Vikan


Vikan - 13.10.1949, Qupperneq 11

Vikan - 13.10.1949, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 41, 1949 11 ....... Framhaldssaga: .............. LEIKUR ÖRLAGAIMIMA 11 Eftir HERMÍNU BLACK „Auðvitað ætlar hann að gera eitthvað,“ svar- aði Garth, „en ég vil gjarnan, að þér gefið hon- um tíma til að jafna sig.“ Hún hló stuttlega. „Það var ekki eina áfallið, sem hann fékk, er hann heyrði um mig, var það?“ Garth stóð upp, tók sígarettuveski sitt fram gekk að arinum og kveikti sér í sígarettu. Það varð augnabliks þögn. Hún fylgdi honum með augunum. „Þér verðið að segja mér nákvæmlega, hvað hann sagði um mig,“ sagði hún. „Mér fyndist betra, að hann kæmi hingað og talaði við mig sjálfur, í stað þess að fela sig bak við yður.“ Garth sneri sér aftur að henni. ,,En ég hef sagt yður, að hann er veikur •— hann er alls ekki sjálfum sér likur •— ■—“ „Hann er nægilega heilbrigður til að skemmta sér — og taka þátt í veizlum i tilefni af heim- komu sinni,“ svaraði hún. „Kæra barn, —■ hefur yður alls ekki dottið í hug, að það myndi gera allt mjög erfitt, ef hann kæmi hingað?“ spurði hann. „Hversvegna?" „ — Frú Dennison þekkir hann næstum eins vel og mig -------“ Hún bretti brúnir. „Já, því hafði ég gleymt." Og skyndilega var eins og óeðlileg rósemin, sem hingað til hafði einkennt hana, sviki hana. Hún stóð upp. „En hann hlýtur að hafa sent boð með yður. Er honum ljóst, hve stuttur tími er eftir?“ Hún leit á Garth og kreppti hnefana. „Reynið ekki að hlífa mér — segið mér sannleikann. Ætlar hann að kvænast mér?“ Hann var alveg óviðbúinn svona ákveðinni spurningu, enda þótt hann vissi, að hann hefði átt að búast við henni. Augnablik brást honum stjórn sú, sem hann annars var vanur að hafa á andlitssvip sínum. Þetta var aðeins augnablik, en hún sá vandræði hans og las úr andliti hans svarið við spurningu sinni. „Ég sá — ég skil —“ sagði hún. „Hann ætl- ar sér ekki að gera neitt.“ Svo sneri hún sér hratt að honum. „Nú, þannig er málum komið! Hann vill ekki sjá mig, hann ætlar sér ekki að viðurkenna barnið sitt----------ó! En mér hefur innst inni verið það ljóst allan timann." Augu hennar voru ekki lengur örvæntingarfull, þau lustu eldingum í fölu andliti hennar. „En heyr- ið það, sem ég ætla að segja,“ skipaði hún. „Ef hann heldur, að hann sleppi svo auðveldlega, hefur hann rangt fyrir sér. Ég skal segja öll- um heiminum frá þvi, sem hann hefur gert. — Fólk skal fá að vita, hve mikill þorpari hann er. Svo skulum við sjá, hversu lengi hann verð- ur hetja — —“ Hún æddi fram og aftur um gólfið. „Eg segi yður, að hann skal ekki fá að sleppa. Þér hélduð, kannske, að það væri hyggi- legt af yður að fela mig hér, gera svo mikið fyrir mig, að ég þegði og þér slyppuð við hneyksli. Ég fer til London snemma í fyrramálið — og þar segi ég frá sögu minni hjá einhverju blað- anna.“ — Hún rak upp skellihlátur og þagnaði svo skyndilega. „Lissa verið rólegar!" Garth greip í hana og neyddi villt, örvæntingarfull augu hennar til að líta á sig. „Þér verðið alvarlega veik, ef þér haldið áfram á þennan hátt.“ ,,Nú, og hvað þá?“ spurði hún þrá. „Mér er alveg sama, þótt ég deyi — en áður en ég dey, skal ég reyna að láta alla kynnast Tony Hammer- ton — hetju þjóðarinnar — og fá að vita, hvað hann hefur gert mér. Ég hata hann — ég hata ykkur báða — —“ Skyndilega þagnaði hún -— roðinn hvarf úr kinnum hennar, og hún varð ná- föl. Og svo streymdi tárin niður kinnar hennar. „Ég held, að ég sé brjáluð. Já, ég er brjáluð!" Hún hafði rifið sig lausa frá honum kastað sér í stól og faldi andlitið í höndum sér. Garth horfði á hana fullur meðaumkunar, en hann vissi, að eina, sem hægt væri að gera, væri að láta hana gráta. Smám saman varð hún rólegri, og hann beygði sig niður og stakk vasaklút í hönd hennar. Hún þrýsti sér að honum og lyfti tárvotu andliti sínu að hans. „Fyrirgefið mér — ó — ég bið yður, fyrirgefið mér ■—• •—“ „Kæra barn, það er ekkert að fyrirgefa," sagði hann. „Þurrkið augu yðar, svo gef ég yður ró- andi meðal — —“ Hún greip hönd hans og þrýsti sér biðjandi að henni. „Lofið mér, að svíkja mig ekki, læknir, ef pér svíkjið mig, hef ég engan. Þér eruð það eina, sem stendur á milli min og fullkominnar einveru. Þér hafið verið svo góður. Ég skammast mín fyrir að hafa verið svo vanþakklát. Ö — ég bið yður að svíkja mig ekki.“ „En hvað þér eruð kjánaleg stúlka. Auðvitað svík ég yður ekki,“ sagði Garth. Leggizt fyrir og hvílið yður augnablik, meðan ég næ í róandi meðal.