Vikan - 12.05.1949, Page 2
2
VIKAN, nr. 19, 1949
PÓSTURINN *
Svar til „Manns að norðan“: Við
þessu getum við ekkert ráðlagt ann-
að en það, að þér leitið lseknis.
Kæra Vika!
Ég er búinn að vera kaupandi þinn
í mörg ár, og þakka ég þér fyrir
allar ánægjustundirnar, sem þú hef-
ur veitt mér, og sérstaklega fyrir
framhaldssögumar þínar, því þær eru
alltaf svo spennandi. Nú langar mig
að biðja þig að svara fyrir mig þrem-
ur spumingum.
1. Viltu gefa mér upplýsingar um
það, hvar maður getur lært tann-
smíði, hvað það tekur langan
tíma, hvort maður þurfi að hafa
einhverja sérstaka menntun og
vissan aldur. Pær maður kaup á
meðan maður er að læra, og þá
hve mikið? Hvað er kaupið, þeg-
ar maður er búinn að læra?
2. Hvað á ég að vera þung? Ég er
nýlega 16 ára og 161 cm. á hæð.
3. Hvaða litir fara mér bezt? Ég er
ljóshærð, frekar hvít í andliti, með
dálitlar freknur á nefinu.
Vonast eftir svömm sem fljótast.
Ein, sem ekkert veit.
Svar: „Námstími sé minnst 2 og 3
ár, 2 ár í kátsjúktækni, en 3 ár i
gull- og kátsjúktækni. Kaup greið-
ist nemendum svo sem hér segir:
1. árið 25% af kaupi nýsveina (kr.
325.00). 2. árið 30% af kaupi ný-
sveina. 3. árið 40% af kaupi ný-
sveina." (tír samningi milli Tann-
smiðafélags Islands og Tannlækna-
félags Islands). Nú er kaupi svo hátt-
að samkv. samn., að nýsveinar í kát-
sjúktækni fá kr. 325.00 á mánuði +
verðlagsuppbót, en nýsveinar í gull-
og kátsjúktækni fá kr. 416.00 pr.
mán. + verðlagsuppbót. — 2. Ca.
59 kg. — 3. Rautt og blátt.
Kæra Vika!
I>ú, sem uppfyllir allra óskir. Nú
langar mig að biðja þig að segja
mér hvert ég á að snúa mér til að
fá upplýsingar um frænku mína, sem
fór til Ameríku um aldamótin og
sem ég hef ekkert frétt til.
Hvernig er skriftin?
„Búðarloka".
Svar: Biddu Þjóðræknisfélagið lið-
sinnis.
Kæra Vika!
Gætir þú nú ekki verið svo góð
að segja mér, hvort lagið við „Ein
yngismeyjan gekk út í skógi", sé
einnig við „Þú ert mitt sólskin" ?
Vonast eftir svari í næsta blaði.
For vitinn. (Árí ðandi).
Svar: Nei, það er fráleitt.
Kæra Vika!
Getur þú gjört svo vel og sagt
mér hvað það tekur mörg ár að
læra bókband. Einnig, hvort það þurfi
að læra iðnteikningu til þess. Þökk
fyrir svar.
Einn áhugasamur.
Svar: 4 ár, iðnteikningar er kraf-
izt.
Kæra Vika!
Viltu gjöra svo vel að segja mér,
hvað ég á að vera þung? Ég er 173
cm. og 21 árs.
Með fyrirfram þökk.
Þvengjalengja.
Svar: Ca. 66 kg.
Svar til Dalbúa: Við vitum ekki,
hvað þetta merkir, enda sýnist okk-
ur setningin og orðin þannig, að þau
séu heimasmíð. Geturðu ekki sagt
okkur, hvar þú náðir í þetta?
Svar um aldur Finnbjörns Þor-
valdssonar: Fæddur 25. maí 1924 í
Hnífsdal, Isaf.
Svar til verðandi loftsiglingafræð-
ings: Snúðu þér til flugmálastjóra.
Þar muntu fá greiðust og áreiðan-
legust svör.
Svar til Dollýar og búfræðings:
Umbeðin kvæði megum við ekki birta.
Góða Vika mín! Viltu segja mér
hvað kúla, sem notuð <er til kasta
í íþróttum, á að vera þung, og hvað
kringla, sem notuð er við íþróttir á
að vera þung og stór að ummáli?
Iþróttavinur.
Svar: Kúla: a) fullorðinna 7,257
kg., b) drengja 5,5 kg., c) kvenna
4 kg. Kringla: a) fullorðinna 2 kg.,
b) drengja 1,5 kg. Þvermál karla-
kringlu skal vera 21,9 cm. Um þetta
allt eru nánari ákvæði.
Listdanssýning F.Í.L.D.
