Vikan


Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 15

Vikan - 07.02.1991, Blaðsíða 15
JA-SVONA ÆTTIÉGAÐ GERAÞETTA HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR, INGIBJÖRG GRÉTA OG ÞÓREY SIGÞÓRSDÓHIR ÚTSKRIFAST BRÁÐUM SEM LEIKKONUR Þið ættuð kannski að leggja þessi nöfn á minnið. Þær hafa sýnt á sér ýmsar hliðar ( Nemendaleikhúsinu í vetur og útskrifast í vor eftir fjögrra ára strangt nám við Leiklistarskóla íslands. Aðeins átta nemendur komust að við skólann þegar þær sóttu um. Fimmtíu og fimm þurftu frá að hverfa. Tvær þeirra, Halldóra og Ingibjörg, eru Reykvíkingar en Þórey er ættuð frá Patreksfirði. Þetta eru þrjár af leikkonum framtíðarinnar á íslandi. Hver voru fyrstu kynni þeirra af leiklist? Ingibjörg: Ég tók þátt í nemendamóti í Verzl- unarskólanum og lék þar blindfulla álfkonu. Ég hafði aldrei leikið áður. Þórey: Þó ég sé ekki morðingi þá þekki ég þessa tilfinningu ... UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Halldóra: Þetta er spurning um úthald allan daginn, allt árið, alla ævina. Halldóra: Ja, ég man ekki eftir mér öðruvísi en að leiklist hafi verið hluti af mér. Ég var alltaf að leika þegar ég var lítil og - kannski er mað- ur alltaf að leika í lífinu. Þórey: Ætli ég hverfi ekki til einhverrar kofa- menningar vestur á Patró. Þar tróð ég fyrst upp fyrir einhverjum áhorfendum og síðan hefur þetta alltaf verið hluti af mér. - Hvaða persónueiginleika þarf til að geta orðið leikarí? Þórey: Það þarf óbilandi áhuga á leiklistinni og svo þurfa allir leikarar að hafa ákveðið inn- sæi og hæfileika til að geta miðlað. Halldóra: Maður þarf líka að vera opinn og sveigjanlegur og troða ekki skoðunum sínum upp á persónuna sem maður er að leika. Ingibjörg: Vera opinn og hafa þetta mann- lega innsæi. Maður verður að geta áttað sig á fólki og stúderað það. Halldóra: Já, maður verður að vera mannvinur til að geta verið leikari. - Út á hvað gengur svo leiklistarnámið? Ingibjörg: Raddþjálfun og mikla líkamsögun, textameðferð og að sameina þetta allt svo að maður geti skapað lifandi manneskju sem læt- ur streyma frá sér. Halldóra: Námið byrjar eiginlega á því að gera nemendur meðvitaða um sjálfa sig, kosti Frh. á næstu opnu Ingibjörg: Mér finnst spennandi að fást við persónur sem eru ólíkar mér. 3.TBL1991 VIKAN 15 TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.