Vikan


Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 13

Vikan - 13.10.1949, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 41, 1949 13 Hundurinn og úlfurinn Rússnesk barnasaga. Það var einu sinni bóndi, sem átti hund. Hundurinn hét Barboska. Hann var trúr og tryggur. Gætti heimilis- ins um mctur, og gelti ef einhvern bar að garði. En þegar Barboska va’. orðinn gamall varð hann ófær til að gegna þessum' störfum. Bónda þótti ekki ástæða til þess að fæða hundinn, eða ala önn fyrir honum, þar sem hann var ekki matvinnungur. Og einn góðan veðurdag rak bóndinn hundinn burt. Barboska var þungt í skapi er hann fór frá heimili sínu. Þegar hann var kominn alllangt i burt mætti hann úlfi. „Góðan daginn, gamli minn,“ sagði úlfurinn. „Hvert er ferðinni heitið?“ Hundurinn svaraði og var mæðu- legur: „Það get ég ekki sagt. Húsbóndi minn rak mig frá sér, vegna þess að ég er orðinn of gamall til þess að vinna fyrir mér. Ég veit ekki hvert leiðin liggur.“ Úlfurinn hugsaði örlitla stund, svo mælti hann: „Láttu ekki hugfallast. Ég fullvissa þig um það, að húsbóndi þinn tekur þig til sín aftur, ef þú ferð að mínum ráðum.“ Barboska varð glaður og kvaðst ætla að hlýða honum. Daginn eftir fór kona bóndans út á engi til þess að raka. Hún hafði yngsta barnið með sér, og lét það sjálfrátt um stund. Úlfurinn og hundurinn voru á gægjum þarna í grenndinni, og horfðu á konuna við vinnu sína. Að lítilli stundu liðinni sagði úlfur- inn við hundinn. „Vertu hér kyrr. Ég mun læðast að barninu, grípa það og hlaupa leiðar minnar. Svo hleyp- ur þú á eftir mér og bjargar barn- inu.“ Þegar konan var komin töluverðan spöl frá barninu, læddist úlfurinn til þess, greip það og hljóp burt. Þegar konan kom auga á úlfinn með barn sitt rak hún upp óp mikið. En er hún að það bar engan árang- ur, fór hún að gráta, og grét hástöf- um. Þá kom Barboska þjótandi, og elti úlfinn sem fætur toguðu. Hann náði úlfinum. Úlfurinn mælti: „Farðu með barnið til móðurinnar. Þá álítur hún að þú hafir bjargað því." Barboska gerði eins og úlfurinn hafði sagt honum. Kona bóndans kom hlaupandi. Hún greip barnið, og flýtti sér heim með það, frá sér numin af gleði. Henni hafði ekki komið til hugar að barn- ið myndi nást úr kjafti úlfsins. Er konan kom heim, sagði hún manni sínum hvað komið hafði fyrir. „Úlfurinn tók litla drenginn okkar en gamli Barboska, tryggðartröllið bjargaði barninu." Bóndinn varð mjög snortinn af þessari frásögn konu sinnar. Hann klappaði hundinum og sagði: „Ég var heimskur þegar, ég rak þig burt Barboska minn. Nú skaltu dvelja hjá okkur til æviloka, og fá nógan mat og drykk." Hundinum geðjaðist vel að þessari ákvörðun. En þótti þetta í raun og veru sjálfsagt. Hann sagði við sjálf- an sig: „Ég verð að hitta vin minn, úlf- inn, og þakka honum fyrir það, sem hann gerði fyrir mig.“ Það var ekki langur tími liðinn frá því að þetta gerðist þar til brúð- kaupsveizla var haldin á bóndabæ þessum. Það hafði mikið verið bakað til veizlunnar, steikt firn af kjöti, brugg- að afar mikið af öli o. s. frv. Hundurinn fór að hitta úlfinn, og sagði: „Komdu að heimsækja mig. Ég þarf að gera þér gott. Þú átt það skilið fyrir hjálpina. Þú reyndist mér vinur í raun.