Vikan


Vikan - 07.02.1991, Síða 25

Vikan - 07.02.1991, Síða 25
ÓLGANDI LOGNIÐ Á UNDAN LÆVÍSUM STORMINUM REGNBOGINN FRUMSÝNIR MYNDINA ÚLFADANSA Félagarnir Kevin Costner, Michael Blake og Jim Wilson hittust fyrir tíu árum þegar þeir unnu saman að ódýrri bíómynd sem hlaut nafnið Stacy’s Knights. Þar lék Kevin fyrsta aðalhlutverkið sitt, Jim stýrði fyrstu myndinni sinni og Michael skrifaði fyrsta handritið sitt. Nú eru þeir allir orðnir virtir menn, hver á sínu sviði. Jim gerðist kvikmynda- framleiðandi og hefur framleitt myndir eins og Laughing Horse, The Movie Maker og Revenge. Langafi, afi og föðurbróðir Michaels Blake voru rithöfundar. Sjálfur hefur hann skrifað nokkrar bækur og kvikmyndahandrit. Honum finnst hann hafa fæðst hundr- að árum of seint, enda gerast flestar sögur hans um og eftir miðja síðustu öld. Hann hefur alltaf haft áhuga á frumbyggj- um Ameríku og vinir hans báðu hann að skrifa hugmynd- ir, sem hann hafði fengið að kvikmynd, í bók. Bókin kom út og náði að vísu engri metsölu, en þótti samt svo góð að hún var notuð sem uppistaða í myndina Úlfadansa. Kevin hafði leikið í tólf myndum, meðal annars The Untouch- ables, No Way Out, Fandango og Silverado, þegar hann tók að sér að leikstýra, aðstoða framleiðanda og leika aðal- hlutverkið í Úlfadönsum. Á- stæðan var fyrst og fremst samúð með indíánum og að- dáun hans á bókinni Úlfadöns- um sem Michael Blake samdi. Myndin gerist árið 1860 og segir frá heiðarlegum liðþjálfa, John Dunbar að nafni. Hann vinnur sér álit þegar hann fer sínar eigin leiöir á nokkuð óvenjulegan hátt í þrælastríð- inu og hann biður um leyfi til að fá að þjóna ættjörðinni á lítt könnuðum slóðum. Örlögin haga því þó þannig að hlut- verk hans sem manneskju verður allt annað en hann hafði órað fyrir í upphafi. Þetta er stórbrotin mynd, í senn raunsæ og óraunsæ og hefur það fyrst og fremst sér til ágætis að vera óútreiknanleg. Hún er þriggja klukkustunda löng og viðburðarík eftir því j0hn Dunbar þurfti að bregða sérbæjarleia enda hefur hún vakið mikla at- 0g það ótti eftir að hafa ófyrirsjáanlegar hygli erlendis, sérstaklega í afleiðingar. Bandaríkjunum þar sem hún hlýtur að eiga mikið erindi við fólk. Til að fá sem raunveru- legastan blæ á hana var leitað til leikara sem ekki voru bundnir hefðum Hollywood, Los Angeles eða New York. Sioux-ind íánahöfðingjann „Sparkandi fugl“ leikur Gra- ham Greene. Hann er reyndar ekkert skyldur rithöfundinum fræga heldur er hann sjálfur indíáni af ættbálki oneida. í myndinni þarf hann að tala indíánamálið lakota eins og raunar allir indíánarnir, hvort sem þeim er sú tunga töm eða ekki, en það gefur myndinni óneitanlega sérkennilegan blæ. Mary MacDonnel leikur hvíta konu sem alist hefur upp með indíánum og heitir „Stendur með hnefa" á máli þeirra. Hún hefur áður leikið í myndunum Garbo Talks og á móti Patric Swayze i Tiger Warsaw. Það væri freistandi að segja frá söguþræði myndarinnar en við látum kvikmyndahúsagest- um eftir að drekka hann í sig og ræða hann sín á milli að sýningu lokinni. TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.