“ Þegar hann kom fram í litlu forstofuna og kallaði „Denny,“ kom frú Dennison út úr eld- húsinu, sem lá í enda langs gangs. Húsið hafði upprunalega verið tvö hús, sem voru samhliða, og Garth var þakklátur fyrir það, hve dagstofan og eldhúsið voru langt hvort frá öðru, en það gerði það að verkum, að frú Dennison gat ekki hafa heyrt það, sem Lissa sagði. Þegar hann hafði sent Lissu hingað, hafði hann séð um, að í húsinu væri allt, sem hann gæti þurft að nota þar. „Hvar hafið þér meðalaskáp yðar, Denny?“ spurði hann. „Frú Grey er dálítið lasin, og ég vil gjarnan gefa henni eitthvað, sem getur róað taugarnar." „öll meðul eru í skápnum í eldhúsinu," sagði frú Dennison og bætti við stranglega, er hann fór með henni út í eldhúsið. „Menn skyldu ætla, að þér hefðuð meira vit en að koma með æsandi fregnir til frú Grey á þessum tíma! Þér eruð ekki með fullu viti, en menn skyldu ætla að þér sem læknir vissuð, að það á að fara varlega með unga stúlku í henn- ar ástandi. Hún hefur grátið svo mikið — eink- um síðustu vikurnar." „Mér þykir það leiðinlegt, Denny. En ekkert er að gera við því!“ Garth vissi af reynslu, að, þeg- ar Denny skammaðist, var ekki til neins að mót- mæla, það varð að láta það sem vind um eyru þjóta. Gamla konan leit á hann og henni varð skyndi- lega ljóst, að hann leit einnig mjög illa út -— það var ekki mikið, sem herra Garth gat dulið fyrir henni. Hún bretti brúnir. „Veslings stúlkan er svo hjálparvana," bætti hún við. „Hún þolir ekkert —• en það er ef til vill ástandi hennar að kenna, veslingurinn, og svo stendur hún líka ein uppi. En hún er alls ekki sú eina, sem þetta hefur komið fyrir, eins og ég sagði henni líka, þegar ég reyndi að fjörga hana dáiitið fyrir nokkrum dögum." „Hún hefur haft það mjög erfitt,“ svaraði Garth. „Og við verðum að vera mjög góð við hana. Ég vissi, að þér mynduð verða það, og þess- vegna sendi ég hana hingað.“ Hann fann flösk- una, sem hann þurfti að nota, og hellti úr henni í glas, sem hún færði honum. „Ég ætla engan kvöldmat að borða, Denny,“ sagði hann, áður en hann fór aftur inn í dag- stofuna. „Og ég vil gjarnan biðja yður að hjálpa frú Grey í rúmið eftir stutta stund. „Þér borðið það, sem ég hef búið til handa yður og verðið fegnir, herra Garth. Yður hefur alltaf þótt góðir steiktir kjúklingar. Nei, þér megið ekki segja nei — það mun særa tilfinn- ingar minar, ef þér reynið ekki að borða svo- lítið. Ég skal hafa hann tilbúinn hér, ef yður er sama, þótt þér borðið í eldhúsinu.“ Hún lagði höndina á handlegg hans. „Mér fiimst ágætt að borða í eldhúsinu," svar- aði hann. „En •—• ■—•“ „Verið nú góður drengur — —“ Hann hló, lagði handlegginn utan um hana. „Allt í lagi!“ En hláturinn dó fljótt út, er hann var kominn inn til Lissu. Hún tók glasið, sem hann rétti henni og drakk innihaldið. „Mér þykir mjög leiðinlegt, að ég skyldi koma svona fram,“ sagði hún afsakandi. „En — þér verðið að segja mér — hefur hann alls ekki í huga að gera neitt?" „Kæra barn, ég kom hingað aftur til að biðja yður að vera þolinmóða,“ sagði hann. „Auðvitað mun hann gera eitthvað — það verður hann. Eftir nokkra daga sé ég Tony aftur, og þá ætla ég að gera honum það ljóst. Og ef það mun verða til nokkurs góðs, að þið hittist, skal ég gjarnan sjá um það — ég lofa yður, að hann skal ekki sleppa undan ábyrgð sinni.“ Hann fann, að ekki var til neins að dylja neitt, sem betra var að tala um strax. „Getið þér treyst mér?“ spurði hann. „Hvernig get ég annað?“ Hún rétti honum hönd sina. „Hverjir aðrir kæra sig um, hvað af mér verður?“ Hún andvarpaði djúpt. „Fyrirgefið mér, læknir ég hef komið mjög kjánalega fram.“ „Þvaður!“ Hann stóð upp en sleppti ekki hönd hennar. „Og viljið þér svo lofa mér að kvelja ekki sjálfa yður með áhyggjum, þangað til þér sjáið mig aftur?" Hún kinkaði kolli samþykkjandi. „Hvernig sem fer fyrir mér og hvernig sem ég er, mun ég aldrei gleyma hve dásamlega góð- ur þér hafið verið við mig. Og ef bænir mínar eru nokkurs virði mun ég alltaf biðja um, að þér í það minnsta hljótið þá hamingju, sem þér verðskuldið." Hann sleppti hönd hennar, einkennilega hrærð- ur, þegar frú Dennison barði að dyrum og kom inn til að fylgja leigjenda sínum til hvílu. Þegar Garth var orðinn einn, kveikti hann sér í sigarettu og settist og beið eftir Denny. Hvers- vegna í ósköpunum gat Tony ekki gert það, sem honum bar að gera? Og þó, það myndi síðar meir ekki gera málið auðveldara, því að það

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.