(Sjá forsíðu)
Ljósmyndastofa Ernu & Eiríks
Ingólfs apoteki — Sími 3890
Dansskóli Félags ísl. listdansara
hélt sýningu með nemendum sínum
dagana 24. og 26. apríl í Austur-
bæjarbíó, við góða aðsókn og ágætar
undirtektir. Vikan birtir á forsíðu
myndir frá sýningunni, og eru þær
úr öllum atriðum sýningarinnar.
Sérstaka athygli vakti „Brúðubúðin,”
en það eru ýmiskonar listdansar í
balletformi, sem dansaðir voru af
yngri nemendum skólans. Næst var
látbragðsleikur, „Þrír litlir kettl-
ingar”, þá tékkneskur hópdans, og
að lokum balletinn „Les Sylphiedes”
eftir Lois H. Chalif. 1 honum döns-
uðu eldri nemendur skólans ásamt
kennurum. Mun þetta vera fyrsti
balletinn, sem sýndur hefur verið
hér á landi.
Dansskólinn hefur starfað í einn
vetur og verið aðallega til húsa i
Þjóðleikhúsinu. 1 skólanum var aðal-
áherzla lögð á balletkennslu, en auk
þess var kennt karakterdansar, lát-
bragðslist, step, akrobatix og sam-
kvæmisdansar. Skólanum var slitið
1. april að afloknum vorprófum, sem
yfirleitt sýndu góðan árangur. Kenn-
arar skólans eru: Sigríður Ármann,
Sif Þórs og Sigrún Ólafsdóttir
aðstoðarkennari.
Því ber að fagna, að Félag ísl.
listdansara skuli hafa stofnað skóla
til kennslu í ballet einmitt nú, þegar
opnun Þjóðleikhússins stendur fyrir
dyrum, því balletsýningar hljóta að
verða einn þáttur í starfsemi þess.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilis-
fangi kostar 5 krónur.
Áslaug Pétursdóttir (við pilta eða
stúlkur 19—26 ára), Naustum,
Eyrarsveit, Snæfellsnessýslu.
Dídí Ingvars (við pilta eða stúlkur
14—28 ára), Garði, Kelduhverfi,
N.-Þingeyjarsýslu.
Guðrún Ragna Pálsdóttir (12—-15
ára), Þorbergsstöðum, Dalasýslu.
Líndal Bjarnason (við stúlkur 15—
18 ára), Mel við Búðardal, Lax-
árdal, Dalasýslu.
Jón Guðjónsson (við pilt eða stúlku
13—15 ára), Kirkjubóli, Bjarnar-
dal önundarfirði, Vestur-lsafjarð-
arsýslu.
Magnús Andrésson,
Jóhann Guðbrandsson,
Einar Leó Guðmundsson,
(við stúlkur 17—19 ára, æskilegt
að mynd fylgi), allir á Hólmavík.
Strandasýslu.
Arnhildur Reynis (við pilta eða
stúlkur 16—20 ára), Garðarsbraut
19, Húsavík.
Helen Hannesdóttir (við pilta eða
stúlkur 15—17 ára), Ketilsbraut 17,
Húsavík, S.-Þingeyjarsýslu.
Kristín Eyjólfsdóttir (15—17 ára),
Jónbjörg Eyjólfsdóttir 17—19 ára),
báðar Bjargi, Borgarfirði eystra.
Kristgerður Kristinsdóttir (við pilt
eða stúlku 15—18 ára), Ásgarðs-
vegi 3, Húsavík.
Gísli S. Guðmundsson (við stúlkur
16—20 ára, æskilegt að mynd
fylgi), Króki, Ásahreppi, Rangár-
vallasýslu.
Einar Matthíasson (við stúlkur 20
—25 ára, mynd fylgi),
Stefán Kristjánsson (við stúlkur 14
—16 ára, mynd fylgi),
Arthúr Guðmundsson (við stúlkur 14
—16 ára, mynd fylgi),
Flosi Valdimarsson (við stúlkur 14
16 ára, mynd fylgi), allir á Hólma-
vík við Steingrímsfjörð, Stranda-
sýslu.
Guðmunda Matthíasdóttir (við pilt
16—19 ára, æskilegt að mynd
fylgi), Minni-Borg, Grímsnesi.
Jón Friðbjörnsson (við stúlkur 20—
23 ára), Höfða, Grunnavíkurhreppi,
N.-Isafjarðarsýslu.
Guðbjörg Á. Björnsdóttir (við pilt
eða stúlku 14—15 ára), Hofsósi,
Skagafirði.
Tímaritið SAMTÍÐIN
Flytur snjallar sögur, fróðlegar
ritgerðir og bráðsmellnar skop-
sögur.
10 hefti árlega fyrir aðeins 20 kr.
Ritstjóri: Sig. Skúlason magister.
Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75.
________________________ J
Útgefandi VTKAN H.F., Reykjavik. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.