarinn fiðluleikara. Nafn hans heyrist oft nefnt í útvarpinu. 1 öll þau ár, sem útvarpið hefur starfað, hafa tón- arnir úr fiðlu hans liðið á öldum ljósvak- ans út í geiminn og inn á heimilin og flutt mönnum gleði og birtu. Ekki er samt alltaf blásið í lúðra, til að láta menn Eftir Baldur Andrésson vita, að nú muni heyrast í fiðlunni hans. Dagsskrárliðirnir heita þá ýmsum nöfn- um. En ef trío, strokkvartett, kvintett eða hljómsveit útvarpsins eru að verki, þá er fiðlan hans þar, þótt ekki sé nafns hans getið. Og ef um söng er að ræða með undirleik hljóðfæra, þá er fiðlan hans einnig þar og lætur til sín heyra. í stuttu máli, ef um hljóðfæraleik er að ræða í útvarpinu í einhverri mynd með hljóð- færaleikurum, sem eru fastir starfsmenn útvarpsins, hvort heldur það er nú í sam- bandi við leikrit eða eitthvað annað, þá er fiðlan hans þar oftast nærri. En stund- um kemur hann einnig fram sem einleik- ari á fiðluna og þá er þess auðvitað sér- staklega getið. Þeir eru því margir hér á Framhald á bls. 3. Standandi, fremst á myndinni, er stjórnandinn, Þórarinn Guðmundsson. — Sitjandi, fremst I hálfhring, t. v. viO stjórnandann: Þórir Jónsson (1. íiðla), Þorvaldur Steingrímsson (1. fiðla), Katrin Dannheim (1. fiðla), Jón Sen (1. fiðla), óskar Cortes (1. fiðla). Fyrir framan hann: Sveinn Ólafsson (viola), ólafur Markusson (viola), Skapti Sigþórsson (2. fiðla), Indriði Bogason (2. fiðla). — 2. röð: Þorhallur Arnason (cello), Jóhannes Eggertsson (cello). — 3. röð (standandi): Bjarni Böðvarsson (bassi); (sitjandi): Árni Björnsson (flauta), Andres Kolbeinsson (oboe), Vilhjálmur Guðjónsson (klarinett), Fr. Weisshappel (piano). — Aftasta íöð: Björn R. Einarsson (basúna), Karl O. Runólfsson (trompet), Wilh. Lanzky Otto (waldhorn), Eggert Gilfer (orgel), A. Klahn (pakur). A myndina vantar Einar B. Waage (bassi). LÁNDSBÖKASAFN j(i \ 1858á ÍSLANBS

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.