“ Hundurinn bað úlfinn að koma þennan dag, veizludaginn, þá var nóg til að gæða sér á. , Úlfurinn þakkaði boðið, og kvaðst fara með hundinum. Þeir félagar héldu svo til bónda- bæjarins. Veizlugestirnir voru setztir að borðum. Úlfurinn læddist undir borðið án þess að menn veittu þvi athygli. Þar sat hann kyrr og beið þess hvað gerðist. Bórðin svignuðu undan krásunum. Hundurinn greip köku. Gestirnir sáu það og sögðu við bóndann: „Sérðu hvað seppi hefst að?“ „Já,“ svaraði bóndi og hló. „Látið hann fá það, sem hann girnist. Þessi hundur hefur bjargað lífi yngsta sonar míns.“ Svo tók hundurinn ölkollu og færði vini sínum, er undir borðinu sat. Hann sagði við úlfinn: „Drekktu nú skál brúðhjónanna. Þetta er gott öl.“ Úlfurinn tæmdi glasið í einum teyg. Hann komst í bezta skap. Þegar brúðkaupsgestirnir fóru að syngja langaði úlfinn til þess að taka undir með þeim. Hann sagði vini sínum Barboska frá þessu. Hann mælti: „Ég vil syngja líka. Hvað segirðu um það?“ „Nei, nei,“ svaraði Barboska. „Það máttu ekki. Það veldur hneyksli. Og hitt er verra, að þú verður drepinn ef þú lætur til þín heyra, og menn fá vitneskju um að þú sért hér staddur." Úlfurinn svaraði: „Ég skal fara að þínum ráðum, og hætta við að syngja. En mig langar í meira öl.“ Barboska sótti meira öl handa úlf- inum. Er hann hafði drukkið ölið Bihlíumyndir 1. mynd: Gott er að lofa Drottin, 3. mynd: . . . miskunn Drottins . . . þú hinn hæsti, . . . á tvístrengjað varir frá eilífð til eilífðar. hljóðfæri og hörpu með strengjaleik gígjunnar. 2. mynd: Eins og faðir sýnir misk- 4. mynd: Þakkið Drottni . . . sem unn börnum sínum, eins hefir Drott- skapaði . . . tunglið og stjörnurnar inn sýnt miskunn þeim, er óttast til þess að ráða nóttunni, því að hann. miskunn hans varir að eilífu. varð hann enn kátari. Hann mælti: „Mér er sama hvað þú segir, ég skal syngja.1 Úlfurinn hóf upp raust sína svo að kvað við í veizlusalnum. Veizlugestirnir urðu viti sínu fjær af hræðslu. Sumir hoppuðu upp á borðin, aðrir hlupu út, einhver fór upp á ofninn. Barboska sagði við úlfinn: „Flýttu þér að komast héðan á meðan allt er í óreiðu. Að öðrum kosti förum við illa út úr þessu.“ Úlfurinn kom fram úr fylgsni sínu, skreið til dyra og flýtti sér til skóg- ar. Hundurinn hljóp á eftir og gelti mjög. Þetta fór vel. Enginn veitti úlfinum eftirför. Allir bændur byggð- arlagsins voru í brúðkaupsveizlunni og höfðu engan áhuga á dýra- veiðum á meðan hún stóð yfir. Þegar úlfurinn og hundurinn voru komnir töluvert langt inn í skóginn, staðnæmdust þeir. Hundurinn mælti: „Ég var búinn að vara þig við að syngja. En þú gegndir mér ekki. Þú mátt þakka fyrir að þú varst ekki drepinn." „Já, já," svaraði úlfurinn. „Ég lofa þér hérmeð að ég skal aldrei syngja framar í brúðkaupsveizlu hversu kátur sem ég verð.“ Þeir kvöddust með miklum kær- leikum, og hundurinn hélt heimleiðis. Úlfurinn fór lengra inn í skóginn, og braut heilann um það hversvegna söngur hans hefði valdið svo miklum ótta meðal veizlugestanna. Sjálfum virtist honum söngur sinn ágætur. Og hann fór að syngja. Söngurinn barst til eyrna margra. Barboska hugsaði: „Þvi syngur hann? Það er heimskulegt og hættu- legt fyrir úlfinn." En fólk, sem heyrði til úlfsins sagði: „Þetta er hryllilegt nágaul." Eins og gengur Svefnleysi!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.