Vikan


Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 13

Vikan - 25.06.1992, Qupperneq 13
hefur unnið með Gústa, hvern- ig því hefði líkað kom undan- tekningalaust í Ijós að honum, var hælt á hvert reipi. Hann er sagður vinna hratt og vita hvernig hann vill hafa hlutina um leið og hann byrjar. „Mér leiðist seinagangur,1' segir hann. „Ég vinn yfirleitt mikið með sama fólkinu, fólki sem ég þekki og þekkir mig, því þegar hratt er unnið verður hver og einn að vita upp á hár hvað hinn er að gera. í tökum gengur þetta þannig fyrir sig aö leikstjóri gefur skipun til að- stoðarleikstjóra sem aftur sér um að allir sem hlut eiga að máli fái réttar skipanir. Síðan fæ ég „statista“ til þess að leika þær senur sem við tökum upp, til að lýsa upp og prófa allar hreyfingar." Það er greinilegt að Gústi hefur gaman af því sem hann er að gera því hann bókstaf- lega tekst á loft þegar hann er að lýsa því. Hann segist enda hafa lítinn tíma fyrir önnur áhugamál. „Það er svo mikið að gera og margt sem ég er að læra að það tekur hug minn allan. Eitt fyrsta myndbandið sem ég gerði sem aðaltökumaður eftir að ég kom hingað var með Vincent Rocco. Ég hafði kynnst ungum leikstjóra sem var beðinn um að gera það. Ég hafði aldrei tekið upp myndband fyrr og ráðið öllum tökum svo þetta var algjör frumraun. Við tókum það upp á tólf tímum, fyrir lítinn pening, fimm saman í pínulitlu Ijós- myndastúdíói í Hollywood. Myndbandið er svarthVítt og fjallar um strák sem situr í fangelsi. Við lékum okkur með skugga sem komu út á andliti eins og fangelsisrimlar og tók- um eyðimerkurmyndir til að tákna frelsi, til að fá mótvægi við innilokunina, og notuðum mikið af tæknibrellum. Þeir sem sáu bandið fóru að spyrj- ast fyrir umþað hverjir hefðu gert það. Söngvarinn, Vincent Rocco, hafði ekki verið með plötusamning og fékk þarna heldur betur kynningu. Eftir þetta var slegist um hann. Hann er nú á fimm ára samn- ingi hjá Electra. Við erum góðir vinir núna. Eftir þetta hef ég haft nóg að gera en maöur þarf líka að hafa fyrir því. Vinnan hérna gengur út á að hafa góð sambönd. Þetta er enginn dans á rósum. Ég hef aðallega verið í að taka upp myndbönd sem aðstoðartökumaður og hef meðal annars unnið með einum þekktasta auglýsinga- og myndabandaleikstjóra heims, Dominic Sena. Þetta er nefnilega alveg tvískipt. Aug- lýsinga- og myndbandagerð er eitt og kvikmyndir annað. Bret- ar eru mjög vinsælir á fyrr- nefnda sviðinu og framleiða flestar auglýsingar og mynd- bönd sem gerð eru hérna. Það er nefnilega þetta „evrópska útlit“ sem allir eru svo hrifnir af hér. Það hentar mér ágætlega því mínir uppáhaldsleikstjórar hafa flestir komið frá breskum skólum." Leikstjórinn Ridley Scott er í miklu uppáhaldi hjá Gústa. „Það er þetta hráa og villta yfirbragð hjá Ridley Scott sem ég er svo hrifinn af. Ég horfi mikið á myndir, þarf helst að fara tvisvar á hverja, fyrst til að ná söguþræðinum og síðan til að grandskoða tökurnar. Ætli ég hafi ekki séð hverja einustu mynd sem hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum í Los Ange- les síðustu árinl" Gústi hefur unnið með fjölda frægra manna og kvenna. „Ég hef unnið með Nirvana, einni vinsælustu þungarokkssveit- inni um þessar mundir. Með henni tók ég upp myndbandið við lagið „Smell's like