Vikan


Vikan - 07.02.1991, Page 43

Vikan - 07.02.1991, Page 43
LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 1. Uppstig (styrkir framan- og aftanverð lœri og rass) Standið fyrir framan þrep. Stígið upp með annan fótinn. Stígið upp með hinn fótinn og styðjið aðeins létt. Fóturinn, sem studdi létt, fer aftur í gólfið og hinn fóturinn er kyrr á þrepinu. Gerið allar endurtekningar á sömu hlið og styðjið svo með hinum fætin- um. 4. Liggjandi innanlœrislyfta Liggið á gólfinu á hliðinni. Réttið úr neðri fótlegg og beygið efri í 90 gráður um mjaðmarlið. Lyftið neðri fótlegg rólega upp eins hátt og mögulegt er. Komið aftur í byrjunarstöðu og endurtakið og svo hinum megin. 2. Lœraþruma (slyrkir aftanverð lœri) Byrjið á gólfinu með bogna arma og hné, haldið höfði í línu við hrygginn og hafið bakið beint. Réttið úr öðrum fætinum aftur með krepptan ökkla. Beygið hnéð á beina fætinum rólega og dragið hæl í átt að rassi. Farið aftur i upphafsstöðu og endurtakið. 3. Utan- og innanverð lœri og rass Liggið á gólfinu á hliðinni. Lyftið efri fót- legg u.þ.b. 45 gráður og haldið neðri fót- legg bognum. Lyftið efri fótlegg rólega og látið svo síga. Gerið allar endurtekningar og svo hinum megin. 5. Kólfar Standið og styðjið vlð stól. Hné bogin svo að kálfar og læri mynda 30 gráða horn. Lyftið hælunum og haldið fótleggjum bognum. Farið svo aftur ( upphafsstöðu. Endurtakið. 6. Tœr upp (styrkir sköflunginn) Byrjið í sitjandi stöðu, með annað lærið krosslagt yfir hitt og lóð ofan á efri fæti. Lyftið tánum fyrst upp og út á við og svo upp og inn á við. Þessi útgáfa þjálfar örlítið öðruvísi en þegar aðeins er iyft beint upp. 3. TBL 1991 VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.