Vikan


Vikan - 19.10.1950, Síða 6

Vikan - 19.10.1950, Síða 6
6 VIKAN, nr. 40, 1950 dagslega hluti. Ef til vill var það hennar sök, að hún var alltaf æst á taugum . . . hann gat ekki gert að því, að hún lá vakandi á næturna og hlustaði á andardrátt hans. Það var svo undar- iega hljótt. Hún gat næstum heyrt hjarta hans slá — eða var það kannske hennar eigið hjarta? Og þegar föl dagsbirtan læddist inn um glugg- ann, varð hún gegn vilja sínum að lita á hann og gaumgæfa ljósa höfuðið, sem var eins og drengjahöfuð. Stundum greip hana næstum ó- mótstæðileg löngun til að snerta það; nokkrum sinnum hafði hún verið að því komin, en hún hafði kippt hendinni að sér, eins og hún hefði verið stungin. Og þegar birti meir, gat hún séð, að skarpir andlitsdrættirnir urðu blíðari, er hann svaf. Harðir drættirnir höfðu myndazt af hrakn- ingum og erfiðu lífi. Augu hexmar litu af and- liti hans á hendurnar, sterkar, vinnulegar hendur, og hún minntist þess, að það voru hendur hans, sem fyrst höfðu vakið eftirtekt hennar. Skyldu þessar hendur geta verið blíðar? Hvernig mundi hann taka utan um konuna, sem hann elskaði . . . og elskaði hann Hortence, litlu Bandaríkja- konuna ? Já, gerði hann það? Hann hafði oftar en einu sinni sagt, að hann hefði verið mjög hrifinn af henni. Og í þá fáu daga, sem þau höfðu verið þarna, hafði Hortense ekki dregið dul á það, að hann hefði haft mikil áhrif á hana. Já, hún vissi það of vel . . . Alys var viss um, að það var aðal- lega þess vegna, sem hún var óróleg. Af því að Enrico gat ekki annað en tekið eftir því, og Sikileyjarbúar voru þekktir fyrir afbrýðisemi sina. Þegar hún var ein með Bruce, langaði hana oft til að aðvara hann; en hún gerði það aldrei. Kannske héldi hann, að hún væri afbrýðisöm! Hún mátti ekki til þess hugsa. Gamla þjónustustúlkan í svarta kjólnum með ísaumuðu svuntuna hneigði sig djúpt, fór svo í burtu. „Tvö herbergi," sagði Bruce. „Við erum loks- ins heppin." Það var einkennilegt og hlægilegt, en hún gat ekki þolað, að hann segði þetta. „Það verður mikill léttir fyrir okkur, er það ekki?“ „Alys!“ Hann var kominn til hennar og lagði nú höndipa um axlir hennar. Bláu augun hans horfðu í hennar: „Ég ætlaði bara að segja, að þú hefur staðið þig mjög vel. Guð veit, að það hefur ekki verið auðvelt fyrir þig. Það veit ég alltof vel. Ég viðurkenni," sagði hann hlæjandi, „að þú gerðir mér erfitt fyrir í fyrstu, en það var bara það, sem ég bjóst við. Þú hefur staðið þig vel allt frá fyrsta kvöldinu. Þakka þér fyrir." Það var kökkur í hálsinum á henni og augun fylltust af tárum. „Þú hefur líka verið ágætur, Bruce.“ „Það er gott.“ Augu hans glömpuðu. „Við erum þá bæði ágætis fólk.“ „Ó, Bruce," sagði hún hlæjandi. Hann hló með og hún hélt áfram að hlæja og hlæja. Það var víst æsingin sem hún hafði verið í undanfarið, sem gerði þetta að verkum. Á ein- hvern hátt varð hún að fá útrás. Hann tók aftur um axlir hennar og sagði svo: „Ég ætla að fara í bað í þessu gamaldags bað- herbergi þarna.“ Það voru strangari borðsiðir hér en verið höfðu í borginni. Tvær þjónustustúlkur og tveir þjónar gengu um beina, og enda þótt það væri strlð, og hægt væri að sjá það af matnum, var samt nóg af öllu, sem var áreiðanlega af því, að flest- ar fæðutegundirnar voru frá búgörðum Enrico. Þau drukku „marsala“ fyrir matinn I staðinn fyrir cocktail og eins mátti álita það hlýðni við gamla siðvenju. Jennifer hafði ekki komið niður, og þegar þau settust að snæðingi, kom einn af þjónunum inn með skilaboð frá henni. Hún ætlaði. ekki að koma til kvöldverðar, þar er hún var með höfuðverk. Það var undarlegur svipur í augum Enrico, þeg- ar hann leit til konu sinnar. „Er það ekki einkennilegt, cara mia?