Vikan


Vikan - 19.10.1950, Síða 12

Vikan - 19.10.1950, Síða 12
12 VIKAN, nr. 40, 1950 bílnum að halda í dag-, og ég lét hann taka hann út í snatri,“ sagði Piers. „En hann skai þó engu að síður fá orð í eyra.“ „Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“ spurði Kitty angurvært. „Bíða hérna um stund, þangað til að kem- ui' bíll, sem getur hjálpað okkur um benzín. En ef enginn kemur, verðum við að ganga unz við komum að húsi eða benzínstöð, þar sem við getum fengið nokkra potta.“ „Skyldu þeir vera búnir að finna börnin?" Hún var aftur orðin áhyggjufull á svip. Af ánægju yfir að fá að vera með Piers, hafði hún gleymt syndaselunum' litlu, en nú fékk hún sam- vizkubit þeirra vegna. „Ég gæti bezt trúað því. Líklega eru þau nú á einhverri lögreglustöð hér í nágrenninu og bíða eftir því, að einhver komi og sæki þau.“ „Litlu greyin! Og hér sitjum við og getum ekkert aðhafzt." „Þau bjarga sér. Lögregluþjónarnir verða góðir við þau. Þau hafa gott af að bíða. Ef ég má, ætla ég að koma I fyrramálið og tala alvarlega við Willie!“ „Ég væri yður mjög þakklát, ef þér vilduð gera það. Hann þarfnast þess að karlmaður tali öðru hvoru við hann.“ „Hann er inndæll drengur, en honum verður að skiljast, að hann er ekki lengur neitt pela- barn. Þið hafið dekrað of mikið við hann.“ „Mér er það fyllilega ljóst. En hann er líka eini drengurinn.“ „Er yður ekki orðið kalt? Það er farið að verða kvöldsett." Kitty sagði að sér væri ekki kalt, en hún vildi gjarnan ganga spottakorn. „Ef bíll kæmi, þá gætum við stöðvað hann,“ sagði hún. Þau gengu rösklega af stað eftir veginum og skömmu síðar komu þau að bóndabæ, en þar gátu þau ekki fengið neitt benzín, en þeim var sagt að tæpum kílómeter neðar við veginn væri benzínstöð, svo að þau héldu áfram göngunni. „Eruð þér þreytt?" spurði Piers, þegar hann fann að Kitty var farin að hægja á sér. ,,Dálítið,“ játaði hún. Hann bauð henni arminn, og hún stakk hönd sinni feimnislega undir hann. „Nei, þér verðið að reyna að fá stuðning af mér, annars er þetta gagnslaust," sagði hann og brosti. Hún roðnaði, þegar augu þeirra mættust augnablik. Og arm i arm eins og ungir elskend- ur héldu þau áfram eftir veginum í áttina til benzínstöðvarinnar. Þau voru svo heppin, að þeim var boðið að sitja á bil til baka, þangað sem bíllinn þeirra stóð. „Nú getum við haldið viðstöðulaust áfram,“ sagði Kitty og brosti, þegar búið var að fylla bílinn með benzíni. „Vonandi verður hamingjan okkur hliðholl núna.“ Þegar þau komu á lögreglustöðina i Aldersholt, var þeim sagt, að Willie og Joy væru fundin og væru nú á lögreglustöðinni í Basingstoke. — Lögregluþjónn, sem hafði veitt börnunum tveim í vörubílnum athygli, stanzaði bilinn. Bilstjórinn, vingjarnlegur, fremur heimskur náungi, sagði, að Willie hefði stöðvað bílinn skammt frá Princes Risborough og hefði beðið um að fá að vera með í bílnum. Hann hafði sagt að móðir þeirra Joy væri dáinn og faðir þeirra væri giftur í annað sinn, og nú hefðu þau systkinin strokið frá stjúpunni, sem hafði verið vond við þau, og ætl- uðu þau að finna gamla frænku sína, sem byggi í Southampton. Þau kváðust vita, að hún myndi reynast þeim vel, þegar hún vissi, hvernig landið lagi. Vörubílstjórinn ætlaði ekki lengra en til Winchester, en þar sem hann vorkenndi börn- unum, leyfði hann þeim að vera með þangað og gaf þeím peninga fyrir farinu til Southampton. En á leiðinni hafði hann farið að hugsa málið og spurt Willie nánar um þetta, og var hann nú sannfærður um, að börnin hefðu ekki sagt sann- leikann. Hann hafði því ákveðið með sjálfum sér, að fara með börnin til móður sinnar, þegar hann kæmi til Winchester, og gera lögreglunni þar að- vart. En í Basinstoke hafði lögregluþjónn stöðvað bílinn og losað hann við börnin. Börnin voru aðframkomin af þreytu, þegar Piers og Kitty komu og sóttu þau á lögreglustöð- ina. Willie reyndi að þrjózkast, en þegar Piers hafði sagt nokkur ákveðin orð við hann, var öll mótspyrna brotin á bak aftur, og hvað Joy litlu viðvék var hún yngri og veikbyggðari