Vikan


Vikan - 07.02.1991, Side 42

Vikan - 07.02.1991, Side 42
UMSJÓN: ÁGÚSTA JOHNSON SEINNI HLUTI Mörgum konum er umhugað um að styrkja lærin til að fá fagra fætur. Staðreyndin er sú að við náum mestum árangri með því að gera æfingar fyrir allan fótinn en ekki bara lærvöðvana. I þessum þætti eins og þeim síðasta sýnum við árang- ursríkar æfingar fyrir lærin, kálfana aftanverða og sköflunginn framanverðan. Þeir sem stunda skokk eða eróbikk ættu að gæta þess vel að styrkja þennan vöðvahóp til að koma í veg fyrir beinhimnubólgu sem veld- ur n ístandi sársauka framan á fótleggjunum og getur gert það að verkum að sleppa verður allri þjálfun í marga daga og jafnvel vikur. Þetta æfingakerfi hentar vel heima fyrir og er frábær aðferð til að öðlast frábæra fótleggi. Æfingarnar er hægt að gera hvar sem er - allt sem þarf er stóll og einnig er gott að nota létt ökklalóð. Ath. Mikilvægt er að nota ekki þyngri lóð en 4 kg. Gott er að byrja með 1 kg. Ef æfingarnar valda sársauka þarf að minnka þyngdina á lóð- unum og setja þau fyrir ofan hné í staðinn fyrir að hafa þau á ökklunum. Ef sársaukinn er enn til staðar verður að sleppa lóðunum. UPPHITUN Byrjið alltaf á upphitun með taktföstum hreyf- ingum. Gangið til dæmis rösklega á staðnum eða hjólið á þrekhjóli í a.m.k. 5 mínútur, gerið svo teygjuæfingar (sjá 24. tbl. Vikunnar 1990) fyrir neðri hluta baks, lærin framan- og aftan- verð og kálfa. Haldið hverri teygju í a.m.k. 20 sek. án þess að fjaðra. SLÖKUN OG TEYGJUR Gerið alltaf teygjur eftir æfingar. Endurtakið sömu teygjur og í upphitun og leggið sérstaka áherslu á þá vöðvahópa sem verið var að vinna með. Haldið hverri teygju í 30-60 sek. Þvingið alls ekki eða teygið með fjaðrandi hreyfingu. TIL AÐ BYRJA MEÐ: Endurtakið hverja æfingu átta til tólf sinnum. Hverja útgáfu af kálfaæfingum skal þó endur- taka fjórum sinnum. Gerið æfingarnar a.m.k. þrisvar í viku. Aukið svo endurtekningar og þyngdir smátt og smátt eftir þörfum. □ 42 VIKAN 3.TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.