“ „Hversvegna? Hver sem er getur fengið höfuð- verk og viljað fara í gönguferð í svölu kvöld- loftinu. Mér finnst ég vera að fá höfuðverk. Ég yrði ekki undrandi, þó að þrumuveður skylli á — eða kannske Etna fari að gjósa." „Guð forði því!“ sagði hann hvassyrtur. Þau héldu áfram að borða án þess að tala meira saman. Alys var rólegri en hún hafði verið frá þvi að hún kom til þessarar eyju, já, hún var í fyrsta sinn næstum hamingjusöm. Á eftir sett- ust þau út á svalirnar og horfðu á tunglið spegla sig í dimmu vatninu. Það var þungur blómailmur í loftinu. Þetta var óvanalega fagurt kvöld. Jenni- fer stóð kyrr í dyrunum. 1 hvíta kjólnum sínum var hún eins og vofa. „Eruð þér búin að gera það, sem þér ætluðuð?" Hödd Enrico var einkennilega hás. „Gera það, sem ég ætlaði mér?“ Jennifer varð- óttaslegin. En svo hló hún. „Hvað ætti ég að gera hér? Ég ætlaði bara að fara i smá gönguferð,. vera ein úti í náttúrunni, með stjörnunum og tunglinu . . .“ Hortense hló. „Hvað gengur að þér í kvöld, Enrico? Sérð þú ofsjónir? Eða fannst þér mat- urinn ekki góður?“ „Kannske ekki,“ svaraði hann önugur. „En ég get reynt sama ráð og Jennifer og farið í göngu- ferð. Ef ég verð ekki kominn aftur um hátta- tíma, þá býð ég ykkur góða nótt.“ Hann hneigði sig kurteislega og hvarf út í myrkrið. „Hvað gekk að honum?“ Hortense beindi þess- ari spurningu ekki til neins sérstaks. „Guð má vita það,“ sagði Jennifer og yppti öxlum. „Þú hlýtur að þekkja hann betur en við hin, elskan, þar eð þú ert konan hans. Enda þótt þú eigir stundum erfitt með að muna það, þar eð gamli kærastinn þinn er kominn.“ Hún hló. „Segðu ekki slíka vitleysu, Jennifer,“ Hortense var orðin reið. „Og það getur alls ekki verið af því. Ég á við, að Enrico er ekki þannig. Hann er ekki afbrýðisamur. Eins og á stendur, er hon- um alveg sama . . .“ En hún lauk ekki við setn- inguna. Bandarísku konurnar tvær höfðu sagt þetta eins og Bruce og Alys væru alls ekki viðstödd. Alys leið illa. Hún stóð upp og sagði, að hún ætlaði að ganga til hvílu. Bruce lagði höndina á handlegg hennar. „Ég kem strax inn til þin.“ Hún titraði öll við snertingu handar hans, henni hafði aldrei liðið svona fyrr. Það var eins og hún yrði ekki aðeins vör við þessa snertingu i hand- leggnum, heldur í hverri taug líkama síns. Eins og eitthvað nýtt og óþekkt streymdi milli þeirra. Hún hafði tekið herbergið, sem var lengra burtu, svo að hann þyrfti ekki að fara gegnum hennar herbergi til þess að fara inn í sitt. Dymar, sem voru á milli herbergjanna voru lokaðar, en hún gat heyrt, þegar hann kæmi inn. Ef til vill byði hann góða nótt eða berði á dyrnar og kall- Blessað barnið! Teikning eftir George McManus. Fabbinn. Ég ætla út í garð í sólbað, elskan! Pabbinn: A'ú lset ég fara vel um mig í þessum stól! Mamman: Parðu ekki of langt í burtu — svo að þú getir Þetta verður yndislegt! heyrt, þegar ég kalla á þig! Fabbinn: Mig dreymdi að ég væri bam að leika mér — er ég vakandi, eða er mig enn að dreyma?

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.