Team Spirit" sem komst á toppinn í I Bandaríkjunum og víðar. Einnig hef ég unnið með Janet Jackson, Tinu Turner og Taylor Dayne svo einhverjir séu nefndir, en það er ekki þar með sagt að ég þekki þetta fólk eitthvaö. Ég hef einungis hitt það i vinnunni." Öðru máli gegnir með Gun's and Roses. Gústi hefur verið á ferð og flugi með þeim félög- um við tökur á heimildamynd um sveitina. „Þetta byrjaði þannig aö ég tók upp mynd- band við lagið „Mr. Brown- stone", með Gun’s and Roses. Það leiddi svo til þess að ég tók upp heimildamynd um „Don’t Cry“ myndbandið. Þar fékk ég sýnishorn af þyrlu- myndatökum því ég var ólaður við sætið með myndavélina í fanginu við þakið á 33 hæða háhýsi. Þetta var mjög skemmtilegt og það var ekki fyrr en ég leit svo sjálfur niður að mig svimaði. Eftir það fór ég að umgangast þá mikið. Ég hef síðan verið á ferðalagi um Bandaríkin og Japan með þeim." Gun’s and Roses komu til dæmis fram á Wembley- leikvanginum á annan í pásk- um á minningartónleikum um Freddy Mercury, söngvara Queen, sem lést i nóvember í fyrra úr eyðni. Og þeir verða áfram að í sumar. „Þetta eru brjálæðingar á sviði," segir hann, „og keyrsl- an er gífurleg. Þegar maður kynnist þeim svo baksviðs eru þetta hinir Ijúfustu menn. Ég hef til dæmis oft samband við Axl Rose þegar við erum að ræða hugmyndir og verkefni og þetta er bara mjög venju- legur náungi að eiga við. Auð- vitað er stundum „djammað" eftir tónleika enda þurfa menn að ná sér niður eftir kannski þriggja til fjögurra tíma stans- laust spil. Að mínum dómi eru þeir ein besta tónleikahljóm- sveit sem ég hef séð og hef ég séð margar. Gun’s and Roses leggja mikið á sig fyrir áheyrendur. Þeir eru á stöðugum tónleika- ferðalögum. Þeir hafa samið upphaf og endi á flest öll sín lög sem taka um það bil tíu mínútur í flutningi, hvert með sólóum og tilheyrandi, og þeir slá hvergi af. En þeir eru líka mjög meðvitaðir um hvernig þarf að reka svona fyrirtæki eins og hljómsveitin er.“ Gústi sér heiminn í gegnum tökuvél. „Fólkið, sem ég um- gengst, lifir í sérstökum heimi og hefur tileinkað sér ákveðið tungutak, „kvikmyndatökumál- ið“. í þessum heimi kann ég best við mig. Það sem hjálpar manni er að geta hugsað smátt, gert hluti fyrir lítinn pening, enda er ég á þvi að þegar hlutirnir fara að vera dýrari liggi munurinn í fleira fólki, betri tækjum og lengri tökutímum en ekkert endilega i gæðum. Einfaldleikinn er það sem máli skiptir. Myndbandagerðin hefur kennt mér margt og ég get þróað stílinn áfram áður en ég fer í kvikmyndatökur, en þang- að stefni ég. Ég vil geta gert góðar myndir og sagt sögu.“ Það væri þvi synd að segja að Gústi stefndi ekki hátt. „Núna er ég í samkeppni við fólkið sem ég lærði af. Það er óneitanlega sérkennileg til- finning." Það er með öðrum orðum gaman hjá Gústa þessa dag- ana. En hvert verðurframhald- ið? „Ég á heima þar sem vinn- an er,“ segir hann einlægur. „í dag er vinnan hér, á morgun verður hún kannski í Evrópu. Hver veit? Ég bý í lítilli stúdíó- íbúð í Hollywood og ef verk- efnin færast til íslands er ég ekki nema hálftíma að pakka niður í ferðatösku og halda heim." Hann skýst út eins og byssukúla, nú með skotmarkið á Evrópu - ástfanginn af myndavélinni. 13. TBL. 1992 VIKAN 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.