en bróðir hennar og var búin að fá meira en nóg af strok- inu, þó að hún vildi helzt ekki viðurkenna það. Þau höfðu borðað allar matarbirgðirnar, sem þau höfðu tekið með sér að heiman, og þau höfðu einnig fengið te og smurt brauð á lög- reglustöðinni, en engu að síður voru þau svöng. Piers fór með þau inn í veitingahús, og þar borð- uðu þau öll kvöldmat. Joy var orðin svo syfjuð, að hún gat tæplega haldið lengur opnum augunum, og þau voru ekki fyrr komin inn í bílinn og lögð af stað heim á leið en hún sofnaði með höfuðið í keltu Kitty. Willie sat við hliðina á Piers og reyndi að halda sér vakandi, en skömmu síðar svaf hann svefni hinna réttlátu. Þau voru þögul á heimleiðinni. Kitty var einn- ig þreytt og dottaði öðru hvoru. Það var komið fram yfir miðnætti, þegar þau loks komu heim. Frú Shelgreave og Joan hafði verið gert aðvart um, að börnin væru fundin, en þær biðu þó á- hyggjufullar eftir heimkomu þeirra og Rósa Veronica sat þögul og föl inni hjá þeim og las, eða lét sem hún læsi. Piers reyndi að slá öllum þakkarræðunum, sem dundu á honum þegar heim kom, upp 1 glens. „Ég kem hingað eftir morgunmat á morgun,“ sagði Piers og leit á Willie. „Ég þarf að tala nokkur velvalin orð við piltinn. Það er kominn tími til að hann hætti að haga sér eins og pela- barn.“ „Ég væri yður mjög þakklát, ef þér vilduð gera það,“ sagði frú Shelgreave fegin. „Hann ætti skilið að fá duglega flengingu," bætti hún við og leit á Kitty. Kitty fylgdi Piers niður að hliði. Hún rétti honum höndina og horfði á hann þakklát á svip. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig ég get þakkað yður allt, sem þér hafið gert fyrir mig,“ sagði hún hikandi. Piers hló. „Þér eigið ekki að þakka mér,“ sagði hann. „Ég hef notið ferðarinnar — með yður. Góða nótt, ungfrú Shelgreave. Þér þurfið ekki að koma til vinnunnar í fyrramálið. Þér eruð vafalaust orðnar of þreyttar til þess. Við sjáumst í fyrra- málið klukkan ellefu.“ Hann fór inn í bílinn. Kitty stóð og horfði á eftir honum. Hjarta hennar ólgaði af gleði. — Hann hafði sagt orðin ,,— með yður“ ■— svo óendanlega viðkvæmt og blítt. Alec Shirston virti íhugull fyrir sér málverkið af Rósu Veronicu. Hann hafði lokið því deginum áður, og var nú að undirbúa brottför sína frá Primsworth. Undanfarna tvo daga hafði hann ekki heyrt neitt frá Rósu Veronicu. Hann langaði til að hitta hana og útskýra fyrir henni, hversvegna hann gæti ekki beðið hana að giftast sér. En hún lét ekki sjá sig, og hann hafði ekki kjark til þess að fara heim að Greenlane Cottage. Hann leit döprum augum á framtíðina. Hon- um fannst hann hafa komið illa fram gagnvart Selmu og Rósu Veronicu. En hefði hann getað breytt öðru vísi? — Hann hafði farið að mála mynd af Rósu Veronicu og varð að ljúka því verki. Hann hefði ekki getað haft neina afsök- un fyrir því að hætta við það í miðju kafi. En þegar hann byrjaði, hafði hann heldur ekki haft hugmynd um, að hann myndi verða ást- fanginn af fyrirmynd sinni. Og nú verð ég að fara aftur til Selmu og lát- ast vera ástfanginn af henni. Get ég blekkt hana ? Hún er svo tilfinninganæm að ég er hræddur um, að það takist ekki. -— Ó guð minn góður, hvað á ég að gera?“ „Alec! Alec! Ertu þarna?“ Hann hrökk við. Var það Selma, sem kallaði — eða var hann að missa vitið? En það var hún. Þegar hann litaðist óttasleg- inn um, kom hún inn i vagninn til hans. Hún var i brúnum gönguklæðnaði og með rauðan hatt á höfði. Augu hennar ljómuðu. Hún var svo glaðleg og áhyggjulaus á svip, að Alec grun- aði ekki, að hún hafði kvalist af ótta siðan þau MAGGI OG RAGGI Teikning eftir Wally Bishop. é' Maggi: Erla, hvað fékkstu í afmælisgjöf frá Maggi: Hað skeði? Ruglaði hún saman böggl- mömmu þinni ? unum ykkar ? Erla: Föt á kúrekadreng? Erla: Nei, hún varð einungis að gefa okkur Maggi: Á kúrekatelpu átt þú við? gjafirnar á þennan hátt ... Erla: Nei, hún gaf Jóa, tvíburabróður mínum Erla: . . . vegna þess að við rænum alltaf hvort föt handa kúrekatelpu! af